Vikan


Vikan - 16.07.1987, Page 9

Vikan - 16.07.1987, Page 9
leikmyndinni og hinir sjö hlutar verksins höfða hver um sig á mismunandi hátt til áhorfenda sem einnig skiptast í sjö hópa þann- ig að hver hluti verksins nálgast einn áhorf- endahóp meira en hina. Þannig má kannski segja að allir áhorfendur séu vígðir inn í verk- ið án þess að þeir þurfi að taka virkan þátt í því. Leikhúsið er form þar sem beint sam- band verks og áhorfenda er mögulegt. Við þetta samband langar mig að vinna. Að mínu mati er leikhúsformið staðnað í dag en ég skynja uppbrot og gerjun alls staðar sem ég kem; stórbreyting hlýtur að vera í aðsigi. Leik- húsið er svo margþætt, það er rúm fyrir alls konar leikhús. Mér fmnst spennandi að þróa þetta leikhús. BLM.: Verkið er í raun svo abstrakt að hver áhorfandi getur skilið það með eigin hjarta, jafnvel löngu eftir sjálfa sýninguna. Það er eins og aðalpersónan í Sjö spegilmynd- um þroski frá sér yfirráð egósins og öðlist eins konar víðari alheimstilfinningu. Þetta gerist þá í hjartastöðinni þar sem hvörf verks- ins eru. Hann uppgötvar tónlistina í hjarta sínu og byrjar að syngja. Hann er að þrosk- ast, hann uppgötvar að heimurinn er til, ekki bara hann. Þá fyrst eygir hann möguleika, nýja leið og getur nálgast tónlistina og barnið í sjálfum sér á nýjan og þroskaðri máta. Það er hún sem á vissan hátt leiðbeinir honum þessa leið, kennir honum að rata til hjartans. Og þá vaknar ástin á nýjan leik. Allt þetta gerist í heimi efnisins. Samskipti fólks eru til að þroska það, svo er einnig urn persónur Messíönu. Hann er aldrei vondur við hana, hann vill einungis vernda hana eftir sinni bestu vitund og af sakleysi. Sanrband þeirra er í raun hreint og fallegt. Þetta rninnir á litla prinsinn með rós- ina sína. Hann vildi aðeins vernda hana og setti undir gler. En þar þróast hún ekki eða lifir. Hann ánetjast efninu til þess síðan að afneita því. Vilji hans er afskaplega mikilvæg- ur, hann velur og fer að skapa og syngja og hreinsar með því andann af efninu. Þau eru eins og andstæðir pólar senr verða að ná sam- an til að skapa heild. Þá er samband þeirra jákvætt, hann skilur eitthvað og yfirgefur svið- íð reynslunni ríkari en mun þó koma aftur. Maður finnur það einhvern veginn á sér, þetta er eins og ein jarðvist sem hann hefur lifað og hverfur nú inn í jökulinn eins og skáldið, inn í ljósvakann. Talan 7 MESSÍANA: Fyrir mér er talan 7 afskap- lega merkileg og hún verður aftur og aftur á Messíana Tómasdóttir. vegi minum. Til dænris segja guðspekingar að orkustöðvar mannslíkamans séu sjö, og að það sama gildi um plánetuna jörð, en ein af þeim orkustöðvum ku vera í Snæfellsjökli. Kannski hef ég vissa hliðsjón af orkustöðvun- um í verkinu. enda má segja að til að þroskast verður maður að líta sér nær, að ferðast í gegnunr sinn innri mann, finna guð sinn í sér jafnt sem utan, að lifa í samræmi við náttúru- öflin senr gilda utan mannsins og innan. Brúduv og litiv Það er alis ekki hægt að segja að þetta sé brúðuverk en ég nota tvær brúður sem tákna aðra aðalpersónu verksins á mismunandi til- verustigum. Sú lausn konr algerlega af sjálfu sér, eins og margt annað í þessari vinnslu, en ef ég hugsa til baka þá sé ég að ómögulegt hefði verið að nota leikara í þeim tilfellum. Brúðan getur nefnilega gert hluti sem leikari getur ekki og það er hægt að sýna hana á mismunandi tilverustigum án útskýringa og tilfæringa. Mannkynið á sér sameiginlegan arf tákna sem allir eiga aðgang að. Þegar ég fór að kynna mér litafræði og þar með táknræna merkingu lita í hinum ýmsu menningarsam- félögum komst ég að því að hið raunverulega tákngildi litanna er það sama hvar sem er i heiminum. Hins vegar sýnist það ekki alltaf svo. Til dæmis notum við svartan lit til að tákna dauðann í okkar hluta heimsins en í Austurlöndum er dauðinn hvítur. Það er þó ekki vegna mismunandi afstöðu þessara menningarsvæða til litanna heldur vegna mis- munandi afstöðu þeirra til dauðans. Um tíma, þegar ég var að kenna litafræði og hugsaði mikið unr liti merkingarlega, notaði ég þá frekar meðvitað. Nú hlusta ég meira á sjálfa mig og nota þá eins og málari sem er að mála mynd. Hann málar yfir þangað til hann finnur rétta tóninn. Til dæmis hefur einn bún- ingur i sýningunni vafist mikið fyrir mér. Hann var ekki réttur í þessum litnum og hin- um en allt i einu small hann. Maður verður alltaf að leita og hlusta á sjálfan sig. ÞÖR: Fyrir mér var verkið upphaflega eins og hugmynd sem líktist draumi. Verkefnið hljómaði spennandi þó maður áttaði sig kannski ekki alveg á því. En eftir því sem ég kynn- ist verkinu meira líkar mér það betur. Það er líkast því aó komast á annað plan sem ekki er hœgt að skilgreina, maður finnur hlutina og nemur þá. Þetta er eins og ferðalag inn í sálina sem alltaf er að verða mér raunverulegra; ferðalag inn í heim skynjunarinnar. 29. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.