Vikan


Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 24

Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 24
Hugur og heilsa - 4. grein Breytt sjálfsímynd Um dáleióslu, sjálfsefjun og beitingu imyndunaraflsins Engum dettur að líkindum í hug að neita þeirri staðreynd að þær hugmyndir, sent ein- staklingar gera sér um sjálfa sig og getu sína, hafi veruleg áhrif á líf þeirra. Hér er ekki aðeins átt við meðvitaðan hugsunarhátt ein- staklingsins heldur einnig þær hugmyndir sem finna má í dýpri hugarfylgsnum dulvitundar- innar. Mýgrútur af rannsóknum og vísinda- legum athugunum af ýmsu tagi hefur ieitt í ljós að væntingar fólks (við hverju það býst eða ætlast) hafa afgerandi áhrif á framvindu mála. Þannig geta fyrirframskoðanir vísinda- manna haft veruleg áhrif á niðurstöður til- rauna, hvort sem menn eða dýr eiga í hlut. Vísindamenn rannsaka áhrifamátt væntinga Hópi tilraunamanna var til dæmis talin trú um að ákveðin rotta byggi yftr mun meiri greind en aðrar rottur sem þeir höfðu til rannsókna. Fljót- lega kom í ljós að þessi sama rotta var mun fljótari að fara í gegnum völundarhús og skaraði að öðru leyti fram úr öðrum rottum. Væntingar vísindamannanna höfðu á einhvern hátt haft áhrif á frammistöðu rottunn- ar. ímyndunin var þannig orðin að veruleika. Á sama máta var kennara sagt frá því að ákveðinn hópur barna hefði hærri greindarvísitölu en annar hópur í sama bekk. í raun var enginn merkjanlegur munur á börnunum. Hópnum var síðan skipt í tvo bekki og kennarinn beðinn um að koma eins fram við báða bekkina. Átta mánuð- um síðar reyndust „gáfuðu“ börnin vera undantekningarlaust með hærri einkunnir og árangur þeirra á greind- arprófi var 28% meiri en hinna barnanna. Hugmyndir kennarans örv- uðu þannig vitsmunaþroska barn- anna. Það'er vel þekkt staðreynd að marg- ir læknar nota svonefnt ,,placebo-lyf ‘ með góðum árangri, þ.e. óvirkt efni sem hefur akkúrat ekkert læknisfræði- legt gildi. Þannig er vitað að sykurpill- ur, sem gefnar hafa verið til að fullnægja þörf sjúklingsins fyrir lyfja- mile Émile Coué (1857-1926) var upp- hafsmaður sjálfsefjunar í Vestur- Evrópu. Hann ráðlagði sjúklingum sínum að endurtaka í síbylju: „Sérhvern dag, á sérhvern hátt, líður mér betur og betur.“ Rann- sóknir vísindamanna virðast gefa ótvírætt til kynna að uppástungur, sefjun og væntingar hafi mikinn áhrifamátt í sér fólginn. meðferð, hafa ráðið bót á ótrúlegustu kvillum. Sjúklingurinn hefur vænst þess að hljóta bata og þess vegna orð- ið að ósk sinni. Athugun, sem gerð var við Har- vard-háskólann, gaf ótvírætt til kynna að sefjun og væntingar höfðu mikil áhrif í þá veru að minnka sársauka hjá sjúklingum sem gengið höfðu und- ir uppskurð. Sumum sjúklinganna var gefíð morfin til að stilla kvalirnar en aðrir fengu þrúgusykur. Niðurstaðan var sú að af þeim hópi, sem fékk morfin, losnuðu um 52% sjúkling- anna við sársaukann en um 40% af þeim er fengu placebo-lyfið. Margir vísindamenn eru nú sann- færðir um að stór hluti af því gagni, sem lyfjameðferð gerir, sé ekki vegna lítt skilinna verkana lyfjanna heldur vegna hinna huglægu áhrifa. Læknir- inn býst við því að lyfið virki, sjúkling- urinn gerir það sömuleiðis og þess vegna virkar það. Franski líffræðing- urinn René Dubos (stundum kallaður „samviska læknisfræðinnar“) fullyrðir jafnvel að „níutíu prósent allra mein- semda, sem fólk leitar með til læknis, læknast án nokkurrar meðferðar“. Dubos telur að gagnsemi lækna felist fyrst og fremst í því að veita fólki huggun og uppörvun og það sé upp- örvunin sem gerir það að verkum að fólk læknar sig sjálft. Aðferðir sem notfæra sér ú'mbreytingarkraft hugans Sú skoðun að hugræn iðkun geti stuðlað að lækningu krabbameins þykir heldur ótrúleg og er ekki al- mennt viðurkennd meðal lækna. Samt 24 VIKAN 29. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.