Vikan


Vikan - 16.07.1987, Page 27

Vikan - 16.07.1987, Page 27
sér færni á sviði íþrótta, án þess að venjuleg iðkun eða æfing komi til. Þetta notfæra sovéskir íþróttamenn sér með góðum árangri. Þeir æfa í huganum viðbrögð sín á leikvellinum og sjá fyrir sér sigur eða nýtt vallar- met áður en til sjálfrar keppninnar kemur. Breytt sjálfsímynd Sjálfsefjun og önnur beiting ímynd- unaraflsins nær þó ekki tilgangi sínum ef tilmælin, sem gefin eru, stríða í rík- um mæli gegn sjálfsímynd einstakl- ingsins. Hugtakið sjálfsímynd gefur til kynna „heildarskoðun einstaklingsins á sjálfum sér, eðli sínu, hæfileikum og sérstöðu“. Fólk framkvæmir, stýrir hegðun sinni og finnur til í samræmi við ríkjandi sjálfsímynd og bregður sjaldan út af því munstri. Persóna, sem hefur til dæmis þá sjálfsímynd að hún sé „of feit“ eða „hafi ekkert peninga- vit“, getur ekki vænst þess að bæta líkamsþyngd sína né fjárhagsstöðu nema breyta fyrst þeirri sjálfsímynd sem liggur til grundvallar. Sjálfsímyndin virkar eins og hita- stillir. Til þess að hækka hitann í herberginu verður þú að færa hita- stillinn til og á sama hátt er nauðsyn- legt að endurskapa sjálfsímyndina ef þú vilt breyta hátterni þínu eða að- stæðum. Sjálfsímynd þín er yfnieitt þrengri en hún þarf að vera, sést yfir fjölmarga möguleika og mótast af tak- markaðri nýtingu á hæfileikum þínum. Einstaklingar með neikvæða sjálfsí- mynd hafa tilhneigingu til að þjást af hugarafstöðu „fórnarlambsins“. Sam- kvæmt skilgreiningu fói narlambsins ákveður umhverfið að öllu leyti eigin hegðun; maður er það sem umhverfið hefur gert mann. Auðveldast er að kenna foreldrum sínum, samfélaginu, fyrri reynslu eða óréttlæti annarra um. Enginn getur búist við að breyta sjálf- símynd sinni fyrr en hann eða hún hefur tekið ábyrgð á henni. Þú skap- aðir sjálfsímyndina og þann veruleika, sem þú lifir i. og getur umskapað hana á ný að vild. Hagnýtar leiðbeiningar til breytinga á sjálfsímyndinni Á umliðnum árum hafa verið kynnt- ar nokkrar hugtæknilegar aðferðir sem miða að því að móta nýja sjálfsí- mynd. Eitt hinna almennu skilyrða fyrir góðum árangri í þessum æfingum er slökun líkamans. Þegar hvíldar- ástand líkamans hefur náðst fylgir hugræn kyrrð sjálfkrafa í kjölfarið. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til þess að ná dýpra stigi slökunar áður en hinn hugræni þáttur æfingar- innar hefst. E Þú leggst á gólfið og lætur fara vel um líkamann. Þú byrjar á því að at- huga hvort nokkurs staðar sé óþarfa spenna eða þreyta i vöðvum líkam- ans. Þú fylgist aðeins með spennu- blettum líkamans án þess að „reyna“ eða ætla þér að gera líkamann slakan. Það er nóg að upplifa spennu líkamans og þá hverfur hún af sjálfu sér, saman- ber orð Sigvalda Hjálmarssonar: „Hér gildir það sama og um vatnið í tjörn- inni: aðeins ef það er látið vera sáldrast gruggið niðrá botn og vatnið verður tært.“ 2. Áframhaldið felst í því að athuga sér- staklega níu staði í líkamanum sem mikilvægt er að séu slakir: 1. fíngur, 2. tær, 3. axlir, 4. háls, 5. kjálkar, 6. andlitsvöðvar kringum munn og augu, 7. hársvörður, 8. tungurætur, 9. kviður. Jógavísindin kenna að séu þessir staðir slakir þá slakni hitt svo að segja af sjálfu sér. 3. Þegar þú hefur öðlast alhliða slökun- artilfmningu hefst hinn eiginlega æfmg. Hún er mjög einföld í eðli sínu en að sama skapi áhrifarík. Þú sérð fyrir þér í huganum (annaðhvort sem upplifun eða hugsýn, nema hvort tveggja sé) fullkomna mynd af því sem þú vilt vera, gera og hafa; í stuttu máli hvernig þú vilt upplifa og birta sjálfan þig í samskiptum við umhverf- ið og annað fólk. Þú upplifir þetta eins og það sé þegar orðið. Síðan finn- urðu hvernig þú rennur saman við þessa ímynd. Imyndin og þú verða eitt. Efasemdamenn munu segja að þetta ferli virki ekki en það gerir það engu að síður. Nýjar leiðir í krabbameins- lækningum Læknahjónin Carl og Stephanie Simonton kenna krabbameins- sjúklingum sínum að nota ímynd- unaraflið í viðureign sinni við sjúkdóminn. Þau hafa skrifað bók um aðferðir sínar og hefur árang- urinn af starfi þeirra vakið mikla furðu. 29. TBL VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.