Vikan


Vikan - 16.07.1987, Side 38

Vikan - 16.07.1987, Side 38
í Eymundsson og Máli og menningu. Ég hef ekki hugmynd um hvar hún fæst núna, nema hvað útgáfufyrirtækið Fjölvi hlýtur að vera mað hana einhvers staðar niðri í skúffu. Ég held að hluti af ástríðunni við að skrifa sé að fá hújmæðurnar í vesturbænum til að hneyksl- ast: Ég verð í tónlist næstu sjö til átta árin, ekki sem einhver barinn þræll heldur ánægjunnar vegna.“ - Breytir þú verkum þínum mikið frá fyrstu gerð? „Ég breyti lögunum mínum nánast aldrei frá fyrstu gerð. Þórður er eitt af örfáum lögurn sem hafa breyst frá fyrstu gerð. Ég bætti í það viðlaginu um það bil hálfu ári síðar. Þetta kemur í einni striklotu, það tekur í rauninni aldrei lengri tíma að semja eitt lag en tekur að flytja það.“ - Við þögnum bæði, ég veit ekki almenni- lega hvað ég á að segja næst en verður hugsað til þess að Sverri hefur orðið tíðrætt um fiflsku mannkynsins. Ég ákveð því að spyrja í hvern- ig heimi hann lifi, sjálfs sín eða annarra: „Maður kemst ekki hjá því að lifa í heimi annarra en um leið er vitanlega ekki hægt að komast hjá því að lifa í heimi sjálfs sín. Það er í rauninni hálfgrátlegt hlutskipti fyrir hvern mann að lifa i heimi annarra en númer eitt, tvö og þrjú lifir fólk í þeim heimi, hvort sem því líkar betur eða verr. Ég uni mér best í samvistum við sjálfan mig þegar allt kemur til alls. Ég tel að ég sé í góðum félagsskap þegar ég er með sjálfunt mér. Ég tengi það ekki neinum tíbetskum jógatendensum að ég sé eitthvert fjallagúru með krosslagða fætur, heldur þykir ntér mjög þægilegt að vera útaf fyrir mig. Það er hægt að vera einn án þess að vera einmana. Ég er aldrei einmana þegar ég er einn, aftur á móti get ég verið alveg óstjórnlega einmana innan um fjölda fólks. Mér leiðist fólk yfirhöfuð, með aragrúa undantekninga að vísu. Að vera í sátt við sjálfan sig og vera sjálfum sér nógur tel ég fágætan kost - vera einn urn það að geta fyllt upp í þetta sálartóm sem er í hverjum einstaklingi. Ég hef tekið eftir því að fólk, sem er sífellt á þönum frá einu boði til annars, er sífellt að leita að einhverju til að fylla upp i sálartómið. Það fólk er yfirleitt voðalega einfaldar manneskjur vegna þess að það gefur sér sjaldnast tíma til að hugsa; menn hugsa ekki í fjölmenni. Ég sæki náttúr- lega þessa skemmtistaði urn helgar en iðulega er maður alveg jafntómur þegar komið er út af skemmtistöðunum, hafi maður verið tómur þegar maður fór þangað á annað borð. Það kemur aldrei neinn heim fullur af skemmtistað nema í líkamlegum skilningi, það er að segja blindfullur. Megnið af því sem fólk les og heyrir er óttalegt bull, ef til vill eins og það sem ég hef verið að þylja. Það er hægt að lesa stórmerki- legar greinar eftir hina og þessa karla en þegar allt kemur til alls þá eru þær lítið merkilegri en þegar fólk segir á skemmtistöðum: Hæ, hvað segir þú, ert þú ekki hress? Maður vill fá eitthvað krefjandi, eitthvað sern reynir á heilasellurnar. Én það er sjaldgæft að fólk krefjist einhvers af manni í samræðum, nema einhverjir góðir kunningjar. Yfirleitt er fólk það lokað að það getur ekki tjáð sig um neitt annað en himininn, sólir og blóin. Það verður þvi að sækja í bækur einhverra stórmerkra rithöfunda ef fólk vill fá eitthvert fóður fyrir þær gráu. Og í rauninni er það miklu skemmtilegra en þetta eilífðar froðusnakk.“ - Nú talar þú um það að þér þyki gott að vera einn með sjálfum þér, hvernig finnst þér þá að koma frain fyrir fjölda manns? „Það finnst mér gaman. Einhvern tímann minnir mig að Ragnhildur Gísladóttir hafi sagt í viðtali að hún hafi fengið kynferðislega fullnægingu við að koma fram; ég hef að vísu aldrei orðið fyrir þesskonar áreitni, því er nú helvítis verr. Það er í rauninni óstjórnlega gaman að korna frarn en svo koma þeir tímar að ég fæ nóg og vil fara að gera eitthvað annað. Ég er að fara í sex vikna ferð um landið og kvíði henni rnikið. Ég veit hreinlega ekki hvort ég verð með fullum sönsuin eftir fimmtán daga, fæ líklegast alveg upp í kok, eins og á Pöbbnum í gamla daga. Þó að ég sé að spila lög eftir ^jálfan mig verð ég leiður á þeim líka. Það hættir að vera tilbreyting i þessu en tilbreytingin er ntinn mótor. Én svo fer ég í frí tíunda ágúst, brermi til Svíþjóðar, Þýskalands og Portúgals. Ég fer náttúrlega til Svíþjóðar til að fá fullkomið antípat á þess- urn þakrennuöpum sem þar búa." - Fyllistu aldrei fyrirlitningu á því sem þú semur? „Ef ég fengi fyrirlitningu á eigin verkurn fengi ég urn leið fyrirlitningu á sjálfum mér því það semur enginn öðruvísi en hann er. Það yrkir heldur enginn öðruvísi en hann er. Lögin og ljóðin eru manns eigin krógar. Hing- að til hef ég ekki séð eftir neinu af því sem ég hef gert eða sagt og kent ekki til með að taka neitt af því aftur. Það eru öngvir höfund- ar eins aumkunarverðir og þeir sent fara að afsaka eigin verk. Höfundarverk eru ekkert annað en dagbækur. Þegar ég fer að glugga Það er ekki til það starf sem ég hef ekki verið rekiim úr. í eitthvað á efri árum kemst ég kannski að því að eitthvað af því sent ég hef gert þyki mér hörmulega lélegt en þá segir ég bara: Svona var ég á þessum aldri. Það ætti að naglfesta þá menn á krossi sent ekki geta það. Öll mín ljóð eru næturljóð og lögin lang- flest líka. Ég vil helst vera laus við skarkala dagsins; því hef ég komið mér upp þeirri venju að sofa á daginn og vaka á nóttunni. Ég fæ fleiri stemningar í kollinn þegar ég er einn og myrkrið eitt ríkir úti. Myrkrið eitt útaf fyrir sig kveikir Ijós í huga mínum. Raunveruleik- inn fær á sig skýrari rnynd á nóttunni. Þú færð lífið í fókus þegar þú ert einn með sjálf- unt þér í kyrrð og ró, dagurinn er bara til þess að hlaupa í banka og ergja sig yfir kaup- mönnum og Ieiðinlegum búðarlokum. Það er ekki hægt að hugsa á daginn. Það er kannski Draumur hvers manns er svo glær. 38 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.