Vikan


Vikan - 16.07.1987, Síða 39

Vikan - 16.07.1987, Síða 39
þess vegna sem ég dæmi landa mína heimska því í þau fáu skipti, sem ég tala við þá á dag- inn, verð ég alltaf fyrir vonbrigðum með gáfnafarið. Ef ég færi að líta í minn andlega spegil á daginn þá kæmi kannski í ljós að ég er síst betri.“ Það er farið að líða að lágnætti og allt í einu förum við að ræða um átrúnaðargoð. Sverrir átti sín átrúnaðargoð eins og aðrir unglingar, þau komu og fóru, _sum stöldruðu raunar lengur við en önnur. „Ég hafði gaman af ótrú- legustu fávitum. Ég held meira að segja að mér hafi þótt gaman að Dentis Russoes. Bítl- ana filaði ég alveg í klessu en það er nú raunar einhver eilífðar festi í þeim, einhver ódauð- leiki. En þetta voru öngvir dýrlingar. Ég bjó til mínar eigin trommur úr Mackintoshdollum og reyndi að líkjast Ringo. í ljóðlistinni átti ég afgerandi fyrirmynd sem var Davíð Stef- ánsson frá Éagraskógi. Hann umturnaði innanstokksmunum sálarinnar. Davíð höfð- aði kannski til einhverrar rnjög hallærislegrar - vera einn um það að geta fyllt upp íþetta sálartóm sem er í hverjum einstaklingi. rómantískrar stemningar í sálartetrinu. Þau ljóð hans, sem höfðuðu mest til mín, voru þessi ljóð sem voru þrungin einhverjum hrein- leika og heiðarleika. Ég féll fyrir þeim bæði málfarslega og hugsanalega. Annars þarf fólk alltaf að vaxa upp úr öllu; eftir að hafa verið með Davíð andlega á föstu í fimm ár fór ég yfir í betri skáld, til dæmis Stein Steinarr sem ég er nokkuð sannfærður um að sé besta skáld sem hefur verið uppi á íslandi. En það er rétt að allir hafa þessar fyrirmyndir sem þeir vinna út frá, án efa. Ég myndi kalla sögu mína þroskaleysissögu; fólk þroskast óskaplega lítið á-lífsleiðinni, svona allavega á stærri mæli- kvarða. Maður fer kannski að lesa Halldór Laxness í staðinn fyrir Alistair Mclean. En í rauninni held ég að það sé ekki svo mikill munur, Laxness er jú miklu betri rithöfund- ur, það vita allir, en á milli þeirra er ekkert hyldýpi, ekki frekar en á milli rottu og katt- ar. Menn taka sér fyrirmyndir, gera sér drauma um þær og lif þeirra og segja: svona ætla ég að verða. En þegar maður kemst svo í sömu stöðu og átrúnaðargoðið þá skiptir það engu máli. Þá sér maður að þetta er ekki eftirsóknarvert, hefur ekkert raunverulegt gildi frekar en nokkuð annað sem maðurinn stefnir að, þó er það markmið hvers um sig sem heldur manninum gangandi. Draumur hvers manns er svo glær. Þá er það þessi heimsfræga staka úr kútnum mínum: Óljós draumur djúpt í hvers manns geði drífur áfram lífið fært í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleði er varanleg en það er gleðin ekki. 29. TBL VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.