Vikan


Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 58

Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 58
Hundarómantík í vesturbænum Þad verður að halda sér lil. Salka valka meo atkvaemi sin. Fyrir fáeinum vikum gcrðust þau tíðindi vestur í bæ að tík nokkur tók léttasóttina og gaut sex hvolpum. Aðdragandinn að þessu goti var með nokkuð sérstæðiim hætti, enda foreldrarnir. Naddur og Salka Valka, miklir gersemishundar og margverðláunaðir setterar. Nágrannarnir, þau Júlíus Vífill Ingvarsson óperusöngvari og Svanhildur Oskarsdóttir fóstra, eigendur Sölku og Nadds, eru bæði mjög áhugasöm um hundarækt. Eins og metn- aðarfullu ræktunarfólki sæmir var þetta got úthugsað og skipulagt en ekki ávöxtur neinna skyndikynna. Ég forvitnaðist um það hjá Júlíusi og Svan- hildi hvernig það hefði atvikast að þau fengu sér hunda og bað þau að lýsa kynnum sínum af þessum skepnum. Júlíus Vífill kvaðst hafa verið viö nám er- lendis þegar huliðsheimar hundaræktarinnar lukust upp fyrir honum og honum varð Ijóst að hæfileikar þessara dýra eru ekki einskorð- aðir við gjamm í kringum sauðfé. Hann ákvað að fá sér hund og taka liann með sér hcitn til íslands þegar sá dagur kæmi. Þessa fyrirætl- un varð hann þó að gela upp á bátinn því að fljótlega rak hann sig á að innfiutningur á húsdýrum og þar með töldum hundum er stranglega bannaður. En áhuginn var vaknað- ur og þegar heini var komið fór Júlíus að leita sér að hreinræktuðum hundi. Hans mikla hundaheppni i lífinu var að hann IVétti af hundeiganda sem átti tvo setterhunda. Þetta voru feðgar en eins og titt er með stórbrotna einstaklinga vildu báðir ráða og rikti því stöð- ug valdabarátta á heimilinu. Til að afiétta stríðsástandinu var gripið til þess ráðs að skilja þá að og lckk Júlíus Vífill þann yngri. Nadd. Síðan þetta gerðist eru liðin níu ár og hefur sambúð þeirra Júlíusar og Nadds geng- ið mjög vel. Varla hafði Naddur slitiö hvolpsþófunum þegar lók að brydda á ákvcðnum skapgerðar- einkennunt í fari hans. Þrátt fyrir að hann væri blíðlyndur og laus við alla grimmd kærði hann sig ekkcrt um kjass og knús. Hann hafði líka mjög ákveðnar hugmyndir um sjállán sig og fannst ekki tiema sjálfsagt að aðrir hundar litu upp til sín með nokkurri virðingu. Þrátt fyrir að Naddur sé stór upp á sig og sérlundað- ur hefur þjálfunin heppnast vel eins og frammistaða hans á hundasýningum vitnar um en Naddur er tvöfaldur stórmeistari. Þess- ar sýningar eru haldnar á vegum Hundarækt- arfélags Islands og eru erlendir dómarar kvaddir til að meta árangur ræktunarstarfs- ins. Að mörgu þarf að hyggja þegar hundar eru dæmdir. Bygging og beinalag ásamt tönn- um er skoðað í krók og kring. Einnig skipta hreyfingar og feldur miklu máli. En það eru ekki einungis útlitseinkenni sem gera lumd að góðtim kynbótalnmdi. Skaplyndi og sam- band hans við eigandann er mikilvægur þáttur í ræktuninni og prófsteinn á góðan liund. Július lét af því að auðvelt hefði reynst að venja Nadd. Aðalatriöið væri að beita ströng- um aga, vera samkvæmur sjálfum sér. og sanngjarn. Naddur getur þó tæplega talist dæmigerður heimilishundur þvi að eðlisfari er hann veiðilnmdur og krefst umhirðu og mikillar hreyllngar í samræmi við það. 58 VIKAN 29. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.