Vikan


Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 60

Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 60
UNAÐSREITUR A HJARA VERALDAR Viðtal við Evu Sigurbjörnsdöttur, eiganda Hótel Djúpuvíkur Systkinin Héðinn, sjö ára, og Kristjana, fimm ára, eru yngstu ibúarnir á Djúpuvík. í hugum margra er Djúpavík á Ströndum lijúpuð ævintýraljóma. Þoipið byggðist upp vegna síldaræv- intýrisins mikla. Miklir athafnamenn byggðu þar síldarverksmiðju að suð- uramerískri fyrinnynd. Verksmiðjan var öll ntjög vönduð og ekkert tii sparað að hafa allt sem best úr garði gert. Hún tók til starfa árið 1935. Þegar menn hófu vinnu í síldarverk- smiðjunni á Djúpuvik var aðeins eitt hús á staðnum. Var þá brugðið á það ráð að sigla skipi á staðinn og notti það sem íbúðarhúsnæði. Skipið hét Suðurland og eru leifar þess enn í fjörunni. En verksmiðjan stendur enn - ónotuð. Mörg íbúðarhúsanna, sem siðar voru byggð í kringum verk- smiðjuna, fóru í eyði þegar síldin hvarf. Sum eru nú í niðumíðslu en öðrum er vel við haldið. Það er því ekki hægt að segja að Djúpavík sé draugaþorp en óneitanlega er slutt í dularfullar og ævintýralegar vanga- veltur hjá þeim sem heimsækja þetta hálfyfirgefna þoip á Ströndum í fyrsta sinn. En þama úti á hjara ver- aldar, eins og einhver komst að orði, er starfrækt yndislegt, lítið hótel. I lótel Djúpavík er einstaklega vist- legt. Gömlum munum, sem fundist hafa í plássinu, er blandað saman við létt og nýtískuleg húsgögn. Og ekki spilla náttúrufegurðin eða gest- gjafamir sem vilja allt fyrir gesti sína gera. Hér á eftir segir hótelstýran frá hvernig er að flytja norður á Strand- ir úr hraðanum og stressinu fyrir sunnan og hvernig í ósköpunum þeim hjónunum datt i hug að stofna hótel á slíkum stað. Vorið 1984 héldu ung hjón, Eva Sigurbjörnsdóttir og Asbjörn Þor- kelsson, lil Djúpuvíkur i þeim tilgangi að llikka ofurlítið upp á síldarverk- smiðjuna á staðnum. Þau hölðu þá nokkru áður keypt verksntiðjuna og var ætlunin ;ið koma á fót fiskeldis- stöð í henni. Um sumarið unnu þau að því að gera verksmiðjuhúsið þannig úr garði að það héldi veðri og vindum. Tóku þau þá eftir því að mikill ferðamannastraumur var um svæðið en aftur á móti engin aðstaða til nokkurra hluta. „Maður sá fólk hlaupa hér upp hlíðamar, flóttalegt til augnanna, bak við næsta stein eða í næstu gjótu," segir Eva hlæjandi og heldur svo áfram: „Það var einhvem daginn að við vomm uppi á þaki á verksmiðjunni og þá sagði Ásbjöm að við ættum nú bara að kaupa kvennaskálann og stofna hótel. Við höfðum nefnilega orðið tilfinnanlega vör við aðstöðuskort- inn. En hugmyndin var alfarið hans. I rauninni leist nrér ekkert á þetta í upphafi. En það hefur nú sýnt sig að hugmyndin var stórsnjöll, það er langt síðan ég sannfærðist um það. Það var mikil vinna að gera hótel- ið upp en það var gert á mettíma. Húsið var nefnilega í algerri niður- níðslu. Við hófum verkið í janúar 1984 og hótelið var opnað i byijun júlí. En kostnaðurinn var gífurlegur, ntiklu meiri en við bjuggumst við. Samt höfðum við ráðfært okkur við fjármálaspekúlanta fyrir sunnan. Svo reyndist erfiðara að fá lán en við héldum sennilega vegna þess að mönnum hefur ekki þótt hugmyndin mjög traustvekjandi." Eva segir að enn séu ekki margir sem viti af hótelinu. En þó segist hún finna mun frá því sem fyrst var. Ferðamenn, sem leggja leið sína um Strandirnar, og þá um leið hótelgest- irnir, verða sífellt fleiri. Einnig segir hún að ferðamannatíminn hafi lengst mikið. í sumar tók fólk að fiykkjast á hótelið strax í byrjun júní en fyrri sumrin tvö komu fyrstu gcstirnir ekki fyrren í byrjun júlí. Útlendingar, sem heimsækja Djúpuvík, eru ekki marg- ir cn Eva scgir að þeir scm hali komið Viðtal: Jóna Björk Guðnadóttir Myndir: Jóna Björk Guðnadóttir. Kristin Guðnadóttir o.fl. 60 VIK A N 29. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.