Vikan


Vikan - 14.01.1988, Page 3

Vikan - 14.01.1988, Page 3
VIKAN 14. JANUAR 1987 ÓKEYPIS TIL LÚX í boði Vikunnar, Flugleiða og Hotel Pullman - Lúxusferð fyrir tvo gœti komið f þinn hlut Itilefni þess að Vikan er nú að hefja með þessu tölublaði út- gáfu fimmtugasta árgangs- ins hefur verið ákveðið að byrja að útdeila gjöfum - þó það sé nú raunar ekki hlut- verk afmælisbarnsins. Eitt af mörgum uppátækjum Vik- unnar á þessu ári verður m.a. það að draga öðru hverju út nafn áskrifanda og fá hann til að gegna hlutverki blaðamanns eina helgi. Verkefnið sem honum verður falið er að gera úttekt á því sem gott hótel og góðir veitinga- staðir hér eða erlendis hafa upp á að bjóða. Honum til aðstoðar verður vanur blaðamaður og Ijós- myndari svo viðkomandi þarf ekki að óttast að eitthvað fari úr- skeiðis. Sá fyrsti til Lúx Strax í lok þessa mánaðar verður nafn þess fyrsta dregið út og ef þu ert orðinn áskrifandi fyrir 25. janúar gæti lúxusferð fyrir tvo komið í þinn hlut. Fyrsta áskrifandann munum við senda með Flugleiðum til Lúx- emborgar þar sem gist verður á Hotel Pullman, sem áður hét Holi- day Inn og hefur hýst margan (s- lendinginn. Hotel Pullman er afar vandað eins og frægt er orðið. Hér er um að ræða helgarferð og gist í tvær nætur. Undir leið- sögn verður farið í stuttar skoð- unarferðir og snætt verður á vönduðustu veitingastöðum. Og eins og fyrr segir verða blaða- maður og Ijósmyndari Vikunnar með í ferðinni til að aðstoða boðsgestinn við umfjöllunina, sem síðar verður birt í blaðinu. Ef þú ert ekki þegar orðinn áskrifandi ættir þú að hringja strax í dag í áskriftasíma Vikunn- ar, 83122. Ef þú ert orðinn áskrif- andi fyrir mánudagskvöldið 25. janúar verður nafnið þitt með í út- drættinum. Athygli skal vakin á því, að þú getur greitt áskriftargjaldið með hvort heldur sem er Eurocard eða Visa. VIKAN 50ÁRA ÁÞESSU ÁRI Hér fyrir ofan gefur að líta forsíðu fyrsta tölublaðs Vikunnar. Hún kom út 4. nóvember 1938 og hefur blaðið komið út óslitið síðan og ekkert heimilisblað notið annarra eins vinsælda í þá hálfu öld sem blaðið hefur komið út. Svo sem kunnugt er urðu eigendaskipti á Vikunni á síðasta ári og er blaðið nú gefið út af Sam-útgáfunni. Við eigendaskiptin voru gerðar nokkrar breytingar á Vikunni og margt spennandi er á döfinni sem á eftir að koma í Ijós smátt og smátt á þessu afmælisári. Ballið er rétt að byrja! Það er vert að fylgjast með Vikunni. Hún kemur stöðugt á óvart. Margverðlauiiað starfslið Hotel Pullman mun tryggja það að boðsgestum Vikunnar muni líða eins og kóngafólki á hótelinu - eins og raunar öllum öðrum gestum hótelsins líður jafnan. ÚTGEFANDI: SAM-Útgáfan, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Sími 83122. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Auglýsingastjóri: Hrafnkell Sigtryggsson Ritstjórar og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Magnús Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúi: Bryndís Kristjánsdóttir Menning: Gunnar Gunnarsson Blaðamenn: Adolf Erlingsson Gunnlaugur Rögnváldsson Friðrik Indriðason Ljósmyndarar: Páll Kjartansson Magnús Hjörleifsson Útlitsteikning: Sævar Guðbjörnsson Setning og umbrot: SAM-setning Pála Klein Sigríður Friðjónsdóttir Árni Pétursson Litgreiningar: Korpus hf. Filmusk., prentun, bókband: Hilmir hf. Dreifing og áskrift: Sími83122 VIKAN kemur út á fimmtudögum. Verð í lausasölu 170 kr. Áskriftarverð: 550 kr. á mánuði, 1650 kr. fyrir 13 tölublöð árs- fjórðungslega eða 3300 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru í nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykja- vík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. ATHUGIÐ: Ákjósanlegasta greiðslufyr- irkomulagið er notkun EURO eða VISA. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.