Vikan


Vikan - 14.01.1988, Side 9

Vikan - 14.01.1988, Side 9
Greenpeace samtökunum hefur tekist að skapa sér mikinn pólitískan stuðning í Bandarikjunum í baráttunni gegn hvalveiðiþjóðum. Bandarisk stjómvöld gengu svo langt að hóta efnahagsþving- unum gegn Norðmönnum og íslendingum, ef þessar þjóðir létu ekki af hvalveiðum með öllu. Myndin sýnir norska sjómenn hefta siglingu stærsta flugmóðurskips heims, hins bandaríska „Nimitz“ um Vestíjorden í Noregi, síðastliðið sumar. Sjómennimir vildu mótmæla hótunum og af- skiptum Bandaríkjamanna af hrefnuveiðum Norðmanna. telja fólki trú um að það geti ætt- leitt hval sé misnotkun á hug- myndum alþjóðlegra hjálpar- stofnana, sem leggja það fyrir sig að hjálpa nauðstöddu fólki í þriðja heiminum. “This is a free country” (Þetta er ffjálst land), sagði hann og gaf í skyn að eng- um kæmi það við hvað samtökin gerðu við það fé sem þeim safn- ast á þennan hátt. Hann taldi af og ífá að samtökin myndu nota þá til styrktar bágstöddu fólki í Bandaríkjunum eða annars staðar. „Það geta aðrir gert, við erum fjárhaldsmenn hvalanna," Whale Adoption List. To adopc, fint examine (he lisl below and leleci ehe Humpback whale thar moat appeals to you. I( could be a name such as CHURCHILl or OTHELLO that interests you or perhaps youll relate to a particular whale's penonality. SICKLE, for example, is a lorter. ISTAR is an exemplary mothet PATCHES is an irrepressible show-off. Whaiever your preference, we have a whale Reouestfo _____________________ back tous, with your cheque, in the reply envelope. Well mail you vour official Whale Adoption Certificate and a photograph of your whale - and keeo you posted on iu acrivitiei and whereabouts in future issues of V'haUwuch - the Whale Adopt lon Projecu quarterly newsletter. sagði hann. „Ég fékk þessa hug- vel ef það getur gefið peninga til mynd fyrir tveimur árum og hún góðs málefnis," segir Daniel hefur gefist mjög vel. Fólki líður Morast. Hvalveiðiráðstefnan: Grænland ekki með Grænlendingar óska þess ekki að vera taldir með svo- kölluðum iðnaðarhvalveiði- þjóðum og hafa því ákveðið að taka ekki þátt í ráðstefhu hvalveiðiþjóða sem haldin verður i Reykjavík dagana 21. og 22. janúar. íslenska sjávarútvegsráðu- neytinu barst skeyti um þetta ffá heimastjórninni grænlensku í upphafi ársins. Samtímis þessu barst skeyti frá dönskum stjórn- völdum um að þau myndu held- ur ekki taka þátt í ráðstefnunni. „Fyrst heimastjórnin óskar þess ekki að vera með sjáum við heldur enga ástæðu til að gera slíkt," segir Hcndrik Fischer hjá Grænlandsmálaráðuneytinu í Kaupmannahöffi í samtali við Vikuna. Einar Lembcke, stjórnandi umhverfismálaskrifstofú heima- stjórnarinnar í Nuuk, segir að það kunni að hafa slæm áhrif á stöðu Grænlands innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins ef þeir sendi fulltrúa á ráðstefnuna í Reykja- vík. „Heimastjórninni heftir tekist að ná jákvæðri sérstöðu innan ráðsins hvað varðar rétt lands- manna til hefðbundinna hval- veiða til eigin þarfa. Þessa sér- stöðu vill Grænland ekki missa með því að vinna með hval- veiðiþjóðum á borð við Suður- Kóreu ogjapani," segir Lemcke. Sérstaða Grænlands markast öðru ffemur af því að þeir flytja ekki út hvalaafurðir. Það vakti því mikla reiði meðal Græn- lendinga er Greenpeace sam- tökin ásökuðu þá um að hafa selt eitt tonn af hvalkjöti til Jap- ans og þar með brotið þær regl- ur sem þeir hefðu sjálfir sett sér. Við rannsókn málsins kom í ljós að hér var um að ræða upp- stoppað náhveli sem fiira átti á sýningu í Japan en japönsk toll- yfirvöld höfðu skráð sending- una sem hvalkjöt. Greenpeace varð að athlægi og dró ásökun sína til baka. - NG/LR VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.