Vikan


Vikan - 14.01.1988, Síða 15

Vikan - 14.01.1988, Síða 15
Leikstjórinn lœtur ekkert, hvorki smátt né stórt, framhjá sér fara. gömlu kærustuna úr því hann var komin með nýja? ,Já, ætli það ekki bara. Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta leikrit um Appolóníumálið verður. Ég hef ekki skipulagt væntanlega vinnu sérstaklega — ekki nema að því leyti að ég ætla að kanna hvað er til af gögnum um þetta fólk í dönskum söfnum. Ég reikna reyndar með að verða lengi að skrifa þetta leikrit. Ég er lengi að skrifa. Þannig vil ég líka hafa það - vera lengi. Ef maður rýkur af stað kemur ekkert út úr því nema eitthvað hálfkarað sem verður svo að skrifa að hálfú leyti á sviðinu. Dansahöfundur og leik- stjóri þurfa að fínstilla og samhœfa strengi sína - í heilli leiksýningu er svo óendanlega margt sem verður að ganga upp. Það tekur mig svo ofboðslega, rosalega, óskaplega langan tíma að skrifa - en það gerir ekkert til.“ í „Smásjánni" þinni sem gekk svo vel í Þjóðleikhúsinu í fyrra varstu að fjalla um hálfgert yfirstéttarfólk, lækna sem gleymdu sér í starfsframanum? ,Já. Ég var nú kannski fyrst og fremst að fjalla um karlmenn. Karlmenn eiga svo langt í land. Tilfmningalíf þeirra er óskaplega flókið.“ — Fleiri leikrit áætluð? „Nei, ekki í bili. En ég á nóg af hugmyndum. Þetta tekur allt svo langan tíma að ég get ekki gert svo nákvæmar áætlanir um ffamtíðina." Flökkulíf Eiginmaður Þórunnar er Stefán Baldursson leikstjóri. Stefán var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur þar til í haust sem leið að Hallmar Sigurðsson tók við. Síðan hefur Stefán verið í Árósum þar sem hann er að leikstýra nýju, ensku verki fyrir leikhús þar í borg. Leikstjórar á íslandi eru yflrleitt ekki fastráðnir við neina stofnun. Þeir færa sig um set milli leikhúsa og jafhvel landa eftir þeim verkefnum sem þeir taka að sér. Þórunn sagði að trúlega yrðu næstu ár þeirra spennandi. „Ætli þetta verði ekki flökkulíf. Það eru ýmis verkefbi í sjóndeildarhringnum hvað Stefán snertir — og ég verð á Spáni næsta sumar.“ Hið íslenska Klondæk „Síldin kemur“, söngleikur þeirra Steinsdætra og Valgeirs Guðjónssonar, fjallar um merkilegt tímabil í íslandssög- unni þegar sá merkilegi fiskur, sem sumir vilja ekki telja fisk, stjórnaði lífi fjölmargra fslendinga sem eltu hana hringinn í kringum landið og verkuðu oní tunnu. Þórunn þekkir greinilega sitt fólk, bæði leikarana í Leik- félagsskemmunni og svo persónumar sem verið er að túlka. Blaðamaður gægðist inn á æfingu daginn fyrir Þorláks- messu og fannst hann þekkja þær aftur, síldarstúlkurnar austan af Fjörðum, sem söltuðu á meðan þær gátu staðið við tunnurnar og drifu sig svo á ball um leið og landlega varð sökum brælu. „Fólkið sem kemur í Skemmuna á að geta fundið lyktina af síldinni," sagði Þórunn og brosti kankvís — „og bragðið af sénivernum sem stöku maðuur steypti í sig.“ Og trúlega fer það eftir: Þórunn hefur ekki kallað neina aukvisa til samstarfs: „Kjartan Ragnarsson og Soffia Jak- obsdóttir em bekkjarsystkini mín úr leiklistarskólanum. Og Jón Sigurbjörnsson kennari minn. Mér líður vel innan um þetta fólk." Og svo eru þarna ýmsir fleiri meistarar sviðsins, svo sem Hanna María Karlsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jón Hjartarson og Guðrún Ásmundsdóttir, Valdimar Flygenring, Karl Ágúst Úlfsson og Þór Tulinius, Karl Guðmundsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Og reyndar margir fleiri. Þórunn hefúr veirð á kafi í síld - en ætlar að fara að glíma við draug aftan úr átjándu öld. Við óskum henni velfarnaðar - og sendum hana með góðar óskir inn í flökkulíf næstu ára. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.