Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 32

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 32
Alfir brosa t« ef*Jj esssfflffljf’ á stevP'rinn- Tómas hafði horít á baksvipinn í næstum kortér og dáðst að freknóttum öxlunum og þverklipptu ljósa hárinu. „Föstudagar eru verstir," sagði hann, til að hefja samræður. „Þessar löngu raðir." Hún sneri sér við og Tómas sá að sú sem hann var að dáðst að með framstæðan maga; hún var ófrísk. „Einmitt," sagði hún og með brosi konu sem er hamingjusamlega gift. „Hvers vegna erum við ekki í vinnunni, þar sem við ætt- um að vera?“ „Skírteinið rnitt rennur út í dag,“ sagði hann. „Kannski allir hinir hafi líka beðið fram á síðasta dag.“ Hún setti fingur á varirnar og hallaði sér nær. „Mitt rann út í gær.“ Tómas dáðist enn meira að framsvipnum. Stuttklippta, ljósa hárinu var skipt í rniðju og haft á bakvið eyrun. Agnarlítil perla sat nákvæmlega á miðjum hvorum eyrnasnepli; augun voru ryðbrún. Hún hallaði sér til hliðar til að geta lesið eyðublaðið hans. „Tómas Magni Magnússon," las hún upphátt. „Hann gerði það sama.“ Hanna A. Valtýs- dóttir. Hanna. Þetta nafn heyrist ekki oft.“ „Ég hataði það fyrstu tuttugu og flmm árin.“ Tóntas leit aftur á pappírana hennar. „Og síðustu sex?“ Hún brosti. „Aha — reiknishaus. Núna lík- ar mér vel við það. Það er í tísku og fólk er meira að segja farið að skíra börnin sín Hanna.“ Bcst að segja eitthvað núna, hugsaði hann. Röðin færðist fram um einn. „Er þetta þitt fyrsta?" Smásaga eftir Elinor Lipman Þýöing: Bryndís Kristjánsdóttir Hún snerti rnagann á sér og lét höndina hvíla þar. „Alveg örugglega." „En spennandi." ,Átt þú börn?“ Spurði Hanna. „Ókvæntur." Svaraði Tómas. Hún hallaði sér örlítið í áttina til hans, þannig að þau stóðu hlið við hlið og axlir þeirra snertust. „Ekki ég heldur,“ sagði hún glaðlega. Þau báru sanian myndirnar á nýju öku- skírteinunum sínum. „Myndarlegur," var álit hennar á hans. „Nær þér ekki alveg," sagði Tórnas um hennar. Hann lagði lieimilisfangið hennar á minnið áður en hann rétti henni skírteinið til baka. ,Jæja,“ sagði hann. „Ég óska þér alls hins besta með barnið." Hver ætli pabbinn sé? hugsaði hann með sér. „Þakka þér kærlega fyrir," sagði Hanna. Dálítið treglega fannst honum. „Væri í lagi ef ég hringdi til þín einhvern tíma — til að sjá hvernig gengur hjá þér?“ „Mikið ertu indæll,“ sagði Hanna. Síðan: „Það er ekki nauðsynlegt." Þau búa saman og hafa enga trú á hjóna- bandi. „Allt í lagi,“ sagði hann og tók skír- teinið sitt af henni og setti það í veskið. Hún muldraði bless og fór. Þetta liefði hvort sem er aldrei gengið, hugsaði Tómas með sér þegar hann horfði á eftir hinni hávöxnu, ljóshærðu Hönnu — grannri aftur, aftanfrá séð — þar sem hún smeygði sér á milli fólksins á leiðinni út. Hún er geðug manneskja; ein af þessum fal- legu konuni sem verður sérlega eftirsókndr- verð vegna þess að hana er ekki hægt að fá. Þegar hún hringdi í Tórnas um kvöldið, þá var hann þegar búinn að finna nafhið hennar í símaskránni. Skrifað hjá sér sem þar stóð og sett miðann í veskið sitt. Hlut- irnir breytast. Eftir örfá ár væri hún óbundin og hann gæti verið einn af þessum ógiftu mönnurn á stefnumóti með ógiftri móður. Hann þekkti rödd hennar. „Tónias Magni?“ spurði hún. „Þetta er hann.“ „Hanna Valtýsdóttir. Þessi með ökuskír- teinið." Hann teygði á snúrunni og slökkti á sjón- varpinu. Gerðu þér engar vonir. Símtal get- ur þýtt hvað sem er. „Hæ,“ tókst honum að segja. „Er ég að trufla þig við eitthvað?" „Nei. Ég var bara að lesa. Hvað var það?“ Hvað var það? Jeesús. „Ég er hrædd urn að ég hafl verið ókurteis við þig í dag,“ sagði Hanna. „Varstu það?“ „Mér flnnst ég hafa verið það. Það var fal- legt af þér að segja að þig langaði að hringja til mín einhvern tíma. Og þú hefur líklega tekið þvi þannig að þessi neitun mín hafi þýtt... nei. „Það passar,“ sagði Tómas. .Ástæðan fýrir því að ég fór í svona mikl- um flýti er sú að síðan ég varð ófrísk — eða kannski frekar síðan fór að sjá á mér — þá hefur enginn sagt við mig neitt í líkingu við „Má ég hringja til þín?““ Nema ég hugsaði Tómas. „Svo ég varð óstyrk þegar þú virtist...“ „Hafa áhuga?“ „Hafa áhuga." „Ég skil, sagði Tómas. Þá er að demba sér í þetta. Eruð þið saman þú og pabbinn?" „Nú er ég búin að koma þér í klemmu, sagði Hanna. Gerðu það fyrir mig að finnast ekki sem þú haflr einhverjar skyldur gagn- vart mér.“ „Ég geri það ekki.“ „Leyfðu mér bara að útskýra hvers vegna ég hringdi, hélt hún áfram. „Þú varst sérlega indæll í morgun, en ég veit ekki lengur hvernig ég á að haga mér. Ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu. Eftir á leið mér illa.“ „Þú ert þá ekki með neinum?" „Nei.“ „Má ég bjóða þér út í mat á föstudags- kvöldið?" „Út?“ „Eða hvert sem þú vilt.“ „Þá verð ég að vara þig við. Fólk er alltaf að brosa til mín og það mun brosa til þín líka ef þú ert með mér.“ „í fínu lagi mín vegna. Viltu kínverskan mat?“ „Hljómar vel.“ Er ég orðinn vitlaus? hugsaði Tómas með sér. Ætti ég ekki að enda þetta, áður en það er í rauninni byrjað? Hann tengdi röddina við háu, beinvöxnu manneskjuna sem stað- ið hafði í röðinni fyrir framan hann. Kanel- brúnu augun. Eftir örfáa mánuði væri hún aftur orðin eins og draumadísin hans. „Hvar býrðu?“ spurði hann. Endurtók heimilisfangið um leið og hún sagði honum það og áður en hann kvaddi þá spurði hann hvenær hún ætti von á sér. „Eftir tvær vikur. F.n fyrsta barn lætur oft bíða eftir sér.“ „Ég hef heyrt það,“ sagði Tómas. „Ég skil það alveg ef þú skiptir um skoðun," sagði Hanna hressilega. „Hvernig hentar klukkan sjö?“ „Fínt.“ „Sé þig þá.“ „Við verðuni tilbúin," sagði Hanna léttum rómi. Á auglýsingastofunni sagði Tómas Garð- ari vini sínum, sem vann á næsta teikni- borði, frá málavöxtum. „Setjum svo að mað- ur hitti konu sem honum líst sérlega vel 32 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.