Vikan


Vikan - 15.12.1988, Page 22

Vikan - 15.12.1988, Page 22
VIKAN/FRAMANDI Forrcttif HRÁTT HANGIKJÖT FYRIR 4 400 g hrátt innralæri 1 Cantaloupe melóna eða cavaillion 2,5 dl Sautem hvítvín 4 fersk jarðarber 3 matarlímsblöð eða 12 g Aspic (sjá uppl. á pakka um notkun). steinselja og jarðarber Hangikjötið er skorið í mjög þunnar sneið- ar, sem gengur best ef það er hálfírosið. Melónan er skorin í báta og raðað upp á fat eða disk og hangikjötið þar ofan á. Hlaupið sett í miðjuna og skreytt með steinselju og jarðarberjum. Best er að gera hlaupið daginn áður: Matarlímið er látið liggja í köldu vatni í ca. 10 mín. og síðan hrært vel saman við volgt vínið. Geymt yfír nótt eða í 3—4 tíma. Dag- inn sem á að nota það er það saxað eða sett í blandara með smávegis víni í ca. 5 sekúndur. Framreitt vel kalt. Gott er að drekka þurrt hvítvín með. HUMARSALAT FYRIR 4 12—16 humarhalar í skel 1 msk saxaður laukur 1 msk söxuð steinselja salt og pipar Vi dl hvítvín Sósan: Vi dl humarsósa úr dós 1 msk sýrður rjómi soðið af humrinum 3 msk tómatsósa 1-2 tsk koníak eða brandy Grænmeti: Iceberg Lollo Rosso Frisée salat Steinselja Litill pottur eða panna er smurð með smjöri og söxuðum lauk og steinselju stráð í botninn. Humarinn hreinsaður og tekinn úr skel fyrir utan 4 sem notaðir eru í skraut. Raðað í pottinn og hvítvíninu hellt yfír og sett yfir hita. Þegar suðan kemur upp er lok sett á og humarinn lát- inn standa í soðinu í 3 mín. í sósuna er öllu blandað saman og hrært saman við gróft rifið kálið og humarinn, sem hefur verið skorinn í litla bita. Sett í skálar eða eina stóra skál og skreytt með heilu humrunum og sítrónu. Framreitt með grófu ristuðu brauði. Vín: Þurrt hvítvín. Skraut þarf ekkl að vera mikið til að borðið verði jólalegt, eins og sést hér á borðinu sem Baldur Sæmundsson þjónn dekkaði. Borðið er reyndar í matsalnum á Holiday Inn, en diskar og glös eru frá Veiti sf og undirdiskar frá Tékkkristal. Blómaskreytingin er frá Stefansblómum, en jólalöberinn frá Erlu á Snorrabraut- inni. En það eru fagurlega brotnar rauð- ar servéttur sem gefa borðinu mestan jólasvip. Þetta servéttubrot heitir því við- eigandi nafrii stjama. T 1. Fyrst er servéttan höfð slétt og síðan hrotin inn að miðju (B) eins og örvamar sýrta. 2. Pví ncest er servéttan brotin til helm- inga þannig að kantamir snúi upp. rt £ \ N ' \ / N / V 3 Lengjan brotin í harmóníku eins og myndin sýnir. Innra borð ser- , véttunnar er dregið niður þannig ' að rétt hom myndist. Nota þarf stórar servéttur. 4 4. Hér sést ofan á servéttuna þegar þriðja stigi er lokið. 5. Servéttan toguð í sundur. Haldið við hana að neðan og hún lögð á diskinn. 22 VIKAN 27.TBL. 1988

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.