Vikan


Vikan - 15.12.1988, Page 24

Vikan - 15.12.1988, Page 24
VIKAN/FRAMANDI SKYRTERTA FYRIR 6 — 8 TERTUBOTN: 1) 5 eggjarauður 100 g sykur 1 egg 3—4 dropar vanilla 2) 5 eggjahvítur 25 g sykur 3) 125 g hveiti Það sem tilheyrir hlutum nr 1 og 2 er þeytt í sitthvoru lagi. Eggin þeytt vel sam- an áður en sykri er hellt saman við. Þeytt uns hvort tveggja er orðið vel stíft þá er þessu blandað saman og hrært varlega í með sleif. Hveitið sigtað og bætt út í smátt og smátt. Sprautað á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Á sprautupokann er sett túða með um 1 Vz cm opi og sprautaðir um 30 litlir fingur, á lengd heldur styttri en barmarnir á forminu. Einnig sprautaður kringlóttur botn, sem passar á botninn á forminu. Bakað við 200°C í 6 mín. Sett strax á kökugrind þegar tekið er úr ofninum. SKYR,,MOU SSE“: 500 gr rjómaskyr 1 dl rjómi hálf þeyttur 1 dl rjómi 100 gr sykur má vera meira eða minna börkur af 1 sítrónu, saxaður og safinn kreistur úr 6 bl matarlím lögð í kalt vatn í 10 mín leyst upp í volgum sítrónusafanum. 200 gr frosin hindber 2 dl ávaxtahlaup Hafi menn borðað yfir sig af forréttinum og aðalréttinum, þá er bara að bíða dálitla stund og láta sjatna í sér til að hafa lyst á ábætisrétti: Aftast hvílir heimalagaður núggatís með Tobleronesúkkulaði á plötu úr möndlunúggati. Fremst, t.h., er hind- berjaskyrterta, þá karamellubakaður ábætir og síðan ananas Charlotte. Skyrið tekið út úr kæli 5 tímum áður en á að nota það. Skyr, 1 dl rjómi, sykur og börkur er þeytt saman í hrærivél í ca. 4 mín. Á meðan er matarlímið leyst upp og rjóminn þeyttur. „Spring" form er klætt með filmu og fingrunum raðað meðfram köntunum, dyfið ofan í skyrið til að festa saman, botn- inn síðan settur í. Rjómanum blandað varlega saman við skyrið og síðan er matarlíminu hrært út í með sleif, ath. matarlímið má ekki vera of heitt (um 39°C). Blöndunni hellt í mótið og sett í kæli, geymt yfir nótt. Næsta dag er hindberjunum raðað ofan á og volgu hlaupinu hellt yfir. Geymt í kæli í um 3-4 tíma. Tertan er tekin úr forminu og sett á disk. Gott er að bera fram hindberjalíkjör með þessari tertu. KARAMELLUBAKSTUR FYRIR 15 1 1 mjólk 10 egg 250 gr sykur 3 appelsínur 200 gr sykur 1 dl vatn Mjólkin er soðin með rilhum berki af 2 appelsínum. Eggjum og sykri er slegið saman og mjólkinni hellt saman við, hrært vel og látið standa. Safinn úr appelsínun- um settur í lítil ofhföst form (um 15 stk.) sem taka um 1 dl (t.d. souffle-form úr gleri eða áli, einnig má nota litla bolla sem mega fara í ofn). 200 gr af sykri og 1 dl af vatni er soðið þar til það verður að karamellu og hellt í form. Mjólkurblöndunni hellt í. Álpapptr settur yfir hvert form og þau bökuð í vatnsbaði við 150°C í 40 mín. Látið kólna í bollanum og þá hvolft á disk, en safinn og karamellan mynda sósu. Þetta er nýjasta tölublað Húsa og híbýla. Þú getur ekki án þess verið. Ef þú ert ekki nú þegar áskrifandi er ekki eftir neinu aö bíða. Síminn er 83122. 24 VIKAN 27. TBL 1988

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.