Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 21

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 21
Hættuleg blanda? Ein af þeim rokksveitum sem hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum á undangengnum misserum er Guns and Roses. Þeir gáfu út plötuna Appetite For Destruction fyrir rúmu ári. Eftir að þeir komust inn á topp 10 í vestra hefur Platan verið að skoppa á milli fyrsta og annars sætis á víxl og er eina platan í sögu bandarískra poppsins sem hefur skipt jafh- oft um sæti. Lagið þeirra Sweet Child O’mine hefur verið topp 10 lag vestra í margar vikur og fyrir skemmstu skreið það inn á íslenska listann. Það er í anda Bon Jovi og Whitesnake. Rokk í góðum gæðum eins og einn lýsti því um daginn. En almáttugur, ekki vildi ég mæta þeim í þröngu húsasundi í myrkri. Þeir eru vel hærðir og eins og gengur og gerist með rokkara þá eru þeir leðurklæddir uppúr og niður úr. Þeir vöktu fyrst á sér athygli Evrópubúa á Donnington hátíðinni sem lfam fór í sumar. Á meðan á tónleikum þeirra stóð brutust út áflog sem enduðu með að tveir hátíðargestir lágu í valnum og sjötíu slösuðust. Þeir eru þó ekki sagði hafa átt neinn þátt í að æsa áhorfendur upp. Þetta er hljómsveit sem á eftir að setja mark sitt á rokkið á næstu vikum. □ MÚNCHENER FREIHEIT Þýsk nákvæmni og þolinmædi eir hafa beðið í mörg ár eftir að ná þeim vinsældum sem nú hafa orð- ið að veruleika. Þær eru ekki 'nargar þýsku hljómsveitirnar sem náð hafa alþjóðlegri hylli. Ég minnist Nenu sem söng 99 Luftballons árið 1983 og ^omst meðal annars í 2. sæti bandaríska listans. Nena vildi ekki syngja lagið á ensku fyrr en það hafði slegið í gegn. Hún sagði: „Ef lagið nær ekki vinsældum með Þýskum texta er það ekki þess virði að eyða tíma í upptöku með enskum texta.“ Stefan Zauner forsprakki Múnchener Freiheit eyddi mörgum árum í að koma sér á framfæri sem upptökustjóri, en í ^ýskalandi leituðu menn að nýjum hljóm- syeitum, en ekki nýjum mönnum til að vinna í hljóðverum. Það lá því beinast við að stofha hljómsveit og fara að semja lög. ^etta var árið 1981 og allan þennan tíma hefur Stefan haldið áfram. Þeir þóttu í upp- þafi hljóma líkt og Bítlarnir og voru kallað- ir Munchen-Bítlarnir. Fyrsta merkið um velgengni þeirra var 1982 þegar Georgio Moroder, banda- rískur upptökustjóri (Donna Summer, Human League og fleiri), bað Stefan um lag sem hafði kmið út á fyrstu plötu Munchener Freiheit. Lagið ætlaði Moroder að nota á plötu sem hann var að vinna að og Joe Esposito átti að syngja það. Síðan tók biðin við á ný og 1984 náðu þeir nokkrum vinsældum með lagið Oh, Baby. Þetta var samt enn bara meðal- mennskan. Stóra tækifærið kom 1986 þeg- ar Ohne Dich náði þriðja sæti þýska listans og náði athygli í þýskumælandi löndum. Nú breytti hljómsveitin nafhinu í Frei- heit fyrir alþjóðamarkað og hefur sent frá sér tvær smáskífur. Önnur þeirra hefur náð vinsældum hér á landi og heitir Keepin the Dream Alive. Lagið er ótrúlega líkt mörgum lögum McCartneys og er strengjaútsetningin fagmannleg. Þýsk þrautseigja og nákvæmni eru ein- kunnarorð Stefan Zauner. 6. TBL 1989 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.