Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 49

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 49
endilega bæta yður þetta. Ég vil giftast yður. — Ó-ó! Dyrnar að áhyggjulausu og þægilegu lífi stóðu upp á gátt. Það var auð- vitað engin sundlaug sem beið hennar, en ef til vill hús með átta herbergjum og tveim þjónustustúlkum, gamaldags þjón- ustuöndum. — Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja, herra Grantham. Ég vona að þér fyrirgefið mér hvað ég var reið í morgun, en mér datt ekki í hug að þér hefðuð hjónaband í huga. En þér eruð alls ekki neyddur til að giftast mér vegna þess sem skeði í nótt. — Ég bíð eftir svari yðar, fföken Potter. Viljið þér giftast mér? Hann er snælduvitlaus, hugsaði hún. En hún varð að gæta sinna hagsmuna og hún var búin að gefa honum tækifæri til að bakka út úr þessu. — Ef þér viljið það í raun og veru, herra Grantham, þá vil ég það líka. Ég skal gera mitt besta til að gera yður hamingjusaman. - Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því, ég tek það á mínar herðar. Það er ég sem eftir bestu getu reyni að gera yður ham- ingjusama. Ef hann var brjálaður, var hann það vissulega á notalegan hátt. Það voru átta herbergi í húsinu í Ben- chester, og það voru líka tvær þjónustu- stúlkur. Það var líka bíll og hún gat tekið út á reikning í öllum búðunum. Hún reyndi samviskusamlega að standa við orð sín, að reyna til að gera hann hamingju- saman. Einstaka sinnum varð hún vör við að það hafði heppnast, en það voru aðeins örstutt augnablik. Henni til mikillar undr- unar var hann stöðugt jafhfeiminn og hlé- drægur gagnvart ástaratlotum hennar. Hvert sinn sem hún sýndi honum blíðu var eins og hann stirðnaði. Hann var því mótfallinn að hún snerti við honum, nema þegar hann „missti glóruna", eins og hann sagði, og það var eingöngu á þeim augna- blikum að hann opnaði aðeins skelina og sýndi að hann var fúllkomlega eðlilegur karlmaður. En burtséð frá þessum leiðindaatvikum var draumurinn eiginlega veruleikanum fremri. Á öllum öðrum sviðum gekk Jer- emy nefnilega upp í því að vera hinn full- komni eiginmaður. Hann var alveg ótrú- lega þolinmóður við hana. Hann var líka hugsunarsamur. Oft kom hann heim með eitthvað sem hann hafði keypt handa henni, eitthvað sem hann vissi að hana langaði til að eignast. Önnur hlið hjónabandsins byrjaði með fyrsta hátíðlega miðdegisverðarboðinu. f Benchester blómstruðu nefnilega ennþá miðstéttar umgengnissiðir og þar var fullt af boðum og bönnum, sem Elsie hafði aldrei heyrt getið um. Þegar gestirnir voru farnir var hún gráti næst. - Ég varð þér til skammar frammi fýrir vinum þínum, Jeremy. Ó, ég er svo hræði- lega leið yfir þessu ... Ef til vill ætlaðist hún til að hann segði 5MÁ5AC5A að þetta væri misskilningur, en þess í stað sagði hann: — Það gerir ekkert til, góða. Þú hefúr ekki, eins og þú segir, orðið mér til skammar, Elsie. Það hélt ég að ég hefði gert þér skiljanlegt, þegar ég bað um hönd þína. - Elsku Jeremy, snökti hún, — þú ert alltof góður við mig. Þetta kvöld lá hún lengi vakandi í rúmi sínu og hugsaði um þetta ástand. Hann var mjög vingjarnlegur við hana. En hvernig hann kom orðum að því var vægast sagt einkennilegt, eins og hann hefði ekki löng- un til að vera vingjarnlegur til hana, en væri neyddur til þess. Mánuðirnir liðu og þeim var oft boðið til miðdegisverðar hjá vinum hans og kunningjum. Vinir hans sýndu henni eng- an persónulegan áhuga. Þeir voru kurteisir við hana, en það var allt og sumt. Ein undantekning var þó fasteignasali, Millard að nafni. Hann hafði unnið sig upp úr fá- tækt og var bæði frekur og ágengur. Hann lagði það í vana sinn að veita Elsie tölu- Maðurinn í þessari sögu var ekki beinlínis stoltur eins og hani yfir litla kjúklingnum sínum. Honum fannst hún ekki hafa stœrri heila en hœna. Hvort það var rétt er álitamól... verða athygli og hún naut þess að sýna honum lítilsvirðingu. Eftir hálft ár voru þau eiginlega aldrei boðin út, og átján mánuðum eftir brúð- kaupið horfðist Elsie í augu við sannleik- ann. — Það er mér að kenna að allir vinir þínir hafa snúið við þér baki! sagði hún. — Eféghefekkiáhyggjurafþví, ættirþú ekki að hafa það heldur, sagði hann af sömu þolinmæði, en brosið var álímt. — Jeremy, vissirðu að þetta færi svona? — Fortíð þín er svo ólík þeirra lífi, að það var varla að búast við því að þú ættir nokkuð sameiginlegt með þessu fólki. Þessi vingjarnlega þolinmæði flæddi yfir hana hálft ár í viðbót, en þá hélt hún þetta ástand ekki út lengur. Hún flúði til London, með fimmtán pund í vasanum og tvær ferðatöskur. Hún flutti inn á hótel og reyndi árang- urslaust að fá gamla starfið aftur. Hún sneri sér til vinnumiðlunarskrifstofú og þar var hún prófúð. En henni var sagt að hún væri komin úr æfingu, hún þyrfti að fara á námskeið til að fúllnema sig aftur, en hún hafði ekki ráð á því. Það liðu nokkrir dagar þangað til hana fór að iðra þess að hafa flúið. Hótelið, sem henni hafði fúndist ágætt áður og fýrr, fannst henni nú bæði óhreint og leiðinlegt. Svefnherbergið var kalt og maturinn fyrir neðan allar hellur. Þessi tvö ár sem hún hafði búið við þægindi og góð- an mat höfðu gert hana vandláta. Hún sat grátandi í herbergi sínu þegar Grantham kom til að sækja hana. — Ég er búinn að panta herbergi á Savoy, sagði hann. - Þar sem við erum hér á annað borð getum við verið hér í nokkra daga og skemmt okkur. Svo förum við heim og töl- um aldrei framar um þessa vitleysu. — Ég ætla bara að pakka niður fötunum mínum, svo kem ég eftir hálftíma. Þú ert afskaplega góður við mig, Jeremy, sagði hún, en í fyrsta sinn meinti hún ekki það sem hún sagði. Óljóst var hún farin að finna að hann var alls ekki góður við hana, ekki í venjulegri merkingu þess orðs. Hún fór með honum til Bonchester og hafði það á tilfinning- unni að hún væri flutt í böndum, en ósjálf- rátt fannst henni að þessi bönd þrengdu meira að Jeremy en henni sjálfri. Hann var samt jafn óendanlega þolinmóður við hana og áður. Svo fór hún að reyna hve langt hún gæti gengið. Hún keypti dýra hluti handa sjálffi sér. Hún fussaði við honum og brátt fór hún að koma Millard til við sig. Hún fór á kaffihús með honum, þegar hún var í bænum að versla, og í hvert sinn sagði hún Jeremy frá því og bætti við að henni þætti Millard mjög aðlaðandi. Það var þó langt ffá því að henni þætti það. Allan sannleikann um hjónaband sitt sá hún eitt sinn í hnotskurn, þegar hún heyrði setningar sem féllu milli tveggja manna á vörusýningu sem hún fór á. Á sýningunni hitti hún Millard, sem kom þangað með kunningja sínum. Millard varð þreyttur á henni þegar hann fann að hann hafði enga von um að fá að hátta hjá henni. Mennirnir heilsuðu henni kurteis- lega um leið og þeir gengu fram hjá einum sýningarpallinum. Rétt á eftir varð hún vör við að hún hafði tapað öðrum hanskanum sínum og sneri við til að ná í hann. Hún var komin rétt að mönnunum þegar hún heyrði Millard segja: — Vesalings gamli Jeremy, hann er ennþá í hrosshársskyrt- unni... Þetta orð, hrosshársskyrta, kom henni til að brjóta heilann. Þegar hún kom heim spurði hún Jeremy hvers konar skyrta það væri. — Hrosshársskyrta? Hún var notuð á miðöldum til sjálfspyndingar. Munkar báru hrosshársskyrtu til að afþlána syndir sínar. Nú til dags er þetta notað sem orðtak, það merkir eitthvað sem er auð- mýkjandi og erfitt og menn leggja á sig til sjálfspyndingar. Allt í einu rann upp nýtt ljós fyrir Elsie. Jeremy var eins konar munkur sjálfur. Hann áleit að það sem fram fór á milli þeirra fýrstu nóttina á hótelinu í London hefði verið dauðasynd. Svo hafði hann reynt að bæta fyrir það, ekki henni heldur sjálf- um sér. Þegar hann giftist henni hafði hann lagt á sjálfan sig eitthvað sem var 6. TBL. 1989 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.