Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 24
BJOR að spila keilu á hverju kvöldi þá heldur hann ávallt ákveðnum dampi á bjórsöl- unni. Algengt er einnig að fólk fái sér að borða í leiðinni. Hjá Piitz veitingamanni er aðeins unnt að fá hinn rómaða Warsteiner bjór sem bruggaður er í Sauerland-héraði. Það er sama hvar borið er niður í Þýskalandi, alls staðar má finna staði þar sem unnt er að spila keilu. Uppfylli þeir ákveðin skilyrði, hvað varðar gæði keilu- brauta og veitinga, þá fá eigendurnir að setja upp ákveðið merki við dyrnar sem á stendur „Bundeskegelbahn" eða „ríkis- keilubrautir" (sbr. Bundesbahn eða ríkis- járnbrautirnar). Mjög algengt er að kunn- ingjar eða vinnufélagar hittist reglulega til þess að spila keilu og fá sér bjór um leið. Gjarnan borgar hver og einn einhverja fjárhæð í hvert skipti, - sem ákvarðast oft af gengi viðkomandi í leiknum. Þessu er saínað í sjóð sem einu sinni á ári er ráðstaf- að á einhvern hátt. Mjög vinsælt er að fyrir sjóðinn fari keilufélagar í stutt ferðalag saman eða haldi sjálfum sér herlega veislu við gott tækifæri. Á vistlegum veitingastað í Hilchenbach hafa nokkrir félagar mælt sér mót þetta kvöld. Ætlun þeirra er að spjalla um fyrir- hugað skíðafæri yfir mat og góðum bjór. Þeir höfðu látið taka ffá fyrir sig sérstakan sal, en þar hefur verið innréttuð vistleg bjórstofa úr gömlu fjósi. Sjá má fóðurgang- inn og kengina sem kýrnar voru bundnar í á básunum. Blýantsstrik á glasaplatta Þessi staður selur aðeins Irle bjór, sem hefúr verið lagaður í nágrenninu síðan árið 1693. Afgreiðslustúlka gengur um á meðal gestanna og tekur niður pantanir. Hún fylgist grannt með því hvar bjórinn stendur í glösunum. í þann mund sem hver og einn er að búa sig undir að teyga síðasta sopann kemur hún aðvífandi og spyr hvort viðkomandi hafi lyst á einu glasi til viðbótar. Er hún hefúr fert viðkomandi bjórinn sinn merkir hún við með striki á glasa- plattann. Þegar gert er upp þarf hún ekki annað en að telja strikin. Sé einnig pantað- ur snafs til dæmis, þá er verð hvers staups merkt sérstaklega á plattann. Venjan er sú að 0,2 lítra bjórglas kosti 1,50 mörk eða um 40 krónur. Snafsinn kostar á hinn bóg- inn einar 67 krónur. Aldrei ber við að gestir reyni að blekkja afgreiðslufólkið með því að stroka út blýantsstrikin á bjór- plattanum eða hreinlega að rífa hann í tætlur og fleygja undir borðið. Skyldu ís- lenskir veitingamenn geta tekið upp þenn- an sið? Slíkt verður reynslan vafalaust að leiða í ljós. Umrætt kvöld er dæmigert fyrir mann- lífið á þýskum bjórkrám á þriðjudags- kvöldi í febrúar. Á þennan hátt gera Þjóð- verjar sér gjarnan dagamun þegar ekki er um neinar sérstakar stórhátíðir eða merkisatburði að ræða. Bjórinn er í Þýska- landi jaftisjálfsagður og vatn eða mjólk. í hverju smáþorpi er ein eða fleiri knæpur og venjan er sú að hver þeirra bjóði aðeins upp á eina ákveðna bjórtegund. Oft eru þessi veitingahús einu samkomustaðirnir í fámenninu. í stærri bæjum og borgum er knæpa í sérhverjum bæjarhluta og á hverju götuhorni í miðbænum. í matvöru- verslunum er bjórnum staflað upp við hliðina á svaladrykkjum af öðru tagi. Oft eru tegundirnar fjölmargar á boðstólum í einni og sömu versluninni. Kaupmaðurinn veit að smekkur viðskiptavinanna er mis- jafn og hann reynir að gera öllum til hæfis. Að lokum skulum við athuga hvernig Þjóðverjar hella í glösin svo að bjórinn verði sem bestur og njóta megi þessara guðaveiga til fullnustu. Sjö mínútna reglan Bjórinn hcfur froðu svo fína að fyrr en á miðnætti kem ég ei heim ... segir í vinsælli vísu sem gjarnan er sungin marg- rödduð þegar Þjóðverjar koma saman og teyga bjórinn. Bjórinn verður nefnilega að freyða á sérstakan hátt, þegar látið er renna í glasið. Ef farið er að samkvæmt gamla lögmálinu, þá veitir mjöðurinn mýkt og fýllingu í munni, auk þess sem bragðgæði eru eins og þau geta best orðið. Ef bjórnum er á hinn bóginn bunað ein- hvern veginn í glasið á sem stystum tíma, þá er hætt við að hann verði bragðlítill og dauður í glasinu eftir örskamma stund. Fyrst lætur hann renna hressilega í glasið ... Það er því til nokkurs unnið, ef rétt er að farið. En hvernig á þá að renna bjór í glas? Það fýrsta sem ber að hafa í huga er, að samkvæmt lögmálinu tekur 7 mínútur að láta renna í glasið. í fýrstu atrennu er látið renna hressilega í það, þar til froðan nem- ur við glasbarm. Þá er beðið á meðan hún sjatnar nokkuð. Því næst er næsta slurk rennt í glasið og passað að bunan lendi alltaf á sama stað í froðunni. Þetta verður til þess að í glasinu myndast froðusveppur, með gíg eða holu eftir bununa í miðjunni. ... eftir stnábið er enn bætt á ... Þetta atriði er mjög mikilvægt, því við hverja bunu streymir bjórinn beint niður í glasbotninn og ólgar þar undir þéttri froð- unni, mjúkur og lifandi. Undir þunnu og rytjulegu froðulagi verður hann aftur á móti fljótt bragðlaus og flatur eins og áður sagði. Þegar glasið er orðið fullt, ber það sumsé þéttan froðusvepp, með gíg í miðj- unni, sem nær þetta 3—4 sentimetra upp fýrir glasbarminn. Bjórinn sjálfúr á að ná upp að mælistrik- inu, sem er rétt neðan við glasrönd. Þá fýrst er allt rétt og mjöðurinn tilbúinn til neyslu. Skál og góða skemmtun! ... þar tíl froðan, „gígurinn" og magnið eru eftir uppskriftinni. 22 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.