Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 58

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 58
5HYRTIMC5 ACO-VÖRURNAR KOMNAR TIL ÍSLANDS: Húð- og hreinsivörur frá lyfiaframleiðanda TEXTI: HELGA MÖLLER LJÓSM.: ÞÓRARINN J. MAGNÚSSON Þeir eru ófáir íslendingamir sem hafa búið I Svíþjóð, bæði við nám og störf. Margir þeirra, og þá kannski sérstak- lega konur, hafa átt það sameiginlegt að undirbúa flutning til baka til ís- lands með því að birgja sig upp af ACO-húð- og hreinsivörum til að njóta þeirra hér heima, því þar til ný- lega hafa þær verið ófáanlegar hér á landi. Núna getur því margur Svíþjóðarfarinn varpað öndinni léttar og hætt að reyna að hlera hvort nokkur þekkir nokkurn sem er á leið til Svíþjóðar og gæti hugsanlega tek- ið með nokkrar krukkur af hinum lang- þráða áburði eða kremi. Af þessu má ráða að vörurnar eru afar vinsælar, svo vinsælar að í Svíþjóð eru þær leiðandi á sínu sviði. Yflr 50% af vörum til húðhirðu sem seld- ar eru í Svíþjóð eru ACO-vörur og veltir fyrirtækið um 28 milljörðum ísl. króna ár- lega, að sögn Lennarts Söderman, sölu- stjóra ACO utan Svíþjóðar. ACO-vörumar em eingöngu seldar í lyfjaverslunum, en ACO er dótturfyrir- tæki hins stóra lyfjafyrirtaekis Kabi. Hollur & góður barnamatur Milupa vítamínbættur barna- matur er ekki aðeins hollur og næringarríkur heldur einn- ig bragðgóður - og umfram allt handhægur og drjúgur. Vörurnar sem hér um ræðir eru eins og áður segir vörur til húðhirðu, svo sem sápa, andlitsvötn, hreinsikrem, ýmiskonar rakakrem, sólverndarvörur, hand- og fót- krem og svitavarnarefhi, ásamt sjampói. ACO-vörur eru seldar víða um heim og eingöngu í apótekum. Reglan hefúr verið sú í öðrum löndum, og þannig vilja for- ráðamenn ACO einnig hafa það hér á landi. „Starfsfólk apóteka hefúr vit á því sem hentar mér innvortis, svo það veit sjálfsagt líka hvað hentar mér að utan,“ sagði einn af viðskiptavinunum, í könnun sem fyrirtækið stóð fyrir um hvar fólk vildi helst kaupa vörur af þessu tagi. Fyrirtækið bregður líka fyrir sig könnunum áður en það setur nýja vöru á markað og eftir að sérþjálfað starfsfólk hefur þrautreynt krem og vökva, heimsækja starfsmenn ACO til- vonandi viðskiptavini og fá álit þeirra á mismunandi útfærslum, áður en endan- leg ákvörðun er tekin um hvernig hin nýja vara skuli vera þegar hún loks er sett í hillur apótekanna. Stefna ACO er að bjóða einungis vöru sem ekki veldur ofhæmi eða ertingu og svo strangar eru kröfurnar sem forsvars- menn fyrirtækisins gera til húð- og hrein- lætisvara sinna, að þær standast sömu kröf- ur og gerðar eru til lyfja. Hæg heimatökin þar, því að ACO er dótturfyrirtæki hins stóra lyfjafyrirtækis Kabi. Allar vörur eru búnar til í merktum tunnum, þannig að ef svo ólíklega vill til að neytandi hefur orðið fyrir ertingu af kremi eða áburði, eða er ekki ánægður, einhverra hluta vegna, er hægt að rekja uppruna þeirra af merkingu á umbúðunum og kanna hvort eitthvað hefur farið úrskeiðis í blönduninni. Um umbúðirnar er það líka að segja að þar er hugsað fyrir mengunarvörnum, því þær leysast upp í köfhunarefni og vatn við bruna. Og nú getum við hér á Fróni athugað hvort við erum sammála frændum okkar í Svíþjóð um gæði ACO-varanna, því eins og starfsmenn fyrirtækisins sem voru hér á ferð fyrir skömmu viðurkenna fúslega: Neytandinn er að síðustu dómarinn um hvort vara er góð eða ekki. Frá ACO-kynningu sem starfsfólki ís- lcnskra lyfjaverslana var nýverið boðið tíl. 56 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.