Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 41

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 41
Fjórtán árum eftir að Morgan Robertson skrifaði bók sína „Þegar Titan fórst“ náði sagan heimsathygli. Þá fórst nefnilega hið risastóra skip Titanic, sem var alveg eins og skipið sem lýst var í bókinni.... síðar vera spámannleg um reynslu fram- tíðar. Hann skrifaði þetta: „Þetta er einmitt það sem gæti gerst og mun gerast, ef slík skip eru látin leggja í haf án nægilega margra björgunarbáta." Nokkrum árum síðar skrifaði Stead grein í tímarit, þar sem hann lýsir sjóslysi, þar sem skip rekst á ísjaka. Þótt kynlegt kunni að þykja, þá dreymdi Stead einnig draum þar sem hann sá sjálfan sig standa á þilfari sökkvandi skipsins Titanic - þar var hann án björgunarbeltis og síðasti björg- unarbáturinn var kominn á sjóinn og hvarf inní nóttina. En Stead vísaði á bug öllum viðvörun- um og teiknum um framtíð sína og fórst með Titanic 1912. Öðru máli var að gegna um einn landa hans J. Connon Middleton. í bréfi sem birt var í tímariti breska sálarrannsóknarfélags- ins í Lundúnum, skýrði Middleton firá .,óþægilegum“ draumi, sem hafði mjög dapurleg og lamandi áhrif á hann. Hann sagðist hafa pantað far með Titanic til þess að fara á ráðstefnu í New York. Tíu dögum áður en skipið átti að fara, dreymdi hann um skip sem flyti á sjónum með kjölinn upp, en farþegar og skipshöfn á sundi í kringum skipið. Enn dreymdi hann sama draum næstu nótt, en í þetta skipti sagði hann konu sinni frá draumnum og sagðist hafa séð þetta eins og hann svifi í loftinu yfir skipsflakinu. Tveim dögum síðar fékk hann skeyti um það að ráðstefnunni væri frestað og var hann þá ekki lengi að af- panta farið. Það reyndist gæfúspor. Colin MacDonald, 34 ára gamall vél- stjóri, hefði einnig getað farist með Titan- ic. Hann hafði hins vegar mjög sterka til- flnningu þess að einhver ógæfa vofði yflr hinu mikla nýja skipi. Þrisvar sinnum neit- aði hann að láta skrá sig sem 2. vélstjóra á Titanic. Árið 1964 yfirheyrði kunnur am- erískur sálkönnuður dóttur MacDonalds. Hún sagði honum, að faðir hennar hefði haft „mjög sterka tilfinningu þess“ að eitthvað myndi henda Titanic, en það hefði komið fýrir áður, að hann hefði séð fram í tímann og framtíðina. Sá 2. vélstjóri sem tók við starfi MacDonalds í hans stað drukknaði. Um það leyti sem þetta hræðilega sjó- slys varð var 20. aldar maðurinn að byrja að efast um þá efnishyggjuheimspeki, sem hafnaði því sem ekki var hægt að útskýra. Þannig var litið á forspá, þ.e. þekkingu á framtíðar atburðum án skilningarvitanna fimm, sem gabb eitt og svik. Það var þann- ig ekki álitið breyta neinu hvort þessi vit- neskja kæmi fram í draumum, lófalestri, stjörnuspeki eða einhverri sérstakri til- finningu — venjulega ógnandi. í bók sinni Nostradamus, vitnaði höf- undurinn, James Laver í firóðleiksmann nokkurn, sem lýsir þessu svona: „Þegar 19. öldinni var að ljúka, þá virðast rökhyggju- menn og efhishyggjumenn hafa verið al- mennt ríkjandi yfir hugsun mannsins. En þegar á menn sækir þungi og tilfinning fýr- ir yfirgnæfandi voða, þá taka menn að efast um rökhyggjuna, og snúa sér gjarnan að gamalli hjátrú, sem þegar allt er skoðað er ekki eins mikil hjátrú og sumt menntað fólk kann að halda.“ Samkvæmt skoðunum þessara lærðu manna, sem öllu réðu um hugsanir fólks í langan aldur, er ekki hægt að sjá ffam í tímann. Öllum hugsandi mönnum er nú orðið ljóst, að þetta er algjör misskilning- ur, því á öllum tímum hefur verið uppi fólk sem búið hefúr yfir þessum fúrðulegu hæfileikum. Þannig eru fornrit okkar fúll af frásögnum af slíku fólki og berdreymi til dæmis þykir ekkert nýnæmi á íslandi, svo eitthvað sé nefnt. En allt snýst þetta um skilninginn á tímanum, sem hefúr ekki reynst vera áframhald eins og filma sem sýnd er. En umræða um tímann er fýllilega efni í ann- að erindi, svo látum þessu lokið að sinni. 6. TBL. 1989 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.