Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 61

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 61
50GU5K0ÐUN Hver einasti stafur í þessari grein er stílfœrð mynd af dýri eða hlut, en það hefur tekið stafrófið nokkur þúsund ór að nó þessari núverandi mynd sinni kom ekki til greina. Af sömu ástæðu voru aðeins færustu sérfræðingar fengnir til að skreyta grafhýsi framliðinna. Verkið krafð- ist langs náms og mikillar kunnáttu, enda telja margir að starfið hafl gengið í erfðir kynslóð fram af kynslóð. Meðan menn stunduðu langt og flókið nám fengust þeir reyndar við myndsköpun af ýmsu tagi. Til eru mjög raunsæjar myndir af fólki, dýrum og áhöldum frá þessum öldum, en þær eru næstum alltaf æfingaverkefhi lærlinga sem jafnhliða raunsæismyndunum fengust við mynsturgerð. Háþróuð mynsfurgerð Mynsturgerð var séregypskt fyrirbæri og úrval mynstra varð svo fjölbreytt með tímanum að fátt er eftir fýrir nútímamenn til að bæta þar við. Tafl og tíglamynstur, bekkir og útflúr af öllum hugsanlegum gerðum voru fundin upp og notuð í tákn- myndir eða sem skraut á gólf, veggi, teppi, fatnað og annað. Margt af þessu hefúr ekki varðveist, s.s. klæði og tágakörfúr með mismunandi mynstrum, en þó er vitað um þetta þar sem gerðar voru myndir af því. Eitt verður líka að taka með í reikning- inn og það er hversu vel egypskir munir og minjar hafa varðveist. Loftslag á þessum slóðum er vel til þess fallið að hlutir geym- ist þar lengi og svo voru pýramídarnir þannig gerðir að hvergi geymdust hlutirn- ir betur en þar. Pýramídarnir voru í rauninni risastór grafhýsi, reistir fyrir 4300 til 4800 árum. eða þar um bil. Þeir voru auðvitað mis- stórir og misjafnlega vandaðir en þeir mikilfenglegustu, s.s. Keops-pýramídinn við Gísa, eru einhver stórkostlegustu mannvirki allra tíma ásamt kínverska múrnum. f fornöld var talað um sjö fúrðu- verk veraldar en pýramídarnir eru þau einu þeirra sem hafa varðveist fram á okk- ar daga. í þessum miklu mannvirkjum hafa varðveist ómetanleg myndverk sem hafa varpað ljósi á líf, trúarbragðaskoðanir og hugarheim Forn-Egypta. Margar af helgi- rúnunum hafa verið ráðnar og við lestur þeirra hefur ýmislegt fróðlegt komið í ljós. Engir kerfiskarlar í dag les fólk á Vesturlöndum stílfærðar myndir af forn-egypsku letri frá vinstri til hægri og gerir sér t.d. enga rellu út af því að stafurinn A var upphaflega greinileg mynd af nautshaus (Alif á forn-egypsku). Seinna varð nautshausinn einfaldaður þannig að útlínur kjálka og horna urðu að tveim línum sem mættust á þröngu horni öðrum megin líkt og V. Útlínur eyrna og höfuðtopps urðu að einu striki sem gekk þvert í gegn um hinar línurnar tvær. Þar með er komin klunnaleg mynd af bók- stafnum A sem liggur á hliðinni. Stórt A var reist við og fékk núverandi útlit en lít- ið a er ennþá á hliðinni og útlínur kjálk- anna eru eins og hálfhringur í laginu. Svip- aða sögu er reyndar að segja um alla staf- ina í stafróflnu okkar (sjá mynd) nema J, V og W sem eru suður- og mið-evrópsk af- brigði af I og U — og Þ og Ð sem eru nor- rænir. Stafurinn B var t.d. upphaflega eins og E á hliðinni með opið niður og táknaði hús (beth á forn-egypsku). Forn-Egyptar lásu líka frá einni hlið til annarrar, en til að byrja með skipti ekki öllu máli hvort lesið var frá vinstri til hægri eða öfúgt. Hitt þótti mikilvægara, að myndirnar sneru í sömu átt og lesið var — t.d. nef á prófílum fólks. Það fór aftur á móti eftir efhinu hvort byrjað var vinstra eða hægra megin. Efnið fór svo eftir upp- byggingu myndarinnar, eins og hún skyldi líta út í endanlegri útfærslu. Þótt hægt væri að teikna nautshaus með tveimur línum og hús með fjórum, var stundum brugðið út af hefðinni og nostrað svolítið - ef það hæfði myndfletinum. Þetta hefúr reyndar gert fornleifafræðingum, sem um leið eru myndgátusérfræðingar á sinn hátt, erfltt fyrir með að ráða í rúnirnar, en Forn- Egyptar voru, þrátt fyrir strangt skipulag í myndmáli og öðru, engir kerflskarlar. Forn-Egypti sem sæi þennan kafla í dag — allar breytingarnar sem gerðar hafa ver- ið á myndmálinu hans — yrði sennilega litlu nær efninu en óbreyttur jarðarbúi sem lenti á stjörnu þar sem lífið og letrið væri margfalt þróaðra en það sem við þekkjum. En þessi pistill er líka skrifaður með mjög svo stílfærðum afbrigðum af myndletri Forn-Egypta. ALEF Cnaut) A. K BEþ (tllis) GIMEL (úlfaldi) *r\ DAtEÞ (dyr) HE (n^^^r) vu (kv ísl) Y IeiqI 1 r rG a YT P A B CG D E FY HEÞ JOD Chönd) <0 KAFF Cs^'P) LAME-Ð (snaeri) MA0IM (vatn) NAHASJ (na ára) H 1 9 C L Aí H 1 J K L M N AUN (auga) PEI (munnur) HöoFF (lykkja) m\, RES, (haus 7^1 j ) SAMEK (eejðimörk) TO (-tákn) X O o;r 8$T? p —w i + YT O P Q 1 R S T VAV (kylfa) % SAMEK (eyíimörk) cm SETA Ctjörn) TT Orð að t líkj ekk orð BEf in fyrir ofan myndletrið eru hebresk ippmna eða fom-egypsk. Sum þeirra ast íslenskum orðum. Það þarf t.d. i mikið hugmyndaflug til að sjá að ið ALEF (naut) líkist orðinu KÁLFUR, (hús) er líkt orðinu BÚÐ o.s.frv. pska myndletrið er um ffrnm þúsund gamalt. Undir því em svo þrjú af- ? YY Egy ára uvw X z gamalt afbrigði frá Sínaí, þá kemur letur Fönikíumanna frá því um 1200 f.Kr. og síðan fom-grískt afbrigði frá 500 f.Kr. eða svo. Neðst á hverri mynd er samsvar- andi nútímaletur til samanburðar. 6. TBL 1989 VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.