Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 44

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 44
KVIKMYMDIR SPENNANDI PÁSKAMYND MEÐ MERYL STREEP Drap módirin eða villihundar bamiðl TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR áskamynd Regnbog- M ans verður myndin „Evil Angels" en sagan kom nýlega út í kilju- formi hjá Prenthúsinu og heit- ir þar Móðir fyrir rétti. Myndin byggir á atburði sem gerðist í Ástralíu vorkvöld eitt árið 1980, en þá hvarf níu Meryl Streep í hlutverki Lindy Chamberlain, konunn- ar sem var sökuð um að hafa myrt litlu dóttur sína. Villihunda, eða dingóa, hafa fæstir Ástralir séð nema í dýragörðum. Samt voru þeir flestir reiðubúnir að trúa því að villihundamir væru ekki þannig að þeir næmu lít- il böm á brott, heldur fannst trúlegra að móðirin hefði myrt barnið. Sam Neill leikur eiginmanninn, Michacl. Fæstir trúðu sögunni að villihundar hefðu tekið barnið, jafnvel þó hér væri um hamingjusöm hjón að ræða. Hinar raunvemlegu söguhetjur ásamt sonum sínum tveim. Greinilega hefur verið lögð áhersla á að leikararnir líktust þeim sem mest í útliti. vikna gamalt barn frá tjald- stæði við Ayers Rock. Höfðu villidýr náð því og borið á brott? Eða hafði móðir þess myrt það? Barnið fannst aldrei og þjóðin fylgdist öll með þessu undarlega barnshvarfi. Foreldrarnir Lindy og Michael Chamberlain, voru hamingju- söm en samt sem áður trúði fólk því að móðirin hefði unn- ið þetta illvirki. En hvers vegna? Það fáið þið að sjá í myndinni, en hér segjum við dálítið frá tildrögum hennar og vinnslu. Allt önnur Ástralía en í Krókódíla-Dundee Meryl Streep leikur Lindy, sem er prestsfrú. Meryl var frá upphafi mjög ákveðin í að hún vildi leika þetta hlutverk og að myndin yrði að veruleika. Það sem kom fyrir Lindy er ekki ólíkt því sem kom fyrir konur á miðöldum sem menn héldu að væru nornir. Það var ekki nokkur leið fýrir þær að fá þá sem því trúðu til að skipta um skoðun, þannig að þær voru að lokum brenndar á báli - á okk- ar tímum lenti Lindy í fangelsi. Myndin sýnir allt aðra Ástralíu en menn kynntust í Krókódíla-Dundee“, Ástralíu sem meira að segja Ástralir höfðu ekki gert sér grein fyrir að væri til. Myndin var tekin 7 árum eftir að atburðirnir gerð- ust og var stærsta og mesta mynd sem gerð hafði verið í Ástralíu fram til þess tíma. Hlutverkin í myndinni eru 350 og þar að auki koma um 4000 „statistar" þar fram — og fjöl- margir dingóar, sem eru villi- hundar skyldir úlfúm og Lindy sagði að hefðu tekið barnið. Þó festir Ástralir hefðu séð dingó nema í dýragarði þá voru þeir þess fullvissir að dingóar réð- ust ekki á börn og næmu þau á brott. Meryl og Lindy hittast Meryl Streep hitti hina raun- verulegu Lindy árið 1987. Henni fannst hún harðari en hún hafði átt von á, en það álit breyttist þegar þær kynntust betur. Þær urðu góðar vinkon- ur og sagt var að þær hefðu ákveðið að kaupa sér saman land saman í Queenslandi í Ástralíu þar sem þær ætluðu að koma upp sumardvalarstað. Eiginmanninn, Michael, leikur Sam Neill sem Meryl og leik- stjóranum, Fred Schepisi fannst eini maðurinn sem til greina kæmi í þetta hlutverk. Þess má geta að Meryl hefur verið tilnefhd til Óskarsverð- launanna fyrir leik sinn í þess- ari mynd, þannig að til margs er að hlakka þegar farið er á myndina og þeir sem ekki komast strax geta alla vega notað páskahelgina til að lesa bókina. □ 42 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.