Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 32

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 32
PA5KA5IÐIR börnin í bálkesti og keppni er milli hópa - og jaínvel bæja — hver safnar í stærsta köstinn. Kveikt er í á páskadagskvöld og safhast menn þá umhverfls köstinn og skjóta flugeldum, en þeim er ætlað að hræða páskakerlingarnar sem eru á leið heim til sín eftir svallveislu með kölska. Svölluðu með kölska fram á páskadagskvöld Því var nefnilega trúað að ýmis yfir- náttúruleg öfl og verur losnuðu úr læðingi og fteru á kreik um páskana. Því var trúað að konur sem væru venjulegar húsmæður allt árið ánetjuðust djöflinum á þessum tíma. Þær fóru á stjá á skírdag og breyttust þá í þessar svokölluðu páskakerlingar. Þá riðu þær af stað á strákústi með kaffiketil- inn sinn og héldu til fúndar við djöfúlinn á fjallinu Blákulla. Þar svölluðu þær síðan með þeim vonda þar til þær sneru til síns heima seint á páskadag. Kerlingarnar vildu náttúrlega ekki að nenn kæmist að þessu háttalagi þeirra þannig að þær útbjuggu hálmdúkkur sem áttu að koma í þeirra stað heimafyrir á meðan. Flugeldarnir á páskadag áttu að stugga þeim á flótta þeg- ar þær voru að læðast heim aftur. Fallegustu eggin í Tékkóslavakíu Síðar var farið að útbúa skrautleg páska- egg og er sá siður líklegast elstur meðal slavneskra þjóða. Ýmsar aðferðir voru not- að sig saman af skömm og síðan hefur ver- ið traðkað á því af skepnum og mönnum. Saltsíld að borða og ekkert að drekka þann daginn Menn áttu helst að klæðast svörtu á sorgardeginum mikla og allir áttu að fara til messu sem jafnvel var tvöföld að lengd þennan dag. Máltíðir voru eins fábreyttar og kostur var og í Svíþjóð var víða til siðs að bera eingöngu saltsíld á borð og fengu menn síðan ekkert að drekka þann daginn. Einnig átti fólk það til að ganga með steinvölur eða baunir í skónum sín- um allan daginn til að auka enn á pínuna. Flugeldar og bálkestir til að hræða páskakerlingarnar Svíar hafa ýmsa skemmtilega siði sem tengjast pákshátíðinni. f V-Svíþjóð safna Páskabréf og ástarjátningar Auðvitað trúir enginn á kerlingarnar lengur, en þær tilheyra þó páskasiðunum enn, því börn klædd sem páskakerlingar fara um götur sænskra bæja og óska ná- grönnunum gleðilegra páska. Áður fyrr settu börnin páskabréf inn um bréfa- lúgurnar, bönkuðu á dyrnar og hrópuðu: „Gleðilega páska“ og hlupu svo brott. í bréfinu var vanalega teiknuð mynd af páska- kerlingu á kússtskafti sínu, vísa um hana og páskakveðja. Stundum voru smáhlutir í bréfúnum og sumir skiptust á gjöfúm, aðallega var þar þó um að ræða ástar- játningar milli pilta og stúlkna. Egg falin úti í garði Síðar var farið að gefa máluð egg, en skreytt pappaegg komu til sögunnar enn síðar. Þau voru fýllt með litlum smáhlut- um og gefin á páskunum líkt og súkkulaði- eggin nú. Egg í alls konar myndum til- heyra páskahátíðinni. Páskarnir eru vor- hátíð víðast hvar og fúglarnir farnir að verpa. Á föstunni var bannað að leggja sér egg til munns og kjöt sömuleiðis, marga hefur því væntanlega verið farið að langa í þennan mat. Egg voru því oft stór hluti af páskamáltíðinni og einnig var til siðs að gefa egg, til dæmis var algengt að hús- bændur gæfu vinnufólki sínu egg í páska- gjöf. Börnin máttu fara út í skóg að tína egg og til að borgarbörn feru ekki á mis við þann sið, þá földu foreldrar egg úti í garði sem börnin síðan leituðu að. aðar við að lita eggin og skreyta, oft voru vísdómsorð skrifuð á blað og þeim smokr- að niður í eggin. í Tékkóslóvakíu eru egg- in svo fagurlega skreytt að þau eru nánast listaverk á eftir. Eftir að búið er að blása innvolsinu úr, þá er eggið þakið vaxi og fínlegt munstur og myndir eru skrapaðar þar í. Egginu er því næst difið í lit, þar næst er meira munstur skafið í vaxið og egginu difið í annan lit. Þetta er endurtekið mörg- um sinnum þar til eggið er orðið afar lit- skrúðugt og fagurlega skreytt. Eggin eru ýmist gefin, sett í hreiðurkörfú sem skreyt- ir páskaborðið eða að band er þrætt í þau og þau hengd á grein sem komið hefúr verið fyrir í fagurlega skreyttum leirpotti. Kirkjuklukkurnar fara til Rómar Kirkjuklukkur kaþólskra kirkna í Frakk- landi hringja ekki frá skírdegi til páskadags og börnunum er sagt að þær hafi farið til Rómarborgar. Á páskadag koma þær til- baka og fera börnunum þá gjafir. Foreldr- arnir hafa þá falið lítil sykuregg eða fiska, súkkulaðiegg, — kanínur eða — bjöllur í garðinum og börnin eiga að leita að gjöfunum sem bjöllurnar færðu þeim. í Mið-Frakklandi tíðkast á nokkrum stöðum að halda dansleiki á páskadag og þar er elduð sérstök kæfa, paté de Paques, sem er búin til úr kjöti og eggjum. Páskahéri og ný sumarföt í Þýskalandi Páskahérinn kemur með sælgæti handa bömunum í Þýskalandi um páskana. Páska- hérinn er með körfu á bakinu sem er full af eggjum, bæði sætindaegg og skreytt egg sem hérinn hefur málað sjálfur. Eggin set- ur hann víðs vegar í garða og börnin leita að þeim á páskadag. Þar sem páskarnir eru vorhátíð fá börnin gjarnan að fara í ný sumarföt í fyrsta sinn þá; stelpurnar í kjóla og hálfsokka og strákarnir í stuttbuxur. Fyrstu páskaeggin á íslandi í Björnsbakaríi 1920 Á íslandi komu fyrstu páskaeggin á markaðinn um 1920 og fengust í Björns- bakaríi í Reykjavík. Fyrst voru eggin úr pappa en súkkulaðieggin komu síðar. Súkkulaðieggin voru þá mun meira skreytt að utan en nú og margir halda því fram að þá hafi verið meira innan í þeim, en alla vega hefúr málshátturinn haldist á sínum stað. Gulur litur hefur orðið páskalitur á sama hátt og sá rauði jólanna, enda minnir guli liturinn óneitanlega á að sumarið er á næsta leyti — og eflaust spila gulu hænu- ungarnir þarna eitthvað inn í. Og nú eru marglit og fagurlega skreytt egg hengd á birkihríslurnar og híbýli manna skreytt með þeim, sem er ólíkt skemmtilegra en að nota þær til að hýða börnin með. Heimildir: Árni Björnsson: Saga daganna, Saga Rvík 1977. Ingemar Linan; Páskens ABC, Forum, Lund 1973- Nils-Arvid Bringéns: Árets fester, LTS förlag. Stockholm, 1976. Kathryn Jackson: Around the World with Koa Koala, Western Publishing, New York, 1974. 30 VIKAN 6, TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.