Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 50
5MÁ5AC5A „auðmýkjandi og crfitt" til að pynda sjálfan sig. Hún var honum dýrmæt, einmitt vegna þess að hann hafði viðbjóð á hverju augnabliki sem hann var samvistum við hana. Hvaða tilflnningar sem Elsie hafði áður haft gagnvart Jeremy urðu þær nú að óslökkvandi hatri. Æ oftar dreymdi hana um að myrða hann. Hún lék sér að þessari hugsun allan vet- urinn. Sjálfsvirðing hennar hafði beðið skipbrot, hún missti matarlystina og svaf illa. Það er hægt að segja upp á mínútu hvenær þetta ástand hennar tók enda. Það var klukkan hálfellefú að kvöldi fýrsta júní. Þau höfðu farið í bíó og þegar þau komu heim lá pakki á borðinu í anddyrinu með utanáskrift Jeremys. — Þetta er gerðabókin. Bewley hlýtur að hafa komið með hana rétt eftir að við fórum. Þetta sýnir að stjórnin vill hafa hraðann á. Við verðum að athuga vandlega hverjum þeir stinga upp á í stjórn. — Við getum gert það núna. - Nei! Þú ert þreytt, væna mín, og það er ég líka. Þú getur athugað þetta meðan ég er á skrifstofunni á morgun. Það er best að ég loki fyrir gasið, það er best að eiga ekkert á hættu. Gasið! Það var eins og þetta orð æpti í heilan- um á henni, en samt var sem öll deyfð væri rokin burt og hún vissi upp á hár hvað hún ætlaði að gera. Þau háttuðu og hún beið þangað til Jeremy var sofnaður. Þá fór hún fram og skrúfaði frá gasinu afitur, opnaði fyrir gas- arininn sem var næstur rúmi Jeremys. Svo læddist hún út og lokaði hurðinni á eftir sér. Þjónustufólkið fór á fætur klukkan sjö. Klukkan átta átti stúlkan að færa Jeremy morgunteið. Hún ætlaði að sitja í dagstof- unni þangað til klukkan hálfsjö. Ennþá var aðeins liðið að miðnætti. Setjum svo að Jeremy vaknaði áður en gasið næði að drepa hann. Hvað átti hún þá að gera? Hún hló lágt. Þá ætlaði hún að játa fyrir honum að hún hefði ætlað að drepa hann og sjá svo til hvort hann fyrir- gæfl henni það lík! Elsie sat í dagstofúnni og fór að verða langeyg eftir morgunskímunni. Það var júní og sólin kom upp klukkan þrjú. Hún leit á gluggann og svo á klukkuna, hún var aðeins eitt. Aldrei höfðu mínúturnar drattast svona áfram. Ef hún sæti í myrkrinu gat hún átt það á hættu að sofna. Hún kveikti því ljós og ákvað að taka sér eitthvað fyrir hendur, sem gæti haldið henni vakandi. Jeremy hafði beðið hana að líta yflr gerðabókina. Það var best að gera það núna. Hún sökkti sér ofan í bókina. Þar voru uppfærð nöfn allra sem höfðu tekið þátt í vörusýningu síðasta árs. Þar sá hún líka að það hafði verið stungið upp á því á fundi að bjóða Millard þátttöku á næstu sýningu, en Jeremy hafði skrifað athugasemd á spássíuna: „óábyggilegur fjárhagslega". Hún var ekkert reið út í Millard, þótt hann hefði kallað hana hrosshársskyrtu. Um morguninn hafði hún hitt hann í bæn- um og þau höfðu fengið sér kafifi á veit- ingahúsi og þá talaði hann mikið um vöru- sýningu næsta árs. Henni fannst óréttlátt að útiloka hann frá sýningunni, þótt hon- um gengi ekki allskostar vel fjárhagslega. Hún strikaði því yfir athugasemd Jeremys og skrifaði í staðinn: „Mæli eindregið með að hann sé kosinn". Elsie tók varla eftir morgunskímunni. Klukkan tuttugu mínútur yfir sex var hún búin að fara yfir bókina. Og hún var hreyk- in af sjálfri sér, því að Jeremy hafði sagt að þetta væri fimm tíma verk fyrir þau bæði. Nú var kominn tími til að fara upp í svefnherbergið. Það var til einskis að vera með blautt handklæði, hún varð bara að halda niðri í sér andanum, annars léti hún sjálf lífið. Svo opnaði hún dyrnar og flýtti sér að rúmi Jeremys. Þegar hún var búin að fúllvissa sig um að hann væri dáinn, læddist hún út aftur og beið eftir því að Þetta gekk allt að óskurm. Hún varð auðvitað að vera við leiðinleg réttarhöld, en það var ekki hœgt að benda á neitt sem gat sakfellt hana. heyra einhverja hreyfingu, þá ætlaði hún að draga djúpt andann, flýta sér í rúmið og bíða þar til hún heyrði þjónustustúlkuna öskra og opna gluggann til að hleypa gas- inu út. Þetta gekk allt að óskum. Hún varð auð- vitað að vera við leiðinleg réttarhöld, en það var ekki hægt að benda á neitt sem gat sakfellt hana. Eftir jarðarförina flutti hún til London. Hún leigði litla notalega íbúð í Blooms- bury og arfúrinn eftir Jeremy var svo mik- ill að hún gat horft fram á þægilegt líf. Þetta hefðu getað orðið sögulok, ef Mill- ard hefði ekki gert sig sekan um óreiðu í sambandi við vörusýninguna. Þá fóru stjórnarmeðlimirnir að ígrunda hver hefði mælt með honum við stjórnarkjörið, og það var farið að grennslast eftir hvernig á þessu stóð. Herra Karslake og herra Ran- son komu því í heimsókn til Elsie. Hún tók vel á móti þeim. — Frú Grantham, sagði Karlslake, þegar hann hafði fengið sér sæti. — Við viljum gjarnan fá að vita hvers vegna þér mæltuð með Millard í stjórn. — Ég? sagði Elsie, sem var hreinlega búin að gfeyma þessu öllu. — Hvernig hefði ég átt að geta það? Ranson tók gerðabókina upp úr tösku sinni, lagði hana á borðið og fletti upp. — Orðin „Mæli eindregið með að hann sé kosinn'* eru skrifúð með rithönd yðar, eins og fleira sem stendur í þessari bók. — Ó, er það þetta sem þið eruð komnir til að rífast um? sagði Elsie og sleikti var- irnar. — Skrifuðuð þér þetta eftir skipun mannsins yðar? Elsie renndi grun í að þeir hefðu útbúið þessa spurningu til að fáta hana hlaupa á sig og að þeir vissu sannleikann. — Nei, ég skrifaði þetta af sjálfsdáðum, sagði hún í uppgjafartón. — Það er best að ég segi ykkur frá því. Gerðabókina fengum við senda einu sinni á ári, til þess að við gætum fært inn í hana öll bréf og athuga- semdir, sem við höfðum á skrifstofunni. Ég var vön að gera þetta og ef ég var í vafa með eitthvað spurði ég manninn minn. Maðurinn minn var á móti því að fá Mill- ard í nefhdina. Ég vissi ekki að Millard væri álitinn óábyggilegur í peningamáfum, en hélt að þessi andúð mannsins míns stafaði af því að honum þætti Millard dálítið létt- úðugur. Þess vegna strokaði ég út athuga- semdir hans og skrifaði þetta í staðinn. Karslake stóð upp og ræskti sig. - Þetta var ekki rétt gert, frú Grantham, en þarna fáum við svar við spurningu okkar. — Já, sagði Rason og var dálítið hávær. — Það er best að við fáum nákvæma skýringu á þessu öllu! Þér mæltuð með Millard, þrátt fýrir það að maðurinn yðar var mót- fallinn því. Hvernig gátuð þér búist við að fá þetta í gegn ef maðurinn yðar hefði lifað svolítið lengur? — Ég hugsaði ekkert út í það, sagði Elsie og í fýrsta sinn síðan hún ffamdi morðið varð hún gripin óróa. - Hvenær gerðuð þér þessar athuga- semdir í gerðabókinni, þessar og aðrar, sem þér skrifúðuð? — Ég man ekki nákvæmlega daginn... — Ekki ég heldur, sagði Rason. Hann opnaði skjalatöskuna sína og fór að blaða í skjölum sem hann hafði meðferðis. Hérna kemur það: Vitnisburður Bewley, ritara félagsins: „Ég fór heim til Granthams með gerðabókina og skildi hana eftir þar klukk- an kortér gengin í níu kvöldið þann fyrsta júní.“ Það var kvöldið sem þið hjónin fór- uð í bíó, ef ég man rétt. Og þér hafið sjálf borið það fyrir rétti að þið hefðuð bæði farið að hátta strax og þið komuð heim úr bíó og að þér hefðuð ekki yfirgefið svefri- herbergið fyrr en þér voruð borin út úr því morguninn eftir. - Á eftir, ég hef þá skrifað þetta nokkru áður en ég yfirgaf Benchester. — Nú já. Rason tók ffam skjölin með vitnisburði Bewleys. — Klukkan níu um morguninn annan júní, rétt eftir að maður yðar hafði fundist látinn og þér meðvit- undarlaus af gasinu, kom Bewley og sótti gerðabókina. Hann segir að það hafi tekið að minnsta kosti fimm klukkutíma að skrifa allar þessar athugasemdir. Hvenær skrifuðuð þér þetta, frú Grantham? Elsie svaraði ekki. Nokkru síðar komu tveir lögreglumenn og sóttu hana. 48 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.