Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 52

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 52
BARNEIGMIR Stelpu ráða kyni _ barns síns? TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Ef fólk gæti valið þá vildu án efa margir geta ákveðið íyrirfram hvort barnið yrði stelpa eða strákur, en svo gott er það nú víst ekki þannig að sumir eiga flmm stelpur og aðrir fimm stráka. Reyndar er sífellt verið að reyna að finna leið til að ráða einhverju þarna um - bæði er þar um að ræða vís- indalegar aðferðir og einnig er hlustað á ráð og aðferðir sem vinir og vandamenn hafa prófað, með misjöfhum árangri þó. En margir eru tilbúnir að leggja á sig hvað sem er í von um að eignast strákinn eða stelpuna sem þá hefur alltaf dreymt um og í bókinni Girl or Boy? — Your Chance to choose er gefin nákvæm uppskrift að stelpu eða strák. Lesendum til gamans (og kannski gagns?) birtum við það helsta sem sagt er frá í bókinni. í formála hennar er tekið fram að í bók- inni séu ekki svör við öllum spurningum heldur sé þar um að ræða reynslusögu einnar konu, Hazel Phillips, sem langaði að eiga börn af báðum kynjum. Hún fór eftir eigin formúlu og eignaðist 2 stelpur og 1 strák, síðan hafa yfir 100 fjölskyldur farið efitir leiðbeiningum hennar og árang- urinn hefur verið sá sem vonast var eftir í 80 tilfellum af 100. Það skaðar því varla að fara eftir því sem hún segir, en það þarf að leggja ýmislegt á sig eins og eftirfarandi sýnir. Tímasetningin sem gildir Hazel vissi nákvæmlega hvenær hún varð ófrísk í fýrsta sinn, vegna þess að hún hafði haldið að þetta væri öruggur dagur - 5. dagur tíða — en þess í stað varð hún ófirísk og eignaðist dóttur. Síðar, þegar þau hjónin langaði að stækka fjölskylduna, fannst þeim upplagt að reyna aftur á 5. degi tíðahringsins þar sem Hazel virtist vera frjó þá. Hún varð ófrísk strax og þau vonuðust eftir strák, en önnur stelpa feddist. Hazel fór þá að hugsa alvarlega um það hvort ekki væri samband á milli þess að verða tvisvar sinnum óffísk á 5. degi tíða- hringsins og að eignast dóttur í bæði skiptin. í von um að fá strák í þriðja sinn ákváðu þau að fara alveg öfúgt að næst, þannig að í stað þess að reyna að verða ófrísk snemma á tíðahringnum þá ætlaði Hazel að reyna á egglosunardeginum. Hazel þurfti þá að komast að því hvenær sá dagur væri ná- kvæmlega og til þess mældi hún sig á hverjum degi í 6 mánuði áður en hún fór út úr rúminu og skráði mælingarnar hjá sér. Hún vissi að líkamshitinn hækkar við egglos og við mælingarnar lærði hún fljót- lega að þekkja líkamsstarfsemi sína betur og tók eftir því að þann dag sem egglosun átti sér stað, var hún með dálitla hlaup- kennda útferð sem var einna líkust eggja- hvítu. Hún komst að því að tíðahringur hennar var 24 dagar, frá byrjun einna tíða- blæðinga til byrjunar þeirra næstu, og að egglosun átti sér stað á 10. degi eftir byrj- un tíða. Þegar kom að því að reyna átti við strák- inn vildu þau hjónin vera alveg viss um árangur og einnig að sannreyna tilgátu Hazel, þannig að engar samfarir áttu sér stað þann mánuðinn fyrr en á þessum um- rædda 10. degi. Hún varð ófrísk um leið og tók eftir því að líðanin var miklu verri fýrstu þrjá mánuðina en í hinum tveim til- fellunum, þannig að hún sagðist strax hafa verið viss um að tilraunin hefði tekist, að hún gengi með strák — sem og varð. Aðrir prófa formúlu Hazel Það var síðan ekki fýrr en börnin voru orðin fúllorðin að Hazel ákvað að feyfa öðrum að njóta þess sem hún hafði upp- götvað með sjálfa sig, ef það gæti hjálpað fólki til að velja kyn barns síns. Hún hafði þá lesið allt sem hún náði í varðandi getn- að og komist að því að margir læknar og fræðimenn voru sammála því sem hún hafði reynt með sjálfa sig. Hún gaf út bækl- ing um reynslu sína sem birtist víða og margir virtust tilbúnir að reyna aðferð hennar. Fólk var beðið að taka þátt í til- raun með aðferðina, sem rúmlega 100 pör tóku þátt í, og árangurinn af henni var sá að aðferðin virtist heppnast í 80 afþessum 100 tilfellum. Bókin Girl or Boy? — Your chance to choose, sem er skráð af Tessa Hilton eftir Hazel Phillips og er gefin út af Thorsons forlaginu í Englandi, fer ná- kvæmar í aðferðir Hazel en bæklingurinn gerði auk þess sem þar er að finna ýmsan annan fróðleik um líkamann, meðgöngu og feðingu. Mataræði og lífsvenjur hafa áhrif á þroska barnsins í bókinni er sagt frá því að um leið og kona fari að hugsa um að reyna að verða óffísk, sé kominn tími til að hugsa um fæðuval og heilbrigði til að leggja strax sitt af mörkum til að barnið megi verða heil- brigt, sem auðvitað skiptir meira máli heldur en hvort barnið verður stelpa eða strákur. Þær konur sem þurfa á lyfjum að halda að staðaldri þurfa að tala við lækni sinn varðandi meðulin og meðgöngu, einnig þurfa allar konur að kynna sér hvaða meðul þær mega fá á meðgöngu. Mikið hefur verið fjallað um slæm áhrif reykinga á ófætt barnið, einnig að drykkja hefúr slæm áhrif, getur bæði skert greind 50 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.