Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 65

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 65
P05TURIHM Mig langar mest til að fremja sjálfsmorð Kæri póstur! Ég er alveg að farast! Ég veit ekki livað ég vil, en samt... Mig langar að 'byrja með strák sem er einu ári eldri en ég (ég er 15 ára). Hann er sjúklegur en ekki algjör súkkulaðigrís. Ég þekki hann mjög lítið og veit ekki hvort hann vili hyrja með mér. Ég vil ekki hara vera með strák í nokkra daga, leyfa honum að sofa hjá mér og svo er allt húið okkar á milli. Mér gengur ágætlega i skólanum og á við engin meiri háttar vandamál að stríða heima íyrir. Ég á fáa vini, en þeir sem ég á eru skemmtilegir en ég get ekki treyst þeim fyrir neinu. Mig langar mest til að fremja sjálfsmorð, en þori það ekki. Ég er hrædd við fólk og fer því sjaldan í híó, diskótek eða þangað sem fjölmenni er. Það er alveg sama hvað ég reyni að pæla í þessu öllu og breyta, þá enda ég alltaf á að hugsa um sjálfsmorð. Ég er húin að kynna mér allt um sjálfs- morð og á pillur til að taka inn. Ég gæti eins gert það núna þegar ég lýk við að skrifa þetta hréf, en ég ætla samt að fresta því aðeins og híða eftir svari. Ein dauðvona ■ Eins og þú kannski veist þá fyllist fólk — ungt og gamalt - oft miklu þunglyndi í skammdeginu. Finnst allt ómögulegt, sér- staklega það sjálft — þú get- ur verið viss um að þú ert ekki ein, sem huggar þig kannski örlítið en hjálpar þér náttúrlega ekki mikið. Það sem þú þarfnast mest nú er einhver verulega góð- ur til að tala við og af hréf- inu má ráða að þú treystir foreldrum þinum ekki fyrir því hvernig þér líður. Veistu að þú getur hringt í Rauða kross húsið og feng- ið þar að tala við góða manneskju sem hlustar á allt sem þér liggur á hjarta, gefið þér ráð og stuðning — verið vinur hvenær sem er. Þú þarft ekki að segja til nafns frekar en þú vilt — Rauða kross húsið og starfsemin þar eru fyrir allt ungt fólk í vanda. Þú getur líka farið þangað og hitt fólkið — Rauða kross húsið er að Tjarnargötu 35 og síminn er 62 22 60. Á meðan þér líður svona illa þá skaltu gleyma strákn- um í bili, enda er ekki mjög gaman að vera samvistum við niðurdregna mann- eskju. Drífðu þig að tala við einhvern strax — og hef- urðu hugsað út í allt það sem þú átt kannski eftir að gera: Langar þig t.d. ekki eítir 2-3 ár að fara í sumar- frí til sólarlanda með vin- konum þinum, eða á sumarskóla einhvers staðar erlendis, eða byggja þig upp þar til þú ert veru- lega ánægð með sjálfa þig t.d. með því að fara á nám- skeið hjá Modelsamtökun- um þar sem þú lærir að koma fram og hugsa um úthtið og hæta kannski enn hetur úr með því að fara í líkamsrækt... Vill meira um álirif tunglsins Kæra Vika! Gætuð þið nokkuð fundið meira til að fræða okkur um fulla tunglið? Ég hef mikinn áhuga á þessu og er sjálf hreinlega háð tungli, því að flogaveiki sem ég geng með virðist aðallega gera vart við sig þegar tungl kviknar og þegar það er fullt — sem sé á stóra straumi. Ég hjó úti í hafi fyrir nokkrum árum þar sem maður var hreinlega háður sj ávarföllunum og þá kom þetta í ljós, annars hefði ég kannski ekki uppgötvað þetta enn. Öll mín hörn átti ég á fullu tungli. Eins er ég mjög hreytileg í skapi - verð ör og undarleg á tunglinu eða stóra straumi. Læknirinn minn er hættur að hlæja, að mér, því ég hef vitni að þessu. Auk þess þekki ég flogaveikt fólk sem ég hef bent á þetta og allir finna áhrifin. Oft sýnist mér þetta verka á þá sem í kringum mig eru, t.d. rífast litlu krakkarnir mínir helst þessa daga — verða ör og uppstökk. Flogaveikin kemur fram um tveim til þrem dögum fyrir timgl- fýllingu og stendur þangað til tunglið fýllist, þá losna ég vtð hana. Þið vitið lík- lega að í gamla daga var talað um tunglsýki. Ég hef sem sagt fundið áhrif tunglsins á mitt líf. Skyldu fleiri hafa fundið fýrir því að eitthvað tmdarlegt ger- ist í lífi þeirra á fullu tungli og þegar það kviknar? Sjálf held ég að það stjórni eða geti ruglað einhverja hormónastarfsemi í mann- skepnunni. Meira um tunglið og áhrif þess í Vik- unni. Vigdís. ■ Pósturinn þakkar ágæt- is hréf og vonar að fleiri láti frá sér heyra varaðandi áhrif tunglsins á líf þeirra. Á Vikunni er þegar farið að safna og viða að sér meiri fróðleik mn timglið og þeg- ar komið er nóg í fróðlega grein þá hirtum við meira um þetta sígilda efni. u c 10 m c J0 1986 King Features Syndicate, Inc. Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda 1. Glugginn er öðruvísi. 2. Orði breytt á vél. 3. Jakkinn er breyttur. 4. Glasið hefur færst. 56. Orð vantar á vél. 6. Stólbak er hærra. 6. TBL1989 VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.