Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 23

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 23
upp sérstök salernistjöld í nágrenni veislu- haldanna þar sem fólk getur losað sig við hinn svalandi krúsarlög svo það megi síð- an drekka meira. Þegar gengið er inn á bjórkrá að loknum vinnudegi í miðborg Kölnar til dæmis, er þétt setinn bekkurinn. Þetta er lítill staður og þar rúmast kannski sex til sjö fjögurra manna borð. Vinsælast er þó að sitja við sjálfa „tekuna“ eða veitingaborðið. Háu kollstólarnir tíu eru skipaðir fastagestum sem koma þarna á hverjum degi eítir vinnu. Þeir höfðu jafhvel verið þarna líka í hádegishléinu. Þarna er líka unnt að fá keypta ódýra smárétti eins og súpu dagsins. Skjalatöskurnar og innkaupapok- arnir eru hengdir á snaga undir borðinu. Níu af hverjum tíu gestum eru karlar. Á þessari knæpu er drukkinn hinn svo- kallaði „Kölsch", eða einfaldlega „Kölnar- mjöður". í Köln og nágrenni eru mörg brugghús sem öll laga Kölsch-bjór. Hann er af eðlilegum styhrkleika og bragðast stórvel. Veitingamaðurinn er eins og kóngur í ríki sínu og rennir ffeyðandi bjórnum í glös gesta sinna. Kölsch-bjórinn er afgreiddur úr litlum viðartunnum og hefur svo verið um aldir. Kolsýrukútar koma þar hvergi nærri. Punkturinn yfir i-ið En hvernig er umhorfs á dæmigerðum þýskum bjórsölustöðum á þriðjudags- kvöldi í byrjun febrúar? Leikurinn gerist í héraðinu Siegerland, sem staðsett er syðst í sambandslandinu Nordrhein-Westfalen. Litið er inn á þrjá veitingastaði í bæjunum Eiserfeld, Hilch- enbach og Rinsdorf. Reyndar erum við stödd nákvæmlega í miðju Þýskalands. Þegar komið er til Rinsdorf, sem er 500 manna bær, rennum við á hljóðið. Söngur- >nn ómar ffá 350 ára gömlu fagverkshúsi, sem eitt sinn var fjós og hlaða. Þegar dyrn- ar eru opnaðar blasir veitingaborðið eða .,tekan“ við nýjum gestum. Þar sitja nokkr- kátir karlar og taka saman lagið. Allir eru þeir með „Erzquell" bjór í glösum, en hann er lagaður þarna í héraðinu. Að- spurðir kváðust karlarnir allir vera komnir á eftirlaun og þeir hittust þarna tvisvar í viku eða svo til þess að fá sér nokkur hjórglös, spjalla saman og taka lagið þegar svo bæri undir. Þegar gengið er upp nokkrar tröppur er komið inn í svolitla stofu. Þar eru nokkur borð jpg sitja karlar við tvö þeirra. Þeir taka í spil öðru hverju. „Bjórinn er auðvit- að nauðsynlegur með og stundum fáum v'ð okkur einn og einn „anis“—snafs með,“ sagði einn þeirra. Það fór vel á með körlunum og heyrðust ffá þeim hlátrasköll °8 upphrópanir þegar minnst varði. Konur í keilu En svo eru það konurnar. Þær eiga líka sinar stundir á kránni. Við hittum hóp húsmæðra hjá Putz veit- ingamanni í Eiserfeld. Veitingahús af því tagi sem hann rekur eru í raun fjölnota. í Hressir skiðafélagar í Hilchenbach æfa sig fyrir væntanlegt vetrarorlof í Suður-Tíról. Frúmar í Eiserfeld gerðu sér heldur betur glaðan dag yfir keilunni hjá Piitz veitinga- manni. Þessi átti ekki í vandræðum með sveifl- una, enda ku bjórinn skerpa viðbrögðin ef eitthvað er. einu herberginu er hefðbundin knæpa, þar sem fólk kemur saman til þess að fá sér bjór í glas og spjalla við kunningjana úr nágrenninu. Þarna eru líka tveir mjóir og langir salir og í hvorum þeirra er fullkom- in keilubraut. Hópar taka sig saman og leigja sali þessa eitt og eitt kvöld. Unir fólk sér við keiluna klukkustundum saman. í öðrum enda salarins er stórt borð. í kring um það sitja keilufélagarnir og auðvitað hver með sitt bjórglas. Blaðamann Vikunnar bar að garði kvöld- ið fyrir öskudag. Þann dag lýkur kjöt- kveðjuhátíðinni sem Þjóðverjar halda víða í heiðri. Því mátti sjá grímuklætt fólk hvert sem litið var og hafði það uppi hvers kyns trúðslæti. Þegar komið var inn í annan keilusalinn voru ffúrnar á fullu. Þær skipt- ust á að kasta kúlunni og mjög var leiknin mismunandi. Þarna hittast þær einu sinni í mánuði. Þær kváðust ekki hafa áhuga á því að sitja heilu kvöldin í karlafans inni á „tekunni". Hins vegar hefðu þær gaman af að hittast og gera sér um leið eitthvað til skemmtunar. Eins og svo oft er það í raun bjórinn sem Iokkar og laðar. Veitingamanninum er það líka ljóst að ef hann fær hópa fólks til 6. TBL 1989 VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.