Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 28

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 28
ALKÓMÓLI5MI Einu sinni alkóhólisti Margir óttast að bjórinn geti enn aukið á áfengisbölið sem hér er meira en marga grunar. Að verða viljalaus þræll alkóhóls - alkóhólisti - er ólæknandi sjúkdómur og þar fyrir utan sá sjúkdómur sem er einna erfiðastur fyrir aðstandendur. Hvort bjórinn muni auka eða bæta áfengismenningu íslendinga leggjum við ekki mat á hér, en allur er varinn góður og öllum hollt að kynna sér nokkur atriði varðandi þennan erfiða sjúkdóm - og að lestri loknum er ágætt að taka krossaprófið til að gera sér grein fyrir stöðu sinni gagnvart áfengi. Alkóhólismi, eða drykkjusýki, hefur verið skilgreindur af læknum og sérfræðing- um sem ólæknandi sjúkdómur, andlegur, líkamlegur og félags- legur, og sé ekkert að gert getur þróun hans leitt til geðveiki eða dauða. Hægt er að halda alkóhólisma niðri, það er að vera óvirkur alkóhólisti, með því að neyta hvorki áfengis né vanabindandi efna og ná fullum bata, sem reyndar fer eftir því á hvaða stigi sjúkdóms- ins snúist er til varnar. Bati næst þó aldrei í þeim skilningi að sjúklingurinn geti hafið neyslu að nýju eða eins og svo margir óvirkir alkóhólistar taka til orða: „Einu sinni alkóhólisti, alltaf alkóhólisti." Alkóhólismi sem sjúkdómur er á , vissan hátt hlið- V stæður sykur- sýki, því að bæði sá sykursjúki og hinn drykkjusjúki geta lifað heilbrigðu, eðlilegu og ham- ingjusömu lífi svo ffemi þeir neyti ekki efna eða fæðu sem viðhalda sjúkdómseinkennun- um. Þróun alkóhóiisma er mjög mishröð eftir einstaklingum. Sumir finna vanmátt sinn gagn- vart neyslu vanabindnandi efna, s.s. áfengi, hassi, kókaíni, amfetamíni og örvandi/róandi lyfjum á fáeinum árum. Hjá öðrum tekur þessi þróun mörg ár og jafhvel áratugi, þar til fólk kemst í þrot, líkamlega, andlega eða félagslega. Bakkus er lúmskur og lævís og hann fer ekki í manngreinarálit. Hann spyr ekki um kyn eða aldur. Hann lætur sig engu varða stöðu fólks og ræðst jafnt á ráðherra, garðyrkju- fræðinga, sjómenn, verkafólk, kennara, skólastjóra, nema, listamenn, lögffæðinga, for- stjóra eða guð má vita hvað. Alkóhólisminn sýkir einnig aðstandendur alkans; maka, börn, mæður, feður, systkini, vini og ættingja og þannig smýgur hann með klær sínar alls staðar um þjóðfélagið. Iíkamleg einkenni alkó- hólisma eru fjölmörg en ■ þekktust meðal alls ■ þorra fólks eru sjálf- sagt áhrif áfengis á lifrina en ótæpileg áfengisneysla veldur lifrarbólgu og skorpulifur. Rauðþrútin augu, þrútið andlit, oft rúnum rist, stækkun nefs og svitaköst eru einnig al- þekktir fýlgikvillar. Auk þess kvíðahnútur í maga ásamt erf- iðleikum með svefh og melt- ingarkvillar, að ógleymdum skjálftanum, þ.e. ósjálfráð taugaviðbrögð. Ennfremur koma til skertar varnir líkam- ans gagnvart umgangspestum og ótímabær hrörnun hans al- mennt sem kemur meðal ann- ars fram í minna þreki. Röskun verður á hlutfalli blóðkorna við langvarandi ofneyslu áfengis, en sé neyslu hins veg- ar hætt og því fýrr sem það er gert aukast líkur á góðum bata. Þannig getur minniháttar rösk- un á samsetningu blóðsins komist í jafnvægi á fáeinum mánuðum og væg lifrarbólga gengið til baka og lifrin fljót- lega náð að þjóna eðlilegu hlutverki sínu í líkamanum af sjálfsdáðum. Nokkrir eru lengra gengnir en svo að lík- aminn sjái sjálfur um sig á batabraut. Stundum þarf að beita lyfjum eða jafhvel hnífnum! Allt of margir eru þó svo ólánsamir að fá enga hjálp, vilja ekki hjálp eða geta ekki þegið hjálp og hreinlega deyja! Kreppa í sálarlífinu er fýlgifiskur alkó- hólisma og and- k. leg áhrif áfeng- is- og lyfjaneyslu (dóp) eru margþætt. Þau spinnast inn á líkamlega og félagslega þáttinn svo að allt tvinnast þetta sam- an í eina heild. Stöðugur kvíði, ótti, tauga- veiklun og örar geðsveiflur eru algengar hjá virkum alkó- hólistum ásamt miklu ofmati/ vanmati og gríðarmikilli reiði út í allt og alla. Virkur alkóhól- isti lifir í draumaheimi sem er víðs fjarri raunveruleikanum og vanmetur ótrúlega oft ein- faldar staðreyndir sem snerta hann sjálfan og daglegt líf hans. Ennfremur er fælni mjög algeng, það er til dæmis að þora ekki út fyrir hússins dyr, þora ekki út í búð og finnast allir horfa á sig og jafhvel vita allt um sig. Þegar og ef upp styttir milli neyslutúra lifir alkóhólistinn í „móralskri" kvöl og upplifir hryllilegt skelfingarástand sem leitt get- ur til sorgar og sjálfsvígs eða annarra óhæfuverka. Sumir heyra torkennileg hljóð lag- stúfa og heyra jafnvel heilu tónverkin í hugarfýlgsnum sínum. Aðrir sjá ofsjónir (del- erium tremens); orma, ófreskj- ur og annað þvílíkt í hræðslu-, krampa- og flogaköstum. Þann- ig ástand getur leitt til sturlun- ar og geðveiki og er þá undir hælinn lagt hvort viðkomandi kemst til sjálfsmeðvitundar, deyr eða endar sem lifandi lík inni á stofnun! Hvar er hjálpar að leita? AA samtökin eru með deildir í flestum stærri sveitarfélögum um land allt. Reykjavík: AA samtökin Tjarnargötu 3c, sími (91 )16373 AA samtökin Tjarnargötu 5b, sími (91)12010 Fræðslu- og leiðbeiningarstöð SÁÁ (áfengisráðgjafar) Síðumúla 3—5, sími (91 )82399. Opin 9:00—17:00. Sjúkrastöðin Vogur, sími (91 )84443 — Inntökubeiðnir, sími (91 )681615 Akureyri: AA samtökin Strandgötu 21, sími (96)22373 SÁÁ Glerárgötu 28, sími (96)27611 Vestmannaeyjar: AA samtökin, Heimagötu 24, sími (98)11140 Selfoss: AA samtökin Tryggvagötu 1, sími (98)21787 Egilsstaðir: AA samtökin, s. (97)11972 ísafjörður: AA samtökin Aðalstræti 42, sími (94)3411 Akranes: AA samtökin Kirkjubraut 11, sími (93)12540 Keflavík: AA samtökin Klapparstíg 7, sími (92)11800 26 VIKAN 6. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.