Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 34

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 34
TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON unni voru hermenn með okkur í bílnum og hermenn voru í jeppa sem fylgdi okkur með blikkandi ljósum. Alda: — Þetta var heldur betur framandi fyrir okkur. Björk: — Annars vorum við heidur græn fyrir þessu. Það voru tveir vopnaðir her- menn í rútunni og okkur fannst mikið ffemur að þeir hefðu bara fengið far með okkur en að þeir væru okkur til öryggis. Fyrsta kvöldið var móttaka fyrir okkur í Ludhiana og þar voru meðal annars fúll- trúar frá borgaryfirvöldum sem tóku á móti okkur. Þarna voru vopnaðir verðir á öllum göngum og eins fyrir utan leikhúsið. Við spurðum hvort þetta kæmi okkur Steinunn Knútsdóttlr leikkona sýndi það hugrekki að haida á stærðar slöngu eins temjarans sem á vegi hennar varð og kanna viðbrögð slöngunnar er hún blés í blistru temjarans. BjörkJakobsdóttir tiflir sér niður til hvíldar á einum viðkomustað leikhópsins í Indlandi. Og óð- ara er hópur apa kominn á vettvang til að snýkja af henni góðgæti. eitthvað við en þá var okkur sagt að her- mennirnir væru einmitt vegna okkar veru þarna. Við ætfuðum tvær að fara út á götu og fá okkur kók en þá fylgdu hermenn á eftir okkur. — Voru engir tungumálaörðugleikar? Nú lékuð þið á íslensku. OIli það ekki erflðleikum? Alda: — Við sögðum frá efni leiksins og söguþræði og svo var lögð meiri áhersfa á látbragðsleikinn heldur en hérna heima. Það var greinilegt að áhorfendur fylgdust mjög vel með. Það voru mikil viðbrögð í salnum, hlátur og fólkið var að ræða saman um atburðarásina. Björk: — Það kom líka ffam í bfaðaum- mælum að fólk hafði fylgst vel með. Leikritið var nokkuð stytt og það hafði tek- ist meistarafega vef. Hávar leikstjóri á heiðurinn af því. Alda: — í leikritinu er húmor sem höfðar tif alfra. Á því er ekki nokkur vafi. Björk: — Þetta er farsi en af því að leikrit- ið er eftir Shakespeare þá halda margir að þetta sé ofsafega þungt, en svo er ekki. En þessi ferð heppnaðist mjög vel. — Það hefúr komið fram að þið feng- uð þama viðurkenningar fyrir frami- stöðuna. En hvað tóku margir leikhópar þátt í þessari leiklistarhát- íð? Alda: — Það tóku 13 leikhópar þátt í þessari leiklistarhátíð frá 11 löndum. Við erum ánægð því að okkar leikhópur fékk LEIKFERÐALAC5 Með Shakespeare frá Haf narfirdi til Indlands Hópur ungs fólks á vegum Leik- félags Hafnarfjarðar er nýlega kominn úr nýstárfegri leiklist- arferð til Indlands. Vissulega óvenjuleg reynsla fýrir ungt leiklistarfólk. Tveir af þátttakendunum voru teknir tali þær Alda Sigurðardóttir sem var fararstjóri og Björk Jakobsdóttir leikkona. — Hvemig stóð á þessu ferðalagi? Alda: — Þetta var alþjóðleg leiklistarhá- tíð fýrir áhugafólk, fýrst sinnar tegundar í Asíu. Að vísu höfðu Japanir haldið áður slíka hátíð en hún var ekki eins víðtæk. Þetta er í annað sinn sem Leikfélag Hafh- arfjarðar tekur þátt í slíkri leiklistarhátíð én fyrir fjórum árum fór félagið í sömu er- indum til Mónakó en þá fór 20 manna hópur þangað. Að þessu sinni fór 14 manna hópur til Indlands auk þriggja sjón- varpsupptökumanna. Leikstjóri var Hávar Sigurjónsson en leikritið sem við sýndum var „Allt í misgripum" eftir Shakespeare. Þetta er gamanleikur, reyndar farsi. Leik- sýningarnar voru þrjár úti á Indlandi. Dag- inn eftir að hátíðin var sett voru tvær leik- sýningar í röð en það var mjög strembið, ofsalega erfitt. Björk: — Þegar maður kom þarna út þá var allt svo ólíkt því sem maður á að venjast, maturinn og hvaðeina. Sumir fengu í magann. Það var hálf lélegt ástand á fólkinu eftir tvær sýningar í röð í Chandi- garh. Alda: — Daginn eftir fórum við svo til Lu- dhiana í Punjab-héraði. Þetta er víst stærsta iðnaðarborgin á Indlandi. Ástandið var dálítið sérstakt því þar hafa verið mikl- ar óeirðir í gangi að undanförnu og meira að segja á þeim tíma sem við vorum þarna. Það var verið að opna svæðið fyrir ferða- mönnum á ný þegar við vorum á ferðinni. Björk: — Við fengum bara herfylgd hvert sem við fórum. Þegar við ferðuðumst í rút- 32 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.