Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 62

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 62
ÚTIV/ERA TEXTI OG MYNDIR: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR Snæfellsjökull hefur mikið aðdráttar- afl fyrir þá er stunda göngu- og fjallaferðir, enda blasir þetta glæsi- lega fjall víða við. Snæfellsjökull er 1446 m há eldkeila sem myndast hefur við mörg eldgos í sama kringlótta gosopinu og er hæsta fjail er sést frá Reykjavík. Jökullinn er um 11 ferkílómetrar að flatarmáli og þrettándi stærsti jökull íslands. Frá höfuðborgarsvæðinu eru um 240 km eftir þjóðveginum að Stapafelli, við rætur jökulsins, þar sem finna má góð tjaldstæði. Hótel Búðir er auk þess ekki langt undan. Gangan á jökulinn tekur síð- an þrjár til sex klukkustundir. Hægt er að ganga á jökulinn eftir nokkr- um leiðum og er uppgönguleiðin frá Stapafelli vinsælust. Aka má eftir vegar- slóða að hraunbungunum ofan Stapafells og er tilvalið að stansa við sæluhús sem þar er. Þaðan er gengið í átt að jökulþúfun- um, beint yfir hraunið. Síðan er gengið beina leið á tindinn yfir greiðfæra og lítið sprungna fannbreiðuna. Seinni hluta sumars má ganga eftir grjótrana langleið- ina að Þríhyrningi og komast þannig í nær 1200 m hæð áður en farið er á jökul. Snæfellsjökull er fremur þægilegur upp- göngu, jafht og þétt á fótinn, hvergi veru- lega brattur nema Miðþúfan efst. Jökullinn er sprungulítill, sjálfsagt er þó að taka með ísexi, mannbrodda og línu, ef eitthvað kæmi upp á. Allir velbúnir ferðamenn eiga auðvelt með að sigra jökulinn og er veðrið það helsta sem hyggja þarf að. Ófáir finna fyrir þeim kynngikrafti er jökullinn býr yfir og sumir telja að undir íshellunni megi finna göng niður að miðju jarðar. Norðvestan í kolli Snæfellsjökuls eru leifár af gígskál. Hæsti hluti jökulsins er suður- og austurbarmur skálarinnar. Ber þar hæst jökulþúfurnar þrjár. Syðst og vestust er Vesturþúfa (1442 m), nokkru norðar og austar rís Miðþúfa (1446 m), hæsti tindur jökulsins, og stutt norðan og austan við hana er Norðurþúfa (1390 m). í góðu skyggni er mjög gott útsýni af Snæfellsjökli. Sjást þaðan m.a. Borgarfjarð- arfjöllin, Skarðsheiðin, Eiríksjökull, Lang- jökull, Þórisjökull, Skjaldbreiður, Hlöðu- fell, Esjan, Hekla, Tindfjöll og Eyjafjallajök- ull auk Vestfjarðafjallanna norðan Breiða- fjarðar. Þessi fjallasýn lætur engan ósnort- inn og er líklega ein ástæða þess að þeir sem sigrað hafa jökulinn einu sinni leita þangað aftur og aftur. Snæfellsjökull er virk eldkeila og rekja má virkni hans liðlega 700.000 ár aftur í tímann. Þrjú mikil þeytigos hafa orðið í fjallinu á nútíma. Fyrsta fyrir um 8000 árum, næsta fýrir 4000 árum og mesta gos- ið fyrir um 1750 árum eða rúmum 200 árum eftir að tímatal vort hófst og Jesús Jósepsson leit dagsins ljós. Hvenær jökullinn tekur að senda frá sér eld og brennistein að nýju skal ósagt látið en ferðalangar um Snæfellsnes ættu ekki að láta þá hættu hindra sig frá að skreppa á jökulinn hvenær sem veður gefúr. 60 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.