Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 54

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 54
Fimmtug kona frá Mílanó hefur með sínum óvenju- lega lœkningakrafti getað gert hundruðum kvenna, sem áður voru búnar að fá þann dóm hjá kvenlœkni sínum að þœr gœtu ekki eignast barn, kleift að verða mœður. Lœknar og rannsakendur dulrœnna fyrirbrigða hafa fylgst náið með Virginiu Doniselli. HUC5LÆKNINC5AR ítalskur huglæknir ber sigurorð af ófr jésemi TEXTI: ACTION PRESS ÞÝÐING: HELGA MÖLLER Hundruð hjóna á Ítalíu, sem hald- in hafa verið ólæknandi ófrjó- semi, eiga einum undraverðasta huglækni Ítalíu að þakka að hafa eignast barn. Fimmtug kona ffá Mílanó, Virginia Doniselli, býr yfir óvenjulegum lækninga- krafti, sem læknar og rannsakendur dul- rænna fyrirbrigða hafa fylgst náið með. Síðustu árin hefur hún beint kröftum sín- um að ófrjósemi kvenna, og hefúr getað gert hundruðum kvenna, sem áður voru búnar að fá þann dóm hjá kvenlækni sínum að þær gætu ekki eignast barn, kleift að verða mæður. Legsig og -skekkjur, stíflaðir eggjaleiðarar, eða jafnvel vöntun á þeim, svo og aðrir meiriháttar annmarkar, virðast ekki koma í veg fyrir hin undraverðu áhrif sem lífekrafturinn, sem streymir út frá höndum þessarar sérstæðu konu, hefur. Dr. Carlo Gambaro, þekktur ítalskur læknir sem sérhæfir sig í fæðingarlækning- um og kvensjúkdómum, hefur rannsakað þrjú tilfelli óffjósemi sem Virginia Donis- elli hefúr meðhöndlað og unnið bug á. „Eft- ir að hafa skoðað konurnar þrjár mjög ná- kvæmlega, get ég ekki leynt furðu minni,“ segir dr. Carlo Gambaro. „Ég get ekki gefið neinar vísindalegar skýringar á þeim breyt- ingum sem orðnar eru fýrir tilstuðlan lífs- krafts Virginiu Doniselli. Ég verð að viður- kenna að árangur meðhöndlunar hennar er óumdeilanlegur." En gefúm Virginiu Doniselli sjálffi orðið: „Ég vinn alltaf í samvinnu við lækna. Áður en ég byrja meðhöndlun sjúklings, fæ ég þá sjúkdómsgreiningu sem læknar hans hafa ákvarðað, og eftir meðferðina sendi ég sjúklinginn aftur til lækna sinna í skoðun. Fyrsta regla mín er að reyna að stilla inn á sömu bylgjulengd og sjúklingur minn. Ég verð að finna fyrir kærleikstilfinningu gagn- vart konunni og finna sterka hvöt hjá mér til þess að hjálpa henni. Þaðan vísar eðlis- hvötin mér leiðina. Ég nálgast svæðið þar sem krankleikinn er, með annarri hvorri hendinni, — ég veit ekki hvernig ég vel á milli handanna. Ég veit aðeins að frá þeim stafar mismunandi kraftur. I hverri lotu vitja ég í mesta lagi 20 sinnum um sjúkling minn. Það væri tilgangslaust, eða jafnvel skaðlegt, að reyna lengur. Ég læt hvora hönd um sig sveima í nokkrar sekúndur yfir svæðinu sem þarf að lækna. Venjulega verður sjúklingurinn vonsvikinn, því hún á yfirleitt von á flóknari meðferð. En ég gæti ekki haldið þessu lengur áfram, því að ég fæ þá slæmu tilfinningu að ég dragi í mig nei- kvæða geisla ffá sjúklingnum. Til þess að afhlaða þessa neikvæðu geisla verð ég að leggja hendur mínar yfir kröftugan segul.“ „Fyrstu viðbrögð kvenna eru venjulega þau að þær skynja léttar stungur, hita eða kulda, annað hvort á svæðinu þar sem með- ferðin var, eða í öllum líkamanum. Ég bendi þeim á að hafa ekki áhyggjur þótt þær verði syfjaðar, slíkt sé eðlilegt. Reynd- ar man ég eftir einu tilfelli þar sem kona sem þjáðist af mígreni svaf viðstöðulaust í þrjá daga eftir meðferð. Þegar hún vaknaði var höfúðverkurinn horfinn og hefur ekki komið aftur." Virginia gerði sér grein fyrir hæfileikum 52 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.