Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 33

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 33
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ Fyrirsætan, Flosi og blóraböggullinn Pyrirsætan Margir kannast við hina fögru Krists- myndastyttu Einars Jónssonar, þar sem frelsarinn stendur í skósíðum kyrtli og krossleggur hendurnar á brjósti sér. En þeir eru færri sem vita, hver fyrirmyndin yar, en hún var engin önnur en Guðmund- Ur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi. Guðmundur var ungur maður í bæjarvinn- unni þegar myndhöggvarinn kom að máli v>ð hann og bauð honum betri laun hjá sér, en hann hafði hjá bænum. Þetta þáði ungi maðurinn, og því var skrokkur hans gerður ódauðlegur í áðurnefndri mynd. Blóraböggullinn Mikið vorum við nú hneyksiaðir íslend- ingar, þegar upp komst að forseti Hæsta- réttar hefði tekið til við að safna áfengis- flöskum, (fullum), sem einn af handhöfum forsetavalds. Þegar þessi framtakssemi forsetans komst upp þá dreif hann í því að skila nokkrum hundruðum ódrukkinna flaskna og hafði þá jafhað metin við aðra, sem í sömu aðstöðu höfðu verið. En það dugði ekki til. Dómsmálaráðherrann svifti forsetann hempunni. Vildu nú ýmsir að fleiri embættismenn sem sannanlega höfðu misnotað aðstöðu sína yrðu látnir fækka fötunum, en dómsmálaráðherrann tók þá ákvörðun að nóg væri að gert. Gátu nú ýmsir andað léttara, enda líklegt að alvar- legt ástand hefði skapast í þjóðfélaginu ef embættismönnum hefði fækkað um of svo skyndilega. Flosi á ferð Fyrir allmörgum árum var Flosi Ólafs- son á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Flosi hafði verið að skemmta sér í höfuð- stað Norðurlands og tók Norðurleiða- rútuna snemma morguns. Eins og flestir vita hefur Flosi oft sinnis sent þeim tóninn þar nyrðra og er þess skemmst að minnast er hann var að því spurður í viðtali hvort hann vildi búa á Akureyri. Jú, Flosi hafði svo sem ekkert á móti því að flytja til Akureyrar, ef hann mætti taka Reykvíkinga með sér þangað. En Flosi var sem fyrr seg- ir á leiðinni með Norðurleiðarútunni til Reykjavíkur. Þegar hann ók út úr bænum þennan fagra morgun varð honum á orði: Á Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. Jú - þar er fagurt þangað til þorpsbúarnir vakna. 6. TBL. 1989 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.