Vikan


Vikan - 23.03.1989, Side 32

Vikan - 23.03.1989, Side 32
PA5KA5IÐIR börnin í bálkesti og keppni er milli hópa - og jaínvel bæja — hver safnar í stærsta köstinn. Kveikt er í á páskadagskvöld og safhast menn þá umhverfls köstinn og skjóta flugeldum, en þeim er ætlað að hræða páskakerlingarnar sem eru á leið heim til sín eftir svallveislu með kölska. Svölluðu með kölska fram á páskadagskvöld Því var nefnilega trúað að ýmis yfir- náttúruleg öfl og verur losnuðu úr læðingi og fteru á kreik um páskana. Því var trúað að konur sem væru venjulegar húsmæður allt árið ánetjuðust djöflinum á þessum tíma. Þær fóru á stjá á skírdag og breyttust þá í þessar svokölluðu páskakerlingar. Þá riðu þær af stað á strákústi með kaffiketil- inn sinn og héldu til fúndar við djöfúlinn á fjallinu Blákulla. Þar svölluðu þær síðan með þeim vonda þar til þær sneru til síns heima seint á páskadag. Kerlingarnar vildu náttúrlega ekki að nenn kæmist að þessu háttalagi þeirra þannig að þær útbjuggu hálmdúkkur sem áttu að koma í þeirra stað heimafyrir á meðan. Flugeldarnir á páskadag áttu að stugga þeim á flótta þeg- ar þær voru að læðast heim aftur. Fallegustu eggin í Tékkóslavakíu Síðar var farið að útbúa skrautleg páska- egg og er sá siður líklegast elstur meðal slavneskra þjóða. Ýmsar aðferðir voru not- að sig saman af skömm og síðan hefur ver- ið traðkað á því af skepnum og mönnum. Saltsíld að borða og ekkert að drekka þann daginn Menn áttu helst að klæðast svörtu á sorgardeginum mikla og allir áttu að fara til messu sem jafnvel var tvöföld að lengd þennan dag. Máltíðir voru eins fábreyttar og kostur var og í Svíþjóð var víða til siðs að bera eingöngu saltsíld á borð og fengu menn síðan ekkert að drekka þann daginn. Einnig átti fólk það til að ganga með steinvölur eða baunir í skónum sín- um allan daginn til að auka enn á pínuna. Flugeldar og bálkestir til að hræða páskakerlingarnar Svíar hafa ýmsa skemmtilega siði sem tengjast pákshátíðinni. f V-Svíþjóð safna Páskabréf og ástarjátningar Auðvitað trúir enginn á kerlingarnar lengur, en þær tilheyra þó páskasiðunum enn, því börn klædd sem páskakerlingar fara um götur sænskra bæja og óska ná- grönnunum gleðilegra páska. Áður fyrr settu börnin páskabréf inn um bréfa- lúgurnar, bönkuðu á dyrnar og hrópuðu: „Gleðilega páska“ og hlupu svo brott. í bréfinu var vanalega teiknuð mynd af páska- kerlingu á kússtskafti sínu, vísa um hana og páskakveðja. Stundum voru smáhlutir í bréfúnum og sumir skiptust á gjöfúm, aðallega var þar þó um að ræða ástar- játningar milli pilta og stúlkna. Egg falin úti í garði Síðar var farið að gefa máluð egg, en skreytt pappaegg komu til sögunnar enn síðar. Þau voru fýllt með litlum smáhlut- um og gefin á páskunum líkt og súkkulaði- eggin nú. Egg í alls konar myndum til- heyra páskahátíðinni. Páskarnir eru vor- hátíð víðast hvar og fúglarnir farnir að verpa. Á föstunni var bannað að leggja sér egg til munns og kjöt sömuleiðis, marga hefur því væntanlega verið farið að langa í þennan mat. Egg voru því oft stór hluti af páskamáltíðinni og einnig var til siðs að gefa egg, til dæmis var algengt að hús- bændur gæfu vinnufólki sínu egg í páska- gjöf. Börnin máttu fara út í skóg að tína egg og til að borgarbörn feru ekki á mis við þann sið, þá földu foreldrar egg úti í garði sem börnin síðan leituðu að. aðar við að lita eggin og skreyta, oft voru vísdómsorð skrifuð á blað og þeim smokr- að niður í eggin. í Tékkóslóvakíu eru egg- in svo fagurlega skreytt að þau eru nánast listaverk á eftir. Eftir að búið er að blása innvolsinu úr, þá er eggið þakið vaxi og fínlegt munstur og myndir eru skrapaðar þar í. Egginu er því næst difið í lit, þar næst er meira munstur skafið í vaxið og egginu difið í annan lit. Þetta er endurtekið mörg- um sinnum þar til eggið er orðið afar lit- skrúðugt og fagurlega skreytt. Eggin eru ýmist gefin, sett í hreiðurkörfú sem skreyt- ir páskaborðið eða að band er þrætt í þau og þau hengd á grein sem komið hefúr verið fyrir í fagurlega skreyttum leirpotti. Kirkjuklukkurnar fara til Rómar Kirkjuklukkur kaþólskra kirkna í Frakk- landi hringja ekki frá skírdegi til páskadags og börnunum er sagt að þær hafi farið til Rómarborgar. Á páskadag koma þær til- baka og fera börnunum þá gjafir. Foreldr- arnir hafa þá falið lítil sykuregg eða fiska, súkkulaðiegg, — kanínur eða — bjöllur í garðinum og börnin eiga að leita að gjöfunum sem bjöllurnar færðu þeim. í Mið-Frakklandi tíðkast á nokkrum stöðum að halda dansleiki á páskadag og þar er elduð sérstök kæfa, paté de Paques, sem er búin til úr kjöti og eggjum. Páskahéri og ný sumarföt í Þýskalandi Páskahérinn kemur með sælgæti handa bömunum í Þýskalandi um páskana. Páska- hérinn er með körfu á bakinu sem er full af eggjum, bæði sætindaegg og skreytt egg sem hérinn hefur málað sjálfur. Eggin set- ur hann víðs vegar í garða og börnin leita að þeim á páskadag. Þar sem páskarnir eru vorhátíð fá börnin gjarnan að fara í ný sumarföt í fyrsta sinn þá; stelpurnar í kjóla og hálfsokka og strákarnir í stuttbuxur. Fyrstu páskaeggin á íslandi í Björnsbakaríi 1920 Á íslandi komu fyrstu páskaeggin á markaðinn um 1920 og fengust í Björns- bakaríi í Reykjavík. Fyrst voru eggin úr pappa en súkkulaðieggin komu síðar. Súkkulaðieggin voru þá mun meira skreytt að utan en nú og margir halda því fram að þá hafi verið meira innan í þeim, en alla vega hefúr málshátturinn haldist á sínum stað. Gulur litur hefur orðið páskalitur á sama hátt og sá rauði jólanna, enda minnir guli liturinn óneitanlega á að sumarið er á næsta leyti — og eflaust spila gulu hænu- ungarnir þarna eitthvað inn í. Og nú eru marglit og fagurlega skreytt egg hengd á birkihríslurnar og híbýli manna skreytt með þeim, sem er ólíkt skemmtilegra en að nota þær til að hýða börnin með. Heimildir: Árni Björnsson: Saga daganna, Saga Rvík 1977. Ingemar Linan; Páskens ABC, Forum, Lund 1973- Nils-Arvid Bringéns: Árets fester, LTS förlag. Stockholm, 1976. Kathryn Jackson: Around the World with Koa Koala, Western Publishing, New York, 1974. 30 VIKAN 6, TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.