Vikan


Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 16

Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 16
EFRI ÁRin EFRI ÁRIN Frh. af bls 14 gera í ellinni? Við hvað ætla ég að skemmta mér? Hvers ætla ég að njóta? Hvaða hlutverk ætla ég mér? Það er engu síður mikilvægt að búa sig andlega undir efri árin en að gera fjárhags- legar ráðstafanir. Það verður æ algengara að fólk lifl allt að tuttugu árum lengur er starfsævin nær. Við þekkjum öll dæmi þess að fólk, og þá einkum karlmenn, missi áhugann á lífinu og deyi þegar það hættir störfum. Því meira sem lagt hefitr verið í starfið og því minna sem önnur áhugamál hafa fengið að hreiðra um sig þeim mun hættara er við þessari þróun. Vegna auk- innar íhlutunar kvenna í stjórnunarstörf- um er við því að búast að ævi kvenna þró- ist í auknum mæli í þessa átt á komandi áratugum. Vandinn er enn meiri erlendis þar sem vonlaust er fyrir þá sem komnir eru yfir fimmtugt að fá vinnu. Hvað er þá til ráða? Finninn Lauri Salonen rekur alþjóðleg námskeið fyrir bankastjóra og stjórnendur íyrirtækja og hefur aðsetur í Helsinki. Hann tjáði mér að hann legði áherslu á að eftir 42 ára aldur leitaðist fólk við að taka aukinn þátt í félagsmálum og legði rækt við sjálft sig og fjölskyldu sína. Hann lætur þátttakendur í námskeiðunum teikna upp kökumynd af lífi sínu. Á þessari mynd kemur fram í prósentum hve miklum tíma þeir eyða í fyrsta lagi í vinnu, þar á meðal ferðalög, fundi og símtöl að heiman sem tengjast vinnu; í öðru lagi í félagsstörf, svo sem félagasamtök, hjálparstarf, mannúð- armál og íþróttamál barna og unglinga; í þriðja lagi í sjálfa sig, andlega og líkamlega, þar með taldar listir, og fjölskylduna, til- finningalega. Það tekur tíma að greina sundur og tímasetja þessa þætti en útkom- an er langoftast hrópandi ójafnvægi. Fæstir þátttakendanna hafa áður gert sér grein fyrir ástandinu og afleiðingum þess. Lauri telur grunninn að andlegri og til- finningalegri heilsu og skapandi og sveigj- anlegri hugsun á efri árum liggja í jafnvæg- inu milli þessara þátta. Því lengur sem ójafnvægi varir þeim mun erfiðara er að leiðrétta skekkjuna. En Lauri fullyrðir að aldrei sé of seint að rétta sig við. Félagsstarf aldraðra er öflugt orðið í Reykjavík og er rekið á átta stöðum í bænum. Á Akureyri, ísafirði og víðar er einnig félagsstarf með ýmsu móti. Þetta starf hefur orðið lyftistöng fyrir margan eldri borgarann. Bæði er þar að finna skemmtun og félagsskap en einnig hefur margur fundið sér ný áhugamál. Sumir finna sér áhugamál sjálfir, utan þessa fé- lagsstarfs. Aðrir hafa haldið áhuganum á námi og fræðslu og stunda slíkt í formi ætt- ffæði, sögu eða háskólanáms af einhverju tagi, svo eitthvað sé nefnt. Hér á eftir fara viðtöl við fólk sem hefur fundið sér ýmis- legt áhugavert til þess að fást við á efri árum. Heppin að eiga mér áhugamál Fanney Helgadóttir er fædd á ísafirði árið 1916. Hún fluttist til Reykjavíkur og vann fyrst í herrafataverslunum, síðan í London dömudeild í 11 ár, og að lokum í Kjötveri í 13 ár, uns fýrirtækið var selt. Það eru fjögur ár síðan. „Ég hef haft áhuga á handavinnu í mörg ár. Ég saumaði náttúrlega klukkustrengi og svoleiðis, en fékk svo áhuga á harðangri. Ég hef gert mikið af því að gera harðang- ursmynstur í svuntur. Mig hafði langað til að læra að skera út í tré í mörg ár. Ég veit ekki hvers vegna en mér fannst það fallegt. Ég áleit bara að ég hefði ekkert í það. Svo var það árið 1982 að ég fór á sýningu hjá Hannesi Flosasyni. Hann ætlaði að halda námskeið í tréskurði, og ég innritaði mig.“ Síðan þá hefur Fanney skorið út fimm fallegar veggklukkur, og gefið fjórar þeirra. Hún kaupir bretti í verslunum og sker út í þau, hún gerir litlar skrauthillur og rósir á veggi, hún sker út rósir og lauf í mahóní og gerir úr þeim nælur. Fanney hefur einnig gert stærri veggmyndir úr mahóní, sem er sá viður sem henni líkar best að vinna með. Að vísu segir hún að geti komið staðir í mahóní sem eru eins og gler og vont að vinna úr þeim. Fanney hendir aldrei neinu, og þess vegna nýtir hún viðinn eins og best verður á kosið, með því að skera út litla hluti í af- ganga. „Ég var heppin að vera búin að koma mér upp þessum tveimur áhugamálum áður en ég hætti störfum. Til þess að hitta fólk fer ég svo þrisvar í viku í Gerðuberg og spila, en það er hluti af félagsstarfi aldraðra." Fanney við eina veggklukkuna sem hún hefur skorið út en það eru ekki mörg ár síðan hún hóf tréskurð. 16 VIKAN 16. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.