Vikan


Vikan - 10.08.1989, Síða 20

Vikan - 10.08.1989, Síða 20
Smokkfiskur með tómatkryddsósu Fiskur Fyrir 4 Áætlaður vinnutími 10 mín. Höfundur: Snorri Birgir Snorrason INNKAUP: AÐFERÐ: 700 gr hreinsaður smokkfiskur 20 gr hveiti salt, pipar, hvítlauksduft og sítrónupipar 1 dl ólífuolía 2 msk smjör 2 msk sítrónusafi T ómatkryddsósa: 300 gr niðursoðnir tómatar 1 msk basilikum 1 smátt skorinn laukur 1 hvítlauksgeiri 1 msk steinselja, smátt söxuð Helstu áhöld: Panna Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur □ Má frysta □ Annað: ■ Smokkfiskurinn skorinn þvert þannig aö hann veröi í um 1 sm breiðum hringjum. ■ Olían hituð vel á pönnu. Smokkfiskinum velt upp úr hveiti krydduöu eftir smekk og settur í heita olíuna. ■ Notiö töng til að snúa smokkfiskinum við. Steikist gulbrúnn í um 1 mín. á hvorri hlið. Smjörið ásamt sítrónusafanum sett út í síðast. ■ Ath.: Má alls ekki eldast of lengi því þá verður hann seigur. ■ Tómatkryddsósa: Allt sett í pott og suðan látin koma upp. Hitinn lækk- aður og soðið í 30-35 mínútur. Heitt spínatsalat með reyktum lunda Fyrir 4 Áætlaður vinnutími 15 mín. Höfundur: Sturla Birgisson Salat INNKAUP: ADFERD: 600 gr hreinsað ferskt spínat 2 bringur reyktur lundi 3 sneiðar harðsteikt beikon brauðteningar* Sósa: 2 tsk worchestersósa 2 msk púðursykur 1 boili ólífuolía 1/2 bolli rauðvínsedik. ■ Lundinn skorinn í ræmur og beikonið skorið í litla teninga. ■ Lundi og beikon hitað á pönnu. ■ Sósan sett á pönnuna. Bitað spínatið sett út í og blandað vel saman við, en snöggt. Brauðteningarnir settir út í. ■ Borið fram strax. * Franskbrauð skorið í litla teninga og djúpsteiktir þar til þeir verða stökkir. Einnig má rista þá á pönnu í vel heitri olíu. Helstu áhöld: Panna Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur □ Má frysta □ Annað:

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.