Vikan


Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 26

Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 26
Fjórcar viðurkenningar í Ijósmyndascamkeppninni Þessar myndir fœra Ijósmyndurunum hinar vönduðu Kodak AF 2 myndavélar Þessi blómarós var ljósmynduð af Erlingi Emi Péturssyni, Birkihlið 1 á Sauðárkróki og myndin framkölluð í Bókabúð Brynjars. Myndimar fjórar hér á síðunni færa þeim sem þær tóku hinar vönduðu myndavélar KODAK AF 2 í viðurkenningarskyni. Hafa þá tólf myndavélar komið til úthlutunar, en enn á eft- ir að veita fjórar viðurkenn- ingar til viðbótar. Svo ef þú hefúr látið framkalla giaðlega mynd hjá einhverjum þeirra af- greiðslustaða sem bjóða upp á Kodak Express Gæða- framköllun skaltu þegar í stað koma myndinni þang- að til þátttöku í keppni Vik- unnar og Kodak. Auk þess á svo eftir að velja myndim- ar sem hljóta aðalverðlaun- in. Og mundu að þú getur hiklaust sent inn margar myndir. Ef þú átt ekki mynd sem þú telur hæfa í brosmyndakeppn- ina er ekki eftir neinu að bíða; upp með myndavélina og smelltu mynd af einhverju brosandi eða broslegu í kring- um þig. Það er eftir mikiu að slægjast. Kodak AF2 er ein fúLlkomnasta myndavélin ffá Kodak. Hún hefúr innbyggt sjálfvirkt flass, sjálfvirka filmu- færslu, skerpustilhngu og sjálf- takara. Verð vélarinnar er 9.900 krónur. Þegar veittar hafa verið sextán viðurkenningar verður besta myndin sem borist hefúr í keppnina valin úr öllum inn- sendum ljósmyndum, einnig þeim sem hlotið hafa viður- kenningar. Fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo tii Hamborgar með ferðaskrifstofúnni Sögu að verðmæti 64 þúsund krónur. Gist verður á glæsilegu hóteli, Hotel Reichshof, í hjarta Hamborgar. Önnur verðlaun eru CHINON GENESIS GS-7 myndavél. Afar fullkomin ljósmyndavél að verðmæti 21 þúsund krónur. Auk þess verða veitt tutt- ugu aukaverðlaun fyrir at- hyglisverðar myndir. Gullfilm- an frá Kodak ásamt framköll- un. Þessi filma gefúr betri skerpu og hefur víðara lýsing- arsvið sem hjálpar þeim sem nota einfaldar myndavélar með innbyggðu flassi. Þegar kemur að því að út- hluta aðalverðlaununum koma að sjálfsögðu allar innsendar myndir til álita, einnig þær sem hlotið höfðu viðurkenn- ingu áður. Til þess að geta tekið þátt í leiknum þarf myndin að vera tekin á Kodak filmu og framkölluð hjá Kodak Express Gæðaffamköllun, sem er víðs vegar um landið. í auglýsing- unni á blaðsíðu 54 sérðu hvar afgreiðslustaðina er að finna. Það fer vel á með þessum herramönnum í lauginni. Myndina tók Þórey Björk Þorsteinsdóttir og fékk myndina framkallaða hjá Hans Petersen í Austurveri. ▲ Þessi brosmildu böm ljósmyndaði Snorri Ing- varsson, Kambsvegi 22 í Reykjavík. Myndin var framkölluð hjá Hans Pet- ersen í Glæsibæ. ► Þeir hafa víst brosað svona breitt fyrir norðan mestan part sumars. Þessi ljósmynd er frá Sigríði Hrefnu Pálsdóttur, Reyk- húsum ytri á Akureyri, en myndina framkölluðu Pedromyndir þar í bæ. 24 VIKAN 16. TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.