Vikan


Vikan - 10.08.1989, Síða 29

Vikan - 10.08.1989, Síða 29
RODDIN hlustenda. Nefmælgi á sér stað þegar of mikið loft fer gegnum neflð. Hálsinn lokast að aftan og kemur í veg fyrir eðlilegt loft- streymi. Afleiðingin er klemmt hljóð. Þennan galla er hægt að laga með því að læra að opna munninn og hálsinn að aftan og rúnna sérhljóðana. Þá verður losun á hljóðinu. Hér eru dæmi um orð sem eru borin fram nefmælt. Æfðu þig á hverju orði fyrir sig og mundu að halda hálsinum opnum og afslöppuðum. Undir, anda, enda, enginn, sýna, meina, ein, reyna, stund, grund, æfing, umbun, angan. ÆFINGAR Þú skalt gera þér grein fyrir því að þótt þú haflr vanið þig á vissar aðferðir við að mynda hljóð þarftu ekki að vera þannig að eilífu. Reglulegar líkamsæflngar geta styrkt líkamann. Á sama hátt getur röð einfaldra raddæfinga styrkt röddina og breytt því hvernig hún hljómar. 1. skref Byrjaðu að raula með lokaðan munninn. Raul er auðveldasta og fljótlegasta leiðin til þess að finna styrkinn í röddinni. Það er æfing sem þú kannast við. Flestir raula heima hjá sér, yfir uppvaski, í sturtu eða með útvarpinu. Svona áttu að byrja: • Með lokaðan munninn raularðu röð langra tóna. Langir tónar gefa nægan tíma til þess að kanna eðlileg einkenni raddar þinnar. • Æfðu hvern tón fyrir sig, með því að raula aðeins einn tón eftir hverja öndun. • Prófaðu lága, mið- og háa svið raddar þinnar en forðastu mjög djúpa eða mjög háa tóna. Raulaðu aðeins tóna sem er þægilegt að mynda. Andaðu eðlilega. Leyfðu loftinu að flæða eðlilega út. Ekki anda að þér meira lofti en þú gerir við eðlilegt tal, annars stífnarðu bara upp. Þeg- ar þér finnst loftið vera að þrjóta skaltu sleppa tóninum og Ijúka honum. Andaðu eðlilega að þér sama magni og fyrir síðasta tón og byrjaðu næsta tón á sama hátt. • Slappaðu af, ekki flýta þér með æf- inguna. • Á meðan þú æfir þig skaltu hlusta eftir suði, titringi eða kitlingi. Hér eru nokkrar myndir til samanburðar sem gætu hjálpað við að greina hljóðið: Býfluga, ryksuga, vélsög, utanborðsmótor, rafmagnsrakvél, mal í ketti. Þessi atriði gefa það sem heitir hljómur raddarinnar. Það er grunneigind- in sem gefúr röddinni afl, dýpt og mildi. Hún aðstoðar við að varpa röddinni og gefúr röddinni vald. Hljómun finnst í effi hluta líkamans, þar á meðal í höfði og brjósti. Því fleiri svæði sem þú finnur tón- inn á (vörum, nefi, hálsi, brjóstkassa) þeim mun fyllra er hljóðið. Þegar þú ert farin að geta fundið fyrir þessum titringi skaltu finna þann hluta raddsviðs þíns (lága, mið- eða háa) þar sem þú finnur fyrir mestri hljómun. Það er þar sem rödd þín hljómar mest. Ef það er meira suð eða meiri titr- ingur í lægri hluta raddsviðsins er Ijóst að eðlilega talrödd þín er lág. • Reyndu að raula a.m.k. fimm eða tíu mínútur á hverjum degi. Þú getur gert það í sturtunni, á meðan þú klæðir þig, í bíln- um eða jafnvel á göngu. Næst þegar þú tal- ar fýrir ff aman fólk, hvort heldur er á fundi eða kynningu, eða ef mikilvægt símtal er í vændum, prófaðu þá að raula með lokaðan munninn í nokkrar mínútur á undan. Það er frábær leið til þess að opna út röddina og láta hana hljóma sem best. 2. skref Prófaðu að syngja. Flestir opna ekki munninn og hálsinn nóg þegar þeir tala. Vegna slæmra ávana hefur hljóðið klemmst. Söngur opnar og slakar á munni og hálsi, losar og styrkir hljóðið ffá þér. Það er frábær æfing á röddinni og þú þarft ekki að geta haldið lagi. Þótt þú hafir vanið þig ó vissar aðferðir við að mynda hljóð þarftu ekki að vera þannig til œvi- loka. Röð einfaldra raddœfinga geta styrkt röddina og breytt því hvernig hún hljómar. • Byrjaðu á rauli með lokuðum munni. Þegar þú hefúr raulað í nokkrar sekúndur skaltu opna munninn og hálsinn. • Láttu kjálkann síga eins og þú værir að geispa og myndaðu ávalt hljóð, MA. • Ekki stöðva hljóðið milli þess sem þú raular og opnar munninn. Láttu raulið leiða til opins hljóðs. Það væri hægt að skrifa mmmmmmmmmmmmmmmAA. • Andaðu eðlilega að þér, raulaðu og opnaðu munninn aftur. Passaðu að munn- ur og háls séu afslappaðir og opnir. • Gerðu runu af þessum æfingum í a.m.k. fimm til tíu mínútur og andaðu eðlilega eins og fýrr getur. • Farðu upp og niður eftir raddsviði þínu og notaðu einn andardrátt á hvem tón. • Reyndu að hlusta eftir og finna fýrir hljómun, suði eða titringi í höfði og á bringu. Því meira sem þú finnur fýrir því, því betra. Ef þú átt í erfiðleikum með að finna nokkuð skaltu leggja höndina ofar- lega á bringuna á meðan þú syngur. Það ætti að hjálpa til. • ímyndaðu þér að þú sért að kalla á ein- hvern, en ekki öskra eða skrækja! (Það gæti offeynt röddina.) • Leitaðu að hreinu, ffjálsu, opnu hljóði. Það er mikilvægt til þess að röddin berist. 3. skref Nú er komið að því að nota meðvitund- ina sem þú hefúr öðlast um rödd þína á hið talaða orð. Markmiðið er að röddin verði sem hljómmest. Byrjaðu á að hægja á venjulegum talhraða þínum. Þetta veitir þér meiri tíma til þess að heyra og finna hljómunina (suð, titring, frelsi og tær- leika) í hverju orði. Gerðu meðvitaðar til- raunir til þess að rúnna út og opna upp sérhljóðana, eins og gert er í söng. Þetta mun gera röddina hljómmeiri. Eftirfarandi orð og setningar munu aðstoða þig við að æfa sérhljóðana í tali þínu. ORÐ Agnarögn, andardráttur, efnalaug, úti- lega, áfall, átrúnaður, undiralda, eðalborin, óratími, málaliðar, almáttugur, óma, andartak, erfidrykkja, apatetur, tónaflóð, Ítalía, írafár, andófsalda. SETNINGAR Ég á aldrei ffí. Átök áttu sér stað. Ari er á sjó. Þú ert úti að aka. Andartak á meðan ég leita. Alltaf tekur óratíma. Ég á ekki til orð. Ég þakka þér álitið. Úlfúðin magnaðist ótt. ígerð í stórutá. Útgerð á Ítalíu. • Æfðu fýrst orðin hvert um sig. • Andaðu eðlilega. • Finndu að losnar um munn og háls. • Talaðu nokkuð hátt, leyfðu rödd þinni að berast. Hún gæti komið þér á óvart. Ef þú leyfir röddinni að berast hefurðu ffekar tækifæri til þess að finna eðlilegt talsvið þitt. Byggðu á náttúrulegum eiginleikum raddarinnar því þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að hljóma hjákátlega eða ócðlilega. • Farðu rólega að öllu. Berðu ekki ffam orðin svo hratt að þú finnir ekki fýrir þeim. Ef þú finnur titring eða suð ertu á réttri braut. Byrjaðu hægt og auktu hrað- ann smám saman þangað til þú nærð eðli- legum talhraða. Eftir að þú ert farin að venjast orðunum skaltu æfa setningarnar. Æfðu hverja setn- ingu í einum andardrætti. Ekki stöðva hljóðið milli orða, haltu hljóðinu gegnum alla setninguna. Eins og með orðin skaltu byrja hægt og auka smám saman hraðann þangað til þú ert farin að tala á eðlilegum hraða. Segðu setningarnar hátt og snjallt, leyfðu hljóðinu að berast og finndu fýrir setningunni. Nú hefúrðu lokið hringnum ffá söng til tals og frá orðinu til setningar. Þá er bara eftir að innlima þessa aðferð í daglegt tal þitt. Ein leið til þess að auðvelda þetta er að lesa upphátt til þess að byggja upp styrk og úthald. Byrjaðu á því að lesa þessa grein upphátt. Þegar þú verður þreytt skaltu hætta. Á morgun er nýr dagur. Það sama gildir um raddþjálfun og hlaup. Byrj- andi hleypur stuttar vegalengdir í fýrstu og eykur svo smám saman. Það sama gildir um röddina og um líkamann. Henni verð- ur að halda við með reglulegum æfingum. Tíu til fimmtán mínútur á dag geta skipt sköpum. Mundu líka að það tekur tíma að breyta gömlum venjum. Reyndu að vera meðvituð um rödd þína og smám saman verður nýja tæknin sjálfkrafa. Skemmtu þér vel við æfingarnar og njóttu nýju raddarinnar þinnar! 16. TBL 1989 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.