Vikan


Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 43

Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 43
5NA5AC5A Hvers vegna skyldir þú vilja drepa mig? spurði hann furðu lostinn. — Ég vil einmitt alls ekki drepa þig, svar- aði hún. — Ég vil aðeins koma því þannig fyrir að þú missir meðvitund. — Já,... en hvers vegna? — Vegna þess að þú laugst, svaraði hún hljómlausri röddu. Hann fálmaði ofan í vasa sinn eftir marghleypunni og það var með naumind- um að honum tókst að ná henni upp úr honum. Hann reyndi að halda henni stöðugri og beitti við það báðum höndum. - Bittu strax að slagæðinni, skipaði hann. — Annars drep ég þig... — Nei, það gerir þú ekki, sagði hún og reyndi að hafa vald yfir rödd sinni. — Vegna þess að þú getur það ekki. Þú hefur ekki þrótt til að þrýsta nógu fast á gikkinn. Og þar að auki held ég að þú mundir ekki skjóta mig jafhvel þó að þú hefðir mátt til þess. Ég held nefiiilega að þú sért ekki morðingi. Ef þú værir það, mundir þú hafa drepið manninn sem ligg- ur þarna frammi í anddyrinu. Slepptu nú skammbyssunni svo að ég geti bundið að slagæðinni. En dragðu það ekki. Ég vil ekki að þú deyir. Ég er ekki heldur morðingi. Marghleypan féll úr hendi hans niður á gólfábreiðuna. — Þú hefúr unnið skákina, sagði hann lágt. Hún laut niður, tók upp marghleypuna og lagði hana á arinhilluna. Svo flýtti hún sér til hans, lyfti upp buxnaskálminni og batt með hröðum handtökum fast að slagæðinni. — Guði sé lof, andvarpaði hún. — Þú lifir þetta af. Ég var orðin svo hrædd um að þú dæir af blóðmissi. Hún rétti úr sér, tók kertastjakann og gekk ffam í anddyrið; laut að manninum sem lá þar bundinn á ábreiðunni. Hann var að komast til meðvitundar aftur; það var kominn roði í vanga hans og slagæðin var allt að því eðlileg. Hún fór höndum um hann, en gat ekki fundið að hann væri neitt meiddur og hvergi blæddi úr honum að því er hún gat séð. Hann var ekki í neinni hættu. Hún þurfti einungis að skera á böndin á úlnliðum hans og ökklum svo að hann væri laus um leið og hann raknaði við. Hún andvarpaði feginsamlega. Þá heyrði hún þungan dynk inni í stof- unni og hún hraðaði sér þangað inn. Særði maðurinn lá á grúfú miðja vegu á milli stólsins, þar sem hann hafði setið og arins- ins. Hún kraup á kné við hlið hans og gætti að því hvort bandið sem hún hafði reyrt að slagæðinni væri eins og hún hafði geng- ið frá því. — Það var heimskulegt af þér að ætla þér þetta, sagði hún. — Já, vitanlega er ég heimskingi, tautaði hann loðmæltur. — Ég ætlaði að reyna að ná í marghleypuna. — Svona, vertu nú rólegur, fýrir alla muni, mælti hún biðjandi. - Ég vil ekki að þú deyir. Síst af öllu núna. — Hvers vegna síst af öllu núna? - Eftir að ég hef sannfærst um að þú hafir ekki unnið honum neitt mein. Það vissi ég ekki áður, sagði hún, næstum því blíðlega. — Þú hefðir ekki þurft að óttast það, þvoglaði hann. — Ég... ég ber aldrei vopn... á mér. Þetta er... marghleypan hans. Ég hélt að hann... væri ekki heima... og svo kom hann að mér... óvörum. — Hvað var það, sem þú vart að sækjast eftir? spurði hún. — Heimskuleg spurning, svarði hann. — Peningum... auðvitað. Tæmdi peninga- skápinn. Og svo... komst ég ekki... burt héðan. Rödd hans dó út og hann lokaði augunum. — Ekki að sofha, sagði hún fljótmælt. Bíddu — ég ætla að ná í koníak. Hann opnaði augun og starði á hana. - Hvernig er það... varstu í rauninni villt? Eða ertu kannsi keppinautur? — Ég er að minnsta kosti ekki neinn þjófur, ef það er það sem þú átt við. - Nei, það hélt ég ekki heldur, umlaði hann og lokaði enn augunum. — Ekki að sofna, kallaði hún. Þú verður að halda þér vakandi þangað til óveðrinu slotar. Þá hringi ég á lækni og lögregluna. — Lögregluna, já... auðvitað, umlaði í honum. — Segðu mér eitt var ég svona ósannfærandi... sem gósseigandi? — Nei, alls ekki. Þú varst einmitt ákaf- lega sannfærandi, svarði hún af hrein- skilnislegri aðdáun. — En hvernig vissurðu þá að ég var ekki Catheart? Að ég átti ekki heima héma? — Vegna þess að það er Catheart sem liggur þama ffammi í anddyrinu. Það hitt- ist nefnilega svo á að ég á sjálf heima hérna. Ég er konan hans. / CófciJ i MWAW- HCL/i ÍK.- iT- LEiKFéL- fíF Fu<- CfíU 6.d FR'R DilELjft FEiT SKftuT S'ft zs. óftuRM KElM / ftfíjbft ftftF FftT/Jftft £ S*— Ei'6.aJÍR_ FiíHi/JEX GELT U > Ö > sm- 5TÆö/ FSLÐft poti z \/ > loaJ STftF OG a/ j/JK- tRb / CEST OLG /W3VT V E-ifíJfí Hv'“-fíST Hvílt TÍTT > UA/ 3LEM R ’ > So/fíu- RÖLTifi- MÖÖKi * ► V • / /£> »/ »/ SL'O ELSRft Hl/IlC)/ > Íl!ht 5 . / REyKi Svil/ V (r SiGLi Fft'ft J > F SlftRF- RílKTÍ (JlaJÍí/ v — V T 3 //Lifr U > Tí Mrt- Oi L- GiPbDÍ > £>E TuR, TillftLj- 4 > / z J V r lo ? 8 9 STftF- ifJ/J ftft'S/JT ? • > 16. IBL. 1989 VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.