Vikan


Vikan - 10.01.1991, Page 20

Vikan - 10.01.1991, Page 20
GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON TÓK SAMAN Eitt af einkennum vestrænnar læknisfræði er sú grundvallar- skoðun eða trú að hugur mannsins og líkami séu á einhvern hátt aðskilin fyrirbæri. Talsmenn heildrænnar heilsufræði hafna þessu viðhorfi og líta á manninn sem samverkandi heild huga, líkama, tilfinninga og andlegra þátta. Hér verður getið nokkurra aðferða sem flokkast undir heildræna heilsufræði. Sumar þeirra eru ekki eingöngu notaðar til lækninga heldur stundaðar af heilbrigðu fólki sem vill vaxa frá takmörkun- um sínum í átt til birtingar hæfileika sinna og möguleika. Talsmenn heildrænnar heilsufræði segja að í hverjum manni séu að verki öfl sem miða að vitundar- opnun og sálrænum þroska. Listin felst einfaldlega í því að finna þessa sjálfkvæmu framvindu og ná tökum á henni til að geta meðvitað hjálpað henni I þá átt sem hún vill fara. Asíðastliðnum tveimur áratugum hefur átt sér stað víðtæk endur- skoðun á ýmsum þáttum heil- brigðismála nútímans. Ein af mörgum afleiðingum þessa endurmats er stefna innan heilsufræðinnar sem nefnd hefur verið heildræn heilsu- fræði (holistic health). Innan vébanda hennar má finna margvíslegar lækningaaðferð- ir af ólíkum uþþruna, sumar ævafornar. Nálastungulækn- ingar, heilun, dáleiðsla, lífefli makróbíótik, nudd, tónlistar- lækningar, Alexandertækni, slökun og Gestalt- sálarfræði eru dæmi um lækningaleiðir sem finnast innan ramma heildrænnar heilsufræði. Eitt af einkennum vestrænn- ar læknisfræði er sú grundvall- arskoðun eða trú að hugur mannsins og líkami séu á ein- hvern hátt aðskilin fyrirbæri. Talsmenn heildrænnar heilsu- fræði hafna þessu viðhorfi og líta á manninn sem samverk- andi heild huga, líkama, tilfinn- inga og andlegra þátta. Þeir álíta að orsaka sjúkdóma sé ekki einvörðungu að leita i vefjum eða sýklum líkamans 20 VIKAN l.TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.