Vikan


Vikan - 10.01.1991, Side 27

Vikan - 10.01.1991, Side 27
LEIKMANNSÞANKAR ATLA HRAUNFJÖRÐ UM LÍFIÐ OG TILVERUNA „Dr. Helgl Pjeturss gat í raun ekkl fengift aðra niðurstöðu en þá að við flutning frá jörðinni hlytu menn líkama á annarri jörð í alheiminum," segir hér í leikmannsþönkum Atla Hraunfjörð. Dr. Helgi Pjeturss fann út ýmislegt um framlif eftir lestur fjölmargra andatrúarbóka eöa bóka um dulræn mál. Hann átti I bréfa- skriftum við margan gáfu- manninn er lét sig hafa það þrátt fyrir mótbyr almennings- álitsins eða umhverfisins að rannsaka þessi forvitnilegu mál. Þótt þessir menn hafi ekki fengið sömu niðurstöðu úr sín- um rannsóknum og dr. Helgi Pjeturss var framlag þeirra til þessara mála ómetanlegt skref í átt til vísindalegra at- hugana á þessum feimnismál- um vísindanna. Dr. Helgi Pjet- urss hafði það meðal annars fram yfir þá að hann var jarð- fræðingur og náttúrufræðingur þannig að þegar hann las bækur, þar sem sagt var frá lífinu aö handan, gat hann að sjálfsögðu ekki dregið aðrar ályktanir en þær að verið væri að lýsa lífi á öðrum hnöttum. Dr. Helgi Pjeturss kannaðist ekki við að þá landshætti er komu fram í þessum bókum væri að finna hér á jörðu held- ur hlyti fólkið að vera að segja frá landsháttum annarrar jaröar. Hvar var þá sú jörð og hvernig komst fólkið þangað - ef tekin er trúanleg frásögn fólksins og eins hitt, ef það er sá er það segist vera? í ritgerðinni Hinu mikla sambandi lýsir hann því hvernig þessir hlutir gangi fyrir sig og hvaða lögmál ráði þar ferðinni. Dr. Helgi Pjeturss boðaði ekki aðeins sannleik heldur var frekar um stað- reynd að ræða, staðreynd studda af rannsóknum, niður- stöðum og síðan framsetningu lögmálsins og ferils þess. Þeg- ar vísindamenn nú til dags fást við rannsóknir á fyrirbærum efnisheimsins, sem vekja þeim áhuga, fara þeir eins að og dr. Helgi Pjeturss. Leit vís- indamanna að lögmálum lífs- ins er stöðug og hafa þeir í vaxandi mæli farið út í það að rannsaka sömu mál og dr.. Helgi Pjeturss. Það er aöeins tímaspursmál hvenær þær niðurstöður verða birtar. Þaö er einmitt tímaspursmál hve- nær dr. Helgi Pjeturss fær að njóta þess heiðurs er hann á skilið. ( Hinu mikla sambandi segir dr. Helgi frá því á einfald- an hátt hvernig öll þessi mystik verður auðskilin. Eins og áður hefur verið minnst á er til svokallað stilli- lögmál þar sem lífríkið stillir sig til sambands við annað líf- rfki. Á þaö jafnt við um menn, dýr og plöntur. Sækjast sér um líkir, er máltæki er lengi hefur verið til í íslenskri tungu og er varla hægt að skýra stillilög- málið betur. Samkvæmt þessu fer það eftir manns eigin hegð- un hvar maður lendir í framlíf- inu. Ef maður hefur tamið sér illa hegðun hefur maður skap- að sér illt aflsvæði, stillt sig til illra sambanda. Eftir flutning frá jörðinni til framlífsins lendir maður á meðal annarra ein- staklinga sem eru manni skyldir i hegðun. „Sækjast sér um líkir." Þaðan á einstakling- urinn ekki afturkvæmt nema hann sjái að sér og leiti eftir auknum andlegum þroska og þá um leið fyrirgefningu fyrir framkomu sína við samferða- fólk sitt íi lífinu. Ef maðurinn hefur lifað eðli- legu lífi, verið innan heildarafl- svæðis jarðarinnar, lendir hann innan um alla aðra er lif- að hafa svipuðu lífi. Það líf er svo líkt því lífi sem lifað er á þessari jörð að mönnum hefur verið erfitt að átta sig á því að þeir væru fluttir á aðra jörð. Aftur á móti, þegar þeir hafa dvalið þar um tíma, sjá þeir að þeir eru á allt öðrum stað. Landshættir eru aðrir þó fljótt á litið séu þeir eins. Svo bætist það við að látnir vinir og ætt- ingjar birtast þeim og eru að sjálfsögðu með þéttan líkama og ganga á sömu jörð og þeir. Lífið á þessum nýja stað er eins og áður var lýst. Það þarf að fara í gegnum fyrra líferni, gera upp lífið eins og sagt er. Mörgum reynist það raun því segja má að maður endurlifi atburði lífsins aftur, góða og slæma. Þegar maður hefur lokið þessu af hefur viðkom- andi þroskast áleiðis og er þá tilbúinn að kljást við lifið eins og það birtist honum á nýja staðnum. Eitt það fyrsta sem hann þarf að skilja er að kær- leikurinn er undirstaða alls lífs í alheimi og án kærleiks er ekkert líf. Því fyrr sem honum tekst að virkja kærleikann því meira og fljótar þroskast hann. Einnig stendur honum til boða lærdómur margs konar. Ef maðurinn hefur þroskað sig upp fyrir aflsvæði umhverf- isins kemur hann fram á hnetti þar sem aðrir, eins og hann lifði, koma einnig fram, ein- staklingar sem stundað hafa kærleiksverk hér á meðal mannanna og skapað sér afl- svæði kærleikans. Þeir hafa stillt sig til sambanda við há- þroska verur alheimsins og þiggja þaðan afl, vit og kær- leik. Þessir einstaklingar eiga fyrir höndum, strax eftir flutning, dásamlega verustaði þar sem allt lífríkið glóir af líf- orku og allir hlutir eru yfirmáta fagrir, jafnt fólk, hlutir og um- hverfi sem og lífríkið. Þótt ein- staklingurinn lendi í hinum versta stað eftir dauða blasir við honum óendanlegur þroskaferill frá a til ö, svo eitt- hvað sé sagt. Eitt er víst, óendanleikinn í lífi og þroska mannsins blasir við honum í fæðingu hans eða, ef við erum nákvæm, þegar eggið hefur frjóvgast er orðið líf sem erfir óendanleikann. Nú höfum við rakið í höfuð- dráttum hvað við tekur eftir dauðann eða flutning af jörð- inni yfir á aðra jörð. Vísinda- menn komust fljótt að því á sfnum tíma að efni og orka er aldrei aðskilið. f Ijósi þess hugsaði dr. Helgi Pjeturss að orkan gæti ekki lifað án efnis og að hinir framliðnu væru stöðugt að reyna að koma því fram í samböndum sfnum við eftirlifandi ættingja og aðra er á þeim fundum voru staddir að þeir lifðu í efnisheimi. Þurfti þá frekari vitnanna við. Dr. Helgi Pjeturss gat í raun ekki fengið aðra niðurstöðu en þá að við flutning frá jörðinni hlytu menn líkama á annarri jörð í alheim- inum. Niðurstaðan var þessi: Þegar líforkan er hætt að geta nært viökomandi líkama og viðhaldiö aflsvæði hans (þ.e. líkaminn ónýtist) leitar afl- svæði hans til þess staðar er viðkomandi aðili hefur stillt sig til með framkomu sinni og skapar þar nýjan líkama úr efnum þeirrar jarðarer hann er til kominn. í aflsvæði mannsins eru skráðar allar hans hugsanir, atferli og tiltrú annarra til þessa einstaklings. Lögmálinu að baki aflsvæðinu má líkja við rafmagn eða Ijós. Ef við tökum fyrir rafmagnið og lítum á að við höfum fjölda af 1,5 volta rafhlöðum og eina 220 volta peru sjáum við að því fleiri rafhlöður sem við tengj- um við peruna því bjartara Ijós. Eða því sterkara verður aflsvæði hans. Það skiptir máli hvað við hugsum og hvað við gerum. Ekki hvað síst skiptir máli hvað aðrir hugsa til okkar. Ef þú, lesandi góður, vilt velja á hvaða stað þú ferð, er þú yfirgefur jarðlífið, skaltu hugleiða hvað þú getur gert í því máli. Taktu kærleikann í þjónustu þína, sýndu öllum og öllu öðru lífi í umhverfi þínu eins mikinn kærleik og þroski þinn og vit segir til um. Lög- málið segir að því meira sem þú gefur af þér af kærleik því meiri kærleik uppskerir þú af öðrum og til því hærri sam- banda stillir þú þig. Eitt er víst - leið kærleikans er endalaus. í.iBLiwi VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.