Vikan - 10.01.1991, Page 32
Búin að ata sig út f blautum leir f kvikmyndinnl Ghost, en andartaki
sfðar er lelrinn með öllu horfinn ...
o
&
UJ
CD
CD
co
cc
2
MAKALAUS
MISTÖK í
BÍÓMYNDUM
Sáuð þið myndina Jail-
house Rock með Elvis
Presley? Þar lék hann
fanga númer 6239 en í atriðinu
þar sem hann syngur titillag
myndarinnar er hann allt í einu
númer 6240. Það er ekki víst að
allir taki eftir svona smáatriðum
en þau geta komið manni svo-
Ktið spánskt fyrir sjónir.
JAKKAFÖT OG BINDI
FYRIR TÍMA KRISTS
I einni vinsælustu mynd sem
gerð hefur verið, Á hverfanda
hveli með Clark Gable og Vivi-
en Leigh, sést Scarlett O’Hara
hlaupa eftir stræti í einni bar-
dagasenunni í Atlanta. Þar
hleypur hún framhjá rafmagns-
Ijósastaur en svoleiðis nokkuð
var auðvitað ekki til á tímum
þrælastríðsins sem myndin á
að gerast á.
Casablanca með Humphrey
Bogart og Ingrid Bergman hefur
verið sýnd oftar í sjónvarpi
vestanhafs en nokkur önnur
kvikmynd. Þar segist Ingrid
hafa verið í kjól í París. Atriðið
er sýnt til upprifjunar en þar er
hún greinilega í jakkafötum.
Ein frægasta setning myndar-
innar, „Play it again, Sam“, er
svo aldrei sögð í myndinni.
Þegar Ingrid hefur sagt „Play it“
segir Humphrey Bogart „You
played it for her, you can play it
for me... Play it.“
Það virðist ekki alltaf skipta
máli hvort myndin er ómerkileg
eða talin til meistaraverka kvik-
myndasögunnar. Árið 1916
gerði D.W. Griffith myndina Int-
olerance sem á að gerast fyrir
þúsundum ára. I einu atriðinu
sést í aðstoðarmann leikstjór-
ans, í jakkafötum og með bindi,
meðan Persar ráðast á borg-
armúra Babýlon.
í myndinni Decameron
Nights, sem á að gerast á fjórt-
ándu öld, sést Louis Jourdan
standa í stafni sjóræningjaskips
og í fjarska má sjá hvítan vöru-
flutningatrukk aka upp bugðótt-
an veg. Til eru bíómyndir sem
hafa ekki annað til síns ágætis
en glannaleg mistök. Til dæmis
muna fáir eftir mynd sem hét
Víkingadrottningin en margir
muna þó eftir því að einn aðal-
leikaranna í henni sást með
nýtfskulegt armbandsúr á úln-
liðnum í áberandi atriði.
TJÚTTAÐ OF SNEMMA
Kannski er erfitt að eiga við
sumt af því sem á aö lita eðli-
lega út í bíómyndum. Til dæmis
eru margir kvikmyndatöku-
menn snillingar í að taka mynd-
ir af speglum án þess að sjást
sjálfir - en það tekst ekki alltaf.
í myndinni Carmen Jones, sem
er nútíma útfærsla á söngleikn-
um Carmen og eingöngu leikin
af svertingjum, sést Dorothy
Dandridge ganga niður götu -
og allt kvikmyndunariiðið sést
speglast í búðarglugga sem
hún labbar framhjá.
Ung að aldri lék Judy Gar-
land í myndinni Galdrakarlinn í
Oz. Mörgum finnst ennþá skrýt-
ið að sjá hvað hárið á henni er
missítt á stuttri leið hennar til
Oz. Annars var mikið um mis-
Frh. á næstu opnu
Jæja. krakkar! Nú
skulum viö skoöa
vaxmyndasafniö.
TeíYNÍNQOR
Hér er minnsti
maður heims.
Og hér er
vinsælasta
teiknimynda-
hetjan. hmm!
Tvíhöföi.
32 VIKAN l.TBL. 1991