Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 43

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 43
4. Innanverð lœri Standið og haldið í stól með annarri hendi til stuðnings. Fætur eru sundur u.þ.b. axl- arbreidd og tær vísa fram. Laus hné og bak í eðlilegri stöðu. Hreyfið annan fótlegginn og krossið hann fyrir framan hinn. Opnið svo aftur út til hliðar og endurtakið. Endur- takið svo með hinum fótleggnum. 5. Kálfaœfingar Það eru þrjár útgáfur af þessari æfingu með breytingu á mjaðma- og fótstöðu. Hver staða þjálfar aðeins mismunandi svæði á kálfanum, en allar fylgja þær sama grunn- atriðinu að lyfta upp á tær og niður. Stand- andi og styðjandi við eitthvað. Fætur eru sundur um það bll axlarbreidd og snúa fram, hné eru slök og bakið í eðlilegri stöðu. 1. Lyftið rólega upp á tær eða táberg og lát- ið síga. Endurtakið. 2. Tær vfsa út. Endurtakið útgáfu 1 með fætur útskeifa frá mjöðmum, um það bil 45 gráður út. 3. Tær vísa inn. Endurtakið útgáfu 1 með fætur innskeifa. 6. Tœr upp Sltjið á brún sætis og leggið annan fótinn yfir hinn. Hvílið hendur á hliðum sætisins til stuðnings. Setjið 1 kg lóð fremst á fótinn til að þyngja, dragið tærnar upp að sköflungl og látið sfga rólega niður. Endurtakið og gerið svo með hinum fætinum. l.TBL.1991 VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.