Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 30
TEXTI: LÍNEY LAXDAL Giftumst við manneskju sem vi& gelum hefnt okkur á? HUGLEIÐING TIL ÞEIRRA SEM ÆTLA AÐ FARA AÐ GIFTA SIG Þú og ég ... Er það ekki rómantískt? En það passar bara því miður ekki. Það eru aldrei bara ég og þú í hjónabandinu. Þegar við giftum okkur drögum við á eftir okkur hlass af bernsku- draumum og óuppgerðum málum við nánustu ættingja. Síðast en ekki síst berum við með okkur barnið sem við einu sinni vorum. Og svo tökum við þetta allt út í makanum, án þess að vita það í raun. En það finnast lausnir, segir bandaríski fjölskyldusál- fræðingurinn Gus Napier. Við verðum bara að iæra að þekkja barnið sem í okkur býr því oftast verðum við reið út af smámunum. tlar þú að gifta þig f sumar? Dreymir þig um þennan stærsta dag lífs þíns, er þú svífur inn kirkjugólfið í fannhvítum kjól, segir já við þann er þú elskar og vilt deila lífinu með í blíðu og stríðu? Kannski þið hvíslið hvort að öðru, bara þú og ég ... og elsku litlu engla- börnin okkar síðar meir! Jú, víst máttu hlakka til - og hvísla bara þú og ég ... En það er heillaráð að hafa hug- fast í allri þessari hamingju að það er ekki bara um þig og hann að ræða! Þótt þú gangir ein hátíðlega upp að altarinu til hans eru í farteski þínu allir aðrir ættingjar þínir, óupp- gerðir hlutir milli ykkar og ekki síst barnið, þú sjálf! í skugga bak við brúðgum- ann er lítill drengur og öll hans fjölskylda. Allar þessar „ósýni- legu“ persónur flytja með ykkur hvert sem er. Skilur þú hvað ég meina? Gott - því nú kemur meira! Einn daginn byrjið þið að ríf- ast (jú, víst gerið þið það) og það kannski út af smámunum. Þegar þú ert hætt að fleygja diskum, búin að þurrka tárin og hætt við að flytja heim til mömmu skaltu setjast niður og husa málið. Hugsaðu um liðna tíð og berðu það sem þú manst saman við það sem þú sagðir í reiðikastinu. íhugaðu hvort þú hafir nú kannski orðið of reið og sagt of mikið sem þú meintir ekki. Ef þú ert nógu skörp kannast þú kannski við þetta sjónarspil frá því að þú varst lítil og áttir í höggi viö einhvern sem þú þorðir ekki að segja álit þitt við. Kannski tekst þér ekki að sjá neina samlíkingu og það er ekki undarlegt. Það þarf oft sérfróðan til þess því það er ekkert sem við erum eins dug- leg að fela og neikvæðar til- finningar frá því við vorum lítil og bjargarlaus. Við leynum þeim vegna ástar okkar á hin- um aðilanum. Börn eru svo heiðarleg að þau vilja ekki særa mömmu, pabba eða ein- hvern annan fullorðinn. Þau óttast líka að þeim verði hafnað. Þetta berum við með okkur. Við höldum að þessi barnaskapur hverfi er við eld- umst en það er ekki rétt. 30 VIKAN 9. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.