Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 10
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Guðrún Magnúsdóttir leggur síðustu hönd á skreytinguna í Hallgrímskirkju en áður hefur hún t.d. sett látlausar en fallega blómakörfur á kirkjugólfið meðfram bekkjunum. SKREYTINGIN Rómantíkin hefur lengi fylgt mannkyninu og hefur alltaf verið því meiri sem siðmenningin hefur orðið þróaðri. Fyrir nokkrum öldum virtist hún mest áber- andi meðal hefðarfólks en hef- ur alltaf stungið sér niður með- al allra stétta þjóðfélagsins þegar aðstæður hafa leyft það. Á vissum tímum menn- ingarsögunnar virðist róm- antíkin dragast saman og á öðrum tímum á hún það til að flæða yfir allt. Svona hefur það alltaf verið. Stundum hefur hún þótt púkó en í annan tíma hefur þótt púkalegt að vera ó- rómantískur. Nú er rómantíkin aftur komin í hámark eftir nokkurra áratuga lægð eins og sennilega sést best á tískunni, viðfangsefnum kvikmynda og dægurlagatexta auk vaxandi tíðni viðhafnarbrúðkaupa. Guðrún Magnúsdóttir skreytihönnuður hjá Bergís hefur sérhæft sig í skreyting- um fyrir brúðkaup; kirkjur, veislusali, háborð eða bílinn. Svona skreytingar hafa ekki tíðkast mikið hér á landi þótt þær þyki sjálfsagðar víða er- lendis. Á Bretlandseyjum eru viðhafnarbrúðkaup svo glæsi- leg að þar klæðast háborðs- gestir fatnaði sem eingöngu er notaður við slík tækifæri. Guðrún hefur lagt stund á svona skreytingar síðastliðin tvö ár og er því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi og þetta hefur mælst vel fyrir. Hún hefur aldrei auglýst starf- semi sína en þetta hefur spurst út og er orðið vinsælt. Það er töluvert stúss í kring- um þetta. Hún þarf að vita hvernig brúðurin verður klædd, hvort hún veröur til dæmis meö brúðarmær og hvernig vönd hún er með, til að geta samræmt skreyting- una við brúðhjónin og kirkjuna og/eða veisluna. Hún notar silkiblóm, borða og annað til- heyrandi og það hefur jafnvel komið fyrir að hún hefur sér- staklega skreytt kampavíns- glös fyrir veislur. Svona skreyting má samt ekki vera yfirþyrmandi enda er hlutverk hennar fyrst og fremst að skapa þægilega stemmningu. „Frumraun mín i þessu,“ segir Guðrún, „var þegar ég skreytti allt frá upphafi til enda í brúðkaupi bróður míns. Fólk talaði um að andrúmsloftið væri rómantískt og þannig á það einmitt að vera. Auðvitað var þetta hefðbundin kirkjuat- höfn með söng og öðru en þetta var eins konar undirspil út af fyrir sig.“ Kirkjur eru auðvitað misjafn- ar að stærð og útliti, að ekki sé nú talað um margbreytileika brúðhjónanna. Það þarf því að panta svona skreytingu með viku fyrirvara. Guðrún þekkir sumar kirkjur betur en aðrar og finnst Dómkirkjan til dæmis eins og sniðin fyrir rómantisk brúðkaup. Þar eru lokaðir bekkir og skemmtilegar svalir. En Ólöf og Magnús ákváðu að gifta sig í Hallgrímskirkju og þar hafði Guðrún ekki unnið áður. Hún varð því að fara þangað, ásamt brúðhjónun- um, og leggja höfuðið í bleyti. Kirkjan er stór. Hvað kæmu margir gestir? Yrðu fleiri brúð- kaup í kirkjunni sama dag? Það kemur fyrir að svo mörg brúðkaup eru í sömu kirkjunni að hún hefur þurft að byrja að fjarlægja skreytingu um leið og síðasti gestur er farinn út og um leið hefur aðstoðarmann- eskja hennar byrjað að undir- búa næstu skreytingu. Það hafa kannski liðið 10-15 mín- útur á milli brúðkaupa og þá er áríðandi að hafa allt þaul- skipulagt. En brúðhjónin eiga ekki að hafa áhyggjur af því. Þegar stóra stundin rennur upp ganga þau inn kirkjugólfiö og allt er eins og best verður á kosið. I flestum tilvikum eru sömu litasamsetningar notaðar í bíla- og veisluskreytingunni og notaðar eru í kirkjunni. Guðrún minnist brúðhjóna sem vildu hafa allt í hvitum og bláum tónum og þá var auðvitað farið eftir þvi þótt það væri fremur óvenjulegt. Fram að þessu hefur hún aðeins starfað við þetta á Reykjavíkursvæðinu en hún segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að hún skreyti úti á landi - annað en kostnaður- inn við ferðina og farangurinn; silkiblómin, vendina, körfurn- ar, slaufurnar og borðana. Hvað kosta svo að leigja svona skreytingar? Það fer meðal annars eftir stærð kirkj- unnar og umfangi veislunnar. Kirkjuskreyting getur kostað frá 4500 kr., veisluskreyting frá 2000 kr. Auðvitað getur sá kostnaður aukist ef mikið er haft við og kirkjan er stór, svo að þeir sem hafa áhuga ættu að snúa sér beint til Guðrúnar í Bergís. Símanúmerið hjá henni er 62 18 07. 10 VIKAN 9.TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.