Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 42

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 42
af vörum Herbs. „Ég á son sem heitir John Smith, engu millinafni, já. Hann býr í Cleaves Mills. Hann er kennari við gagnfræðaskólann þar.“ „Hann lenti I bílslysi, herra Smith. Líðan hans er afar alvarleg. Mér finnst leitt að þurfa að færa þér þessar fréttir." Rödd Meggs hneig, var formleg. „Guð minn góður," sagði Herb. Hugsanir hans þeyttust til og frá. Einu sinni, í hernum, hafði stór, illskeyttur, Ijóshærður Suðurríkjarnaður, Childress að nafni, lamið hann I köku bak við bar í Atlanta. Þá hafði Herb liðið eins og núna, sviptur mann- dómnum, allar hugsanir hans kýldar í gagnslausa klessu. „Guð minn góður," sagði hann aftur. „Er hann dáinn?“ spurði Vera. „Er hann dáinn? Er Johnny dáinn?“ Hann tók fyrir munnstykkið. „Nei,“ sagði hann. „Ekki dáinn.“ „Ekki dáinn! Ekki dáinn!“ hrópaði hún og féll á kné í símakróknum með auðheyrilegum dynk. „Ó Guð, við þökkum þér af öllu hjarta og biðjum þess að þú sýnir syni okkar miskunnsemi þína og haldir þinni verndarhendi yfir honum, við biðjum þess í nafni sonar þíns eingetins Jesú Krists og ...“ „Þegiðu, Vera!“ Eitt andartak voru þau þögul, öll þrjú, eins og þau væru að velta tilverunni og óskemmtilegum leiðum hennar fyrir sér: Herb, fyrirferð hans troðið inn í símakrókinn með hnén kramin upp undir borðplötuna og með plastblómvönd í andlitinu; Vera á hnjánum á gólfinu I ganginum; Meggs varðstjóri sem, þótt furðulegt mætti heita, varð áheyrandi að þessari svörtu kómedíu þó fjar- staddur væri. „Herra Smith?" „Já. Ég...ég biðst afsökunar á þessum há- vaða.“ „Afar skiljanlegt," sagði Meggs. „Sonur minn ... Johnny ... var hann í Fólks- vagninum sínum?" „Dauðagildrur, dauðagildrur, þessar litlu bjöllur eru dauðagildrur,“ tautaði Vera. Tár streymdu nið- ur andlitið, runnu yfir slétt, hart yfirborð nætur- maskans líkt og regndropar af krómi. „Hann var í leigubíl frá Bangor og Orono," sagði Meggs. „Ég skal segja þér hvað gerðist eftir því sem ég best veit. Þrír bílar lentu í árekstrinum, tveimur þeirra var ekið af strákum frá Cleaves Mills. Þeir voru í kappakstri. Þeir komu upp það sem kallað er Carsonshæð á þjóðvegi 6, á leið í austur. Sonur þinn var I leigubílnum á leið í vestur, í áttina að Cleaves. Leigubíllinn og bíllinn sem var á rangri akrein skullu saman. Leigubíl- stjórinn lét lífið og sömuleiðis pilturinn sem ók hin- um bílnum. Sonur þinn og farþegi í hinum bílnum eru á sjúkrahúsi Austur-Maine. Mér skilst að þeir séu báðir I lífshættu." „Lífshættu," sagði Herb. „Lífshættu! Lífshættu!" stundi Vera. Ó, Guð, við hljómum eins og einhver þessara fáránlegu tilraunaleiksýninga, hugsaði Herb. Vera gerði hann vandræðalegan og hann ól önn fyrir hana. Meggs varðstjóri hlyti að heyra til Veru, eins og klikkaður grískur kór væri að tjaldabaki. Hann velti fyrir sér í hve mörgum svona samtölum Meggs varðstjóri hefði lent í starfi sínu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þau væru nokkuð mörg. Hugsanlega var hann þegar búinn að hringja I konu leigubílstjórans og móður látna piltsins til að segja þeim fréttirnar. Hvernig höfðu þær brugðist við? Og hvaða máli skiþti það? Hafði Vera ekki fullan rétt til að gráta yfir syni sínum? Og hvers vegna hugsaði maður svona fáránlega á svona stundu? „Austur-Maine,“ sagði Herb. Hann hripaði það á blokk. Teikningin efst á blokkinni var af brosandi símtóli. Símastrengurinn stafaði orðið SlMAVIN- UR. „Hvernig er hann meiddur?" „Hvað segirðu, herra Srnith?'1 „Hvar varð hann verst úti? Höfuð? Magi? Hvað? Brenndist hann?“ Vera öskraði. „ Viltu gjöra svo vel að ÞEGJA, Vera!“ „Þú verður að hringja á sjúkrahúsið eftir þeim upplýsingum," sagði Meggs varfærnislega. „Það vantar tvo tíma upp á að ég sé með lokaskýrslu." „Allt í lagi. Allt í lagi.“ „Mér þykir fyrir því að þurfa að hringja til þín um miðja nótt með svona slæmar fréttir, herra Smith .. „Já, slæmar eru þær,“ sagði hann. „Ég verð að hringja á sjúkrahúsið, Meggs varðstjóri. Vertu sæll.“ „Góða nótt, herra Smith." Herb lagði á og starði ánalega á símann. Það gerist bara svona, hugsaði hann. Hvað segið þið um það? Johnny? Vera gaf frá sér annað öskur og hann tók ótta- sleginn eftir því að hún hafði þrifið í hár sér - með rúllum og öllu - og var að reita það. „Þetta er dómur! Dómur yfir því hvernig við lifum, yfir synd, yfir einhveriu! Krjúptu á kné með mér, Herb ...“ ■ „Dauðagildrur, dauðagildrur, þessar litlu bjöllur eru dauða- gildrur,“ tautaði Vera. Tár streymdu niður and- litið, runnu yffir slétt, hart yfirborð nætur- maskans líkt og regn- dropar af krómi. „Ég verð að hringja á sjúkrahúsið, Vera. Ég vil ekki gera það á hnjánum." „Við skulum biðja fyrir honum ... lofa því að gera betur... ef þú kæmir bara oftar til kirkju með mér þá veit ég - kannski eru það vindlarnir þínir, bjórdrykkjan með þessum mönnum eftir vinnu ... bölvið... að leggja nafn Guðs við hégóma? Dómur - þetta er dómur.. Hann setti hendurnar á andlit hennar til að stöðva tryllingslegar höfuðhreyfingarnar. Það var óviðfelldið að koma við næturkremið en hann tók ekki hendurnar burtu. Hann fann til vorkunnar í hennar garð. Undanfarin tíu ár hafði kona hans gengið einhvers staðar á gráa svæðinu milli tryggðar við baþtistatrú sína og þess sem hann áleit snert af trúarbrjálæði. Fimm árum eftir fæð- ingu Johnnys hafði læknirinn fundið nokkur góð- kynja æxli í legi hennar og leggöngum. Eftir að þau voru fjarlægð var útséð um að hún gæti eign- ast annað barn. Fimm árum eftir það höfðu fleiri æxli gert það að verkum að fjarlægja varð legið. Það var þá sem þetta hafði byrjað hjá henni, djúþ trúartilfinning sem á furðulegan hátt blandaðist við trú á annað. Fjálglega las hún bæklinga um At- lantis, um geimför af himnum ofan, um kynþætti „hreintrúaðra kristinna" sem hugsanlega byggju í iðrum jarðar. Hún las tímaritið Örlög næstum jafn- oft og Biblíuna og notaði gjarnan annan textann til að varpa Ijósi á hinn. „Vera,“ sagði hann. „Við skulum haga okkur betur,“ hvíslaði hún með bón í augunum. „Við skulum haga okkur bet- ur og þá fær hann að lifa. Sjáðu bara til. Sjáðu ...“ „Vera.“ Hún þagnaði og leit á hann. „Hringjum á sjúkrahúsið og sjáum til hversu slæmt þetta er I rauninni,11 sagði hann blíðlega. „A-allt í lagi. Já.“ „Geturðu setið þarna í stiganum og haft alveg hljótt?" „Mig langar til að biðja," sagði hún barnalega. „Þú getur ekki komið í veg fyrir það.“ „Mig langar ekki til þess. Ekki ef þú biður í hljóði." „Já. í hljóði. Allt í lagi, Herb.“ Hún fór að stiganum, settist niður og dró slopp- inn settlega að sér. Hún spennti greipar og varirn- ar fóru að hreyfast. Herb hringdi á sjúkrahúsið. Tveimur klukkutímum síðar voru þau á lei§ í norðurátt eftir nærri auðri Maine-hraðbrautinni. Herb sat undir stýri á '66 Ford skutbílnum þeirra. Vera sat flötum beinum í farþegasætinu. Biblían hennar lá í kjöltu hennar. * 2 * Síminn vakti Söru klukkan korter í níu. Hún fór til að svara, enn með hálfan hugann sofandi í rúm- inu. Hana verkjaði í bakið eftir uppköstin kvöldið áður og magavöðvarnir voru strekktir. Að öðru leyti leið henni miklu betur. Hún tók símann upp, þess fullviss að þetta væri Johnny. „Halló?" „Hæ, Sara.“ Þetta var ekki Johnny. Þetta var Anne Strafford úr skólanum. Anne var ári eldri en Sara og á öðru ári í Cleaves. Hún kenndi spænsku. Hún var lífleg stúlka og Sara kunni afar vel við hana. En þennan morgun var bældur hljómur í rödd hennar. „Hvað segir þú gott, Annie? Þetta er bara tíma- bundið. Johnny hefur líklega sagt þér það. Ég býst við að það hafi verið hátíðarpylsurnar...“ „Guð minn góður, veistu það ekki. Veistu það ekki...“ Hún gleypti orðin með undarlegum, kæfðum hljóðum. Sara hlustaði á þau og hleypti brúnum. Undrun hennar varð að dauðakvíða er hún gerði sér grein fyrir því að Anne var grátandi. „Anne? Hvað er að? Það er ekki Johnny, er það? Ekki...“ „Það varð slys,“ sagði Anne. Hún kjökraði nú ódulið. „Hann var í leigubíl. Bílarnir rákust beint hvor framan á annan. Brad Freneau ók hinum bílnum. Hann var hjá mér í spænsku II, hann dó, vinstúlka hans dó í morgun, Mary Thibault, hún var í bekk hjá Johnny, frétti ég, þetta er hryllilegt, alveg hryll.. „Johnny!" öskraði Sara í símann. Henni var orðið illt I maganum aftur. Hendur hennar og fæt- ur voru skyndilega eins kaldir og fjórir legsteinar. „Hvað með Johnny?" „Hann er í lífshættu, Sara. Dave Pelsen hringdi á sjúkrahúsið í morgun. Það er ekki reiknað með að ... jæja, það lítur afar illa út.“ Heimurinn var að verða grár. Anne talaði ennþá en rödd hennar var svo fjarlæg og smá, eins og e.e.cummings hafði sagt um blöðrumanninn. Ó- grynni ímynda veltust hver yfir aðra, án þess að nokkurt vit væri í neinni þeirra. Lukkuhjólið. Speglavölundarhúsið. Augu Johnnys, furðulega fjólublá, næstum svört. Kæra, ófríða andlitið hans í hrjúfri héraðshátíðarlýsingunni, naktar perur strengdar á rafmagnsvír. „Ekki Johnny," sagði hún, fjarlæg og smá, fjar- læg og smá. „Þú hefur rangt fyrir þér. Það var allt í lagi með hann þegar hann fór héðan." Og rödd Anne kom til baka eins og hraður bolti, rödd hennar svo hrærð og vantrúuð að svona skyldi hafa hent einhvern á hennar aldri, einhvern ungan og þróttmikinn. „Þeir sögðu Dave að hann myndi aldrei fá rænu, jafnvel þó hann lifði aðgerð- ina af. Þeir verða að gera aðgerð vegna þess að höfuð hans ... höfuð hans var...“ Ætlaði hún að fara að segja mélað? Að höfuð Johnnys hefði mélast? Það leið yfir Söru, hugsanlega til að forðast þetta síðasta, endanlega orð, þennan síðasta hrylling. Fingurnir misstu takið á símanum, hún skall harkalega niður í gráum heimi og svo var hún farin og síminn sveiflaðist til og frá í boga 42 VIKAN 9. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.