Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 53

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 53
og boli og var í því næstu fjög- ur árin.“ Þannig lýsir Guð- mundur sínu fyrsta menning- aráfalli sem hann segir hafa verið þónokkur. „Mér reiknast til að ég hafi keypt mat fyrir um fimm þús- und krónur íslenskar á viku eða um tuttugu þúsund krónur á mánuði. Ég var nú reyndar vanur að borða tvær heitar máltíðir á dag hér heima þannig aö ég gafst fljótlega upp á því að smyrja mér brauðmat í nesti og borðaði þess í stað í mötuneyti skólans. Það má segja að stór hluti af peningunum mínum hafi farið í mat. Þannig má ætla að fastur kostnaður hafi verið um það bil þrjátíu til þrjátíu og fimm þúsund bara í mat og húsaleigu. Ég hafði í allt um fjörutíu þúsund á mán- uði í lán og því voru um fimm þúsund krónur aukreitis á mánuði þannig að þetta var langt frá því að vera eitthvert „lúxuslíf". Ég hafði ekki minn eigin bíl heldur hjólaði og keypti ekki mikið af fötum en ég lifði þokkalegu lífi. Maður þarf að halda virkilega vel utan um fjármálin ef ekki á illa að fara.“ Meðan Guðmundur lærði i Danmörku sat unnusta hans „í festum“ heima á íslandi. Hvernig skyldi það hafa gengið? „Já, ég reyndi að koma tvisvar til þrisvar heim á ári og hún reyndi að koma út eins oft og hún gat. Hún var reyndar eitt ár í Bandaríkjunum á þessu tímabili þannig að að- skilnaðurinn var alger í eitt ár en þá var mikið um símtöl þannig að ég varð að skera niður í matarpeningunum. Reyndar styður lánasjóðurinn mann þannig að ein ferð á ári fram og til baka er borguð en fjölskyldur okkar hjálpuðu okkur með hinar ferðirnar." Og ekki er að sjá annað á þeim skötuhjúum en að tryggðaböndin hafi haldið þessi ár þrátt fyrir langan að- skilnað. „Það er mikið atriði fyrir námsmann erlendis að hafa góðan umboðsmann hér heima því að ef eitthvað fer „út úr kerfinu" getur reynt mik- ið á hann. Mér finnst allt of lít- ið gert fyrir þá í sambandi við fræðslu og þess háttar um starfsemi lánasjóðsins. Pabbi, Guðmundur Ólafsson, sá um mín mál hérna heima og stóð sig mjög vel. Þetta getur tekið mikinn tíma. Til dæmis þurfti ég einu sinni að sækja um ... og menn héldu að þarna væri rektor kominn! „sumarlán“ vegna þess að verkefnisvinnu seinkaði og þá reyndi mikið á hann. Svona lagað getur komið upp og þó að ruglingurinn sé engum að kenna þá gerist þetta og þá er gott að hafa góðan mann i því, einhvern sem er vel inni í málunum." Er Guðmundur ánægður með lánasjóðinn og samskipti sín við hann, nú þegar hann getur litið um öxl? „Ég er búinn að fara í gegn- um þetta allt. Búinn að vera á námslánum í sjö ár og skulda nú um 2,1 milljón kominn úr námi. Það hafa aldrei verið nein bein vandræði i sam- bandi við að fá námslán. Þau hafa ekki verið of mikil en ég hef alveg komist af og er nokkuð sáttur við minn hlut. Helsti gallinn við lánakerfið er tekjutillitið og maður þurfti að passa sig á að vinna ekki of mikið til að lánin skertust ekki. Helst vildi ég aö tekjutillit væri ekkert þannig að þeir sem kost eiga á vinnu geti stundað hana en haldi þó óskertum lánum.“ Þetta skulum við láta vera lokaorð Guðmundar Guðmundssonar sem nú er rekstrarverkfræðingur af iðn- aðar- og framleiðslusviði með verkefnastjórn sem sérsvið. Það vantar sem sagt ekki titil- inn á þennan unga mann á uppleið sem nú starfar hjá Norma hf. í Garðabæ og kvartarekki undan laununum. ZANCASTER PMP RAKALÍNA FYRIR UNGA HÚÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.