Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 52

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 52
MYNDIR OG TEXÍhUORÁN^REYNISSON Að fara utan í nám og þurfa að lifa af námslánum er eflaust stórt og þungt skref á menntabrautinni í augum þeirra sem það hyggjast stíga. Þá getur verið gott að leita til einhvers sem er reynslunni ríkari af slíku spori og skyggnast þannig inn í reynsluheim þann sem við blasir þegar út er komið. Blaðamaður Vikunnar tók í þeim tilgangi hús á tveimur mönnum sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám erlendis, annar í. Danmörku en hinn í Þýskalandi. Fara frásagnir af högum þeirra þar hér á eftir. . Tryggðaböndin héldu vel og hér er Guðmundur ásamt unnustu sinni, Þórunni Stefánsdóttur. „Mikið atriði fyrir námsmann erlendis að hafa umboðsmann heima## - segir Guðmundur Guðmundsson, sem stundaði nám í Danmörku Guðmundur Guðmunds- son stundaði nám við háskóla í Álaborg í Dan- mörku. Hann stundaði fyrst nám hér heima í skipasmíði og lauk meistaraprófi 1986. Eftir það fór hann í frum- og raungreinadeild Tækni- skólans í Reykjavík og lauk þar svokölluðu tæknistúdentsprófi. Þá var leiðin greið í há- skólanám og Guðmund- ur tók sitt fyrsta ár á háskólastigi hér heima, við Tækniskólann. egar ég var búinn að Ijúka fyrsta árinu ákvað ég að halda til Álaborgar í Danmörku, í fyrsta lagi vegna þess að þar eru engin skólagjöld og í öðru lagi til að ná mér í „alþjóð- lega“ menntun, bæði þannig að ég næði mér í tungumála- reynslu og einnig að þá fengi ég tækifæri til að vinna með útlendingum í náminu. I þriðja lagi er mun meiri samvinna við atvinnulífið almennt þarna úti en hérna heima, að minnsta kosti enn sem komið er. Þá er ekki boðið upp á sambærilegt nám hérna heima. Þarna er meira unnið með iðnina sem slíka, sem sagt iðnaðar- og framleiðslu- verkfræði, ekki þessi harða vélaverkfræði eins og hún er hér.“ Hvernig skyldi vera fyrir Is- lending að fara til náms þar sem danska er móðurmál flestra? „Ég fór snemma út og var í flugvélinni samferða Dana sem hafði mikinn áhuga á mínum málum. Við ræddum mikið saman og úr varð að hann fékk símanúmerið mitt úti og sagðist ætla að hjálpa mér um vinnu. Ég bjóst nú ekki við að neitt yrði úr en tveimur dögum seinna hringdi hann og var búinn að útvega mér vinnu á Vestur-Jótlandi. Það var virkilega gaman að koma svona inn í danska þjóðfélagið þó að ég kæmi þarna inn í vest-jóskuna sem er sennilega versta mállýska Danmerkur. Þar segja þeir „moi“ f staðinn fyrir „hvor meget" en ég var nú samt fljótur að ná tungumálinu enda alltaf haft gaman að dönsku," segirGuðmundurog snertir örugglega viðkvæman streng dönskunnar f brjóstum margra þeirra sem gengið hafa í gegnum dönskunám í íslenskum grunnskólum. En nóg um það. Við skulum snúa okkur að Iffskjörunum og því að lifa af námslánum. Nám Guðmundar er lánshæft þar sem sambærilegt nám er ekki hægt að stunda hérlendis. „í Álaborg fékk ég íbúð og borgaði um þúsund krónur danskar á mánuði í leigu sem eru um tíu þúsund íslenskar. Þetta var lítil íbúð, eitt her- > bergi og eldhús. Þá haföi ég hjólið mitt með mér og hjólaði í skólann. Það var nú svolítið skondið fyrsta daginn sem ég mætti í skólann. Ég var snyrti- lega til fara, í jakkafötum með bindi og mætti þannig hjól- andi. Þá kem ég inn í stóran sal þar sem um tvö hundruð nemendur biðu eftir rektor. Ég kem þarna inn í jakkafötunum með frakkann á handleggnum og með skjalatösku. Það lá við að allir í salnum risu úr sætum sínum og hneigðu sig því þeir héldu að þetta væri rektor. Málið var að allur þessi hópur var í gallabuxum og bol þann- ig að daginn eftir fór ég niður í bæ og keypti mér gallabuxur 52 VIKAN 9. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.