Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 68

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 68
HÖFUNDUR: JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL INNGANGUR VEGNA FYRIRSPURNA UM GAGNRÝNI Að gefnu tilefni mun ég á nœstunni svara fyrirspurnum lesenda um eitt og annað sem er áhugavert og hentar sem umhugsunarefni fyrir allt heilbrigt fóik. Nokkuð sem við erum að velta fyrir okkur og viðkemur því sem við erum flestað kljást við í einhverri mynd ísamskiptum okkarhvert við annað. Eitt afþví sem ég hef oft verið spurð um í bréfum frá lesendum er fyrirbrigðið „gagnrýni". Hún fœr oft óþarflega mikið líf f daglegu lífi okkar og ég œtla að þessu sinni að fjalla um hana. Rétt er að undirstrika að umfjöllun mín er alls ekki fagleg heldur byggist á innsœi, hyggjuviti og staðgóðri reynslu- okkar því mjög af skornum skammti. Ef við erum til dæm- is átta ára, nýklippt og mamma lagði líf sitt og sál ( ágæta burstaklippingu spyrja félag- arnir kannski hvort garðsláttu- vélin hafi farið á hundrað kíló- metra hraða yfir skallann á okkur. Þá verðum við rosalega spæld. Undir slíkum kringumstæð- um hlaupum viö venjulegast inn með kökkinn í hálsinum og tárin í augunum og finnum okkur þá efnismestu og stærstu húfu sem heimilið hef- þekkingu minni. Ég mun þrátt fyrir þessar almennu hugleiðingar í nœstu blöðum eftir atvikum halda ótrauð áfram að svara bréfum sem varða einstaklinginn og hans velferð. Afþessum ástœðum er sjálfsagt að halda áfram að skrifa mér slík bréf. íþannig bréfum íhuga ég manngerðina og hugsanlega hœfileika viðkomandi, auk þess sem ég skoða aðstœður og mögulegar afleiðingar þeirra. Munið bara að handskrifa bréfin og segja mér undan og ofan af högum ykkar. Ég breyti öllu sem þarf að breyta þannig að alls ekki er hœgt að rekja slóð bréfanna til ykkar. Nú er okkur mikill vandi á höndum vegna þess að gagnrýni er eitt af því sem við flest þolum engan veginn. Auk þess að vera ótrúlega viðkvæm fyrir mögu- legri gagnrýni annarra finnst okkur í næstum öllum tilvikum að hún sé fullkomlega óréttmæt og mjög ósmekkleg. í þessum efnum er svo sem af nógu að taka og þessar hugleiðingar mínar verða náttúrlega engan veginn tæmandi heldur er til- gangur þeirra miklu fremur að hrista ögn upp í huga okkar og tilfinningum. Við gætum örugglega verið að svekkja okkur yfir þessum annars áhugaverðu efnum í marga klukkutíma ef okkur sýndist svo. Málið er bara það að hætt er við að við myndum falla fullkomlega saman og finnast við alla jafna vera of- sótt af sérhæfðum gagnrýn- endum. Við reynum eins og áður að vera málefnaleg og sanngjörn en erum ekkert að gera neinar þær rannsóknir sem leitt gætu yfir okkur vesen eða vandræði. Við reynum sem sagt að hafa þínulítið gaman af þessu líka. Vonandi verður enginn voða sár eða svekktur þó við kunn- um að höggva nærri einhverj- um þeim einstaklingum sem eru fullfyrirferðarmiklir gagn- rýnendur og eru daglega aö hella takmörkuðum skilningi sínum á hæfileikum og mann- kostum annarra yfir okkur hin, meö kannski verulega óáhugaverðum árangri. Það eru náttúrlega til gagnrýnend- ur sem telja sig lýsa mannlífið upp, auk þess sem þeir telja sig sumir hverjir yfir allt venju- legt fólk hafna, en merkja eng- an veginn hvað auðveldlega mætti lifa hamingjusamur til æviloka án athugasemda þeirra. Verst er þó þegar þessir sjálfskipuðu sáluhjálparar annarra eru í ofanálag að gagnrýna ýmist listræna hæfi- leika eða jafnvel manngildi fólks, án þess kannski svo mikið sem hafa hálfan skilning á viðkomandi manneskju eða athöfnum hennar og augljós- um hæfileikum. Þegar við erum börn erum við sérlega næm á alla gagn- rýni, hvort heldur er foreldra eða leikfélaga. Við kunnum ekki á þessum árum að bregð- ast við gagnrýni á nákvæm- lega þann hagstæðasta hátt sem hugsast getur og varnir ur upp á að bjóða og skellum á höfuðið á okkur. Við sofum, horfum á sjónvarp og borðum með húfuna í sjö daga á eftir, ásamt því að nota hana stöð- ugt úti. Þarna er á ferðinni persónuleikabreyting sem ofur eðlileg afleiðing af óþarfa stríðni og hugsunarlausri áreitni félaganna. Þeir meintu svo sem ekki neitt með þess- ari ósmekklegu gagnrýni sem hafði þó svona mikil áhrif á viðkomandi barn og athafnir þess og hegðun næstu daga á eftir. Við foreldrarnir erum sum hver nokkuð lagin viö að gagn- rýna börnin okkar, sérstaklega þegar á unglinsár er komiö. Við virðumst stundum gleyma að við vorum líka eitt sinn leiðinlegir og uppivöðslusamir unglingar og síst skárri en unglingar nútímans. En okkur fannst líklega flestum á sínum tíma að við værum bæði ó- missandi, alvitur og í alla staði fullkomin, þó aðrir og fullorðn- ari einstaklingar væru ekki nákvæmlega sömu skoðunar. Það er ekkert upplífgandi fyrir sjálfstraust unglings að fá kannski athugasemdir eins og þessar: „Þetta eru fáránleg föt sem þú gengur í“ eða „Hvernig heldurðu aö geðheilsa þín verði í framtíðinni ef þú ætlar að hlusta á þetta þungarokk daginn út og inn án þess að hvíla þig á milli?" Eins erum við foreldrarnir nokkuð lagnir við sletturekuskaþ og gagnrýni \ 68 VIKAN 9. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.