Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 40

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 40
ÞORDIS BACHMANN ÞYDDI ÞRIÐJI HLUTI 2. KAFLI * 1 * Það var nærri komið miðnætti þegar Johnny beygði bílnum inn í innkeyrsl- una hennar. Sara blundaði. „Heyrðu," sagði hann, slökkti á vél- inni og hristi hana blíðlega. „Við erum komin." „Ó ... allt í lagi.“ Hún settist upp og vafði káp- unni þéttar að sér. „Hvernig líður þér?“ „Betur. Mig verkjar í magann og er illt í bakinu, en betur. Farðu á bílnum til Cleaves, Johnny." „Nei, best að sleppa því,“ sagði hann. „Þá sér einhver hann fyrir utan hjá mér alla nóttina. Við þörfnumst ekki þess konar kjaftagangs." „En ég ætlaði að koma með þér heim ...“ Johnny brosti. „Og þá hefði það verið áhætt- unnar virði, þó við hefðum orðið að ganga ein- hvern spöl. Auk þess vil ég að þú hafir bílinn ef þú skiptir um skoðun varðandi slysavarðstofuna." „Það geri ég ekki.“ „Það gæti verið. Má ég koma inn og hringja eftir leigubíl?" „Svo sannarlega." Þau fóru inn og Sara kveikti áður en skjálftinn helltist aftur yfir hana. „Síminn er í stofunni. Ég ætla að leggja mig og breiða yfir mig.“ Stofan var lítil og fábrotin, marglit gluggatjöld það eina sem bjargaði henni frá því að virðast fá- tækleg - þau og safn plakata á einum vegg: Dylan í Forest Hills, Baez í Carnegie Hall, Jefferson Airplane í Berkeley, hljómsveitin Byrds í Cleve- land. Sara lagðist á sófann og dró teppi upp að höku. Johnny horfði á hana með einlægri umhyggju. Hún var náföl utan dökku bauganna undir augun- um. Hún leit út fyrir að vera eins veik og ein mann- eskja getur orðið. „Ég ætti kannski að vera hérna í nótt,“ sagði hann. „Ef eitthvað gerist, eins og ...“ „Á borð við að ég fái örlitla sprungu við efsta hryggjarliðinn?" Hún horfði á hann með mæðu- legri kímni. „Ja, þú veist. Eitthvað." Ógnvænlegar drunurnar úr iðrum hennar réðu úrslitum. Hún hafði ætlað sér að Ijúka þessu kvöldi með því að sofa hjá John Smith. Þannig átti það ekki að fara. En það þýddi ekki að hún þyrfti að Ijúka kvöldinu með hann viðstaddan meðan hún kastaði upp, stykki á salernið og teygaði í sig meirihlutann úr magasýrumeðalsflösku. „Það verður allt í lagi með mig,“ sagði hún. „Þetta var bara skemmd hátíðarpylsa, Johnny. Þú hefðir eins getað lent á henni sjálfur. Hringdu í mig í frítímanum þínum á morgun." „Ertu viss?" „Já.“ „Allt í lagi, vina.“ Hann tók upp símtólið án þess að deila um þetta frekar og pantaði bíl. Hún lokaði augunum, rödd hans svæfði hana og róaði. Eitt af því sem hún kunni best við í fari hans var að hann reyndi ávallt að gera það sem rétt var, það besta, án nokkurs sjálfsréttlætingarkjaftæðis. Það var gott. Hún var of þreytt og of langt niðri til að leika litla samfélagsleiki. „Dáðin er drýgð," sagði hann og lagði á. „Þeir senda mann hingað eftir fimm mínútur." „Þú átt þó fyrir farinu," sagði hún brosandi. „Og ég ætla mér að gefa ríflegt þjórfé," svaraði hann, með sæmilegri W.C. Fields-rödd. Hann kom yfir að sófanum, sat við hlið hennar, hélt í hönd hennar. „Hvernig fórstu að þessu, Johnny?" „Hmmm?“ „Hjólið. Hvernig gastu þetta?“ „Þetta var ekkert annað en hundaheppni, það er allt og sumt,“ sagði hann, á svipinn eins og honum þætti þetta óþægilegt. „Þetta hendir alla öðru hverju. Til dæmis á veðreiðum eða í fjár- hættuspili." „Nei,“ sagði hún. „Ha?“ „Ég álít ekki að allir séu öðru hverju svona heppnir. Þetta var nærri því óhugnanlegt. Það ... hræddi mig dálítið." ■ En það var hjólið sem hugur hans hvarfl- aði að aftur og aftur og hrjáði hann. í myrkrinu sá hann það enn snúast fyrir sér og fyrir eyrum sér heyrði hann hægt tikka-tikka-tikka hljóð bendilsins. „Var það?“ „Já.“ Johnny andvarpaði. „Ég fæ einstaka sinnum hluti á tilfinninguna, það er allt og sumt. Eins lengi og ég man eftir mér, síðan ég var smástrákur. Og mér hefur alltaf tekist vel að finna hluti sem fólk hefur týnt. Eins og Lisa litla Schumann í skólan- um. Veistu hvaða stúlku ég á við?“ „Litla, sorgmædda, óframfærna Lisa?“ Hún brosti. „Ég þekki hana. Hún gengur um í ráðgátu- skýjum á viðskiptamálfræðinámskeiðinu mínu.“ „Hún týndi skólahringnum sínum,“ sagði Johnny, „og kom grátandi til min vegna þess. Ég spurði hana hvort hún hefði athugað innst á efstu hillunni í skápnum sínum. Aðeins ágiskun. En þar var hann.“ „Og hefurðu alltaf getað þetta?“ Hann hló og hristi höfuðið. „Varla nokkurn tíma.“ Brosið dofnaði. „En það var sterkt í kvöld, Sara. Ég var með þetta hjól...“ Hann kreppti hnefana mjúklega, leit á þá og hleypti brúnum. „Ég var með það hérna. Og hugrenningatengslin voru fjári furðuleg." „Hvernig þá?“ „Gúmrní," sagði hann hægt. „Brennandi gúmmí. Og kuldi. Og ís. Svartur ís. Þetta fór í gegnum huga mér. Guð má vita hvers vegna. Og slæm tilfinning. Eins og ég þyrfti að gæta mín.“ Hún horfði vandlega á hann án þess að segja orð og smátt og smátt birti yfir andliti hans. „En nú er hún farin, hvað sem hún táknaði. Lík- lega ekkert." „Að minnsta kosti fimm hundruð dollara virði af heppni," sagði hún. Johnny hló og kinkaði kolli. Hann sagði ekki fleira og hún mókti, fegin að hafa hann þarna. Hún vaknaði aftur þegar Ijós að utan skvettust yfir vegginn. Leiguþíllinn hans. „Ég hringi," sagði hann og kyssti hana blíðlega. „Ertu viss um að þú viljir ekki hafa mig hérna?“ Skyndilega langaði hana til þess en hún hristi höfuðið. „Hringdu til mín,“ sagði hún. „í þriðja tímanum,“ lofaði hann. Hann gekk til dyra. „Johnny?" Hann sneri sér við. „Ég elska þig, Johnny," sagði hún og andlit hans Ijómaði eins og lampi. Hann sendi fingurkoss. „Láttu þér líða betur," sagði hann, „og svo tölum við saman." Hún kinkaði kolli en það liðu fjögur og hálft ár áður en hún talaði við Johnny Smith aftur. . 2 . „Er þér sama þó ég sitji frammí?" spurði Johnny leigubílstjórann. „Sjálfsagt. Rektu bara ekki hnéð í gjaldmælinn. Hann er viðkvæmur." Johnny renndi löngum leggjunum undir gjald- mælinn með áreynslu og skellti hurðinni. Leigu- bílstjórinn, miðaldra maður með skalla og ístru, slökkti á LAUS-skiltinu og leigubíllinn rann af stað upp Flagg-stræti. „Hvert?" „Cleaves Mills," sagði Johnny. „Aðalstræti. Ég skal vísa þér veginn.“ „Ég verð að láta þig borga eitt og hálft far,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég kann illa við það en ég verð með tóman bíl þaðan." Hönd Johnnys lokaðist annars hugar um seðla- búntið í buxnavasa hans. Hann reyndi að muna hvort hann hefði nokkurn tíma áður verið með svo mikið fé á sér. Einu sinni. Hann hafði keypt tveggja ára Chevrolet á tólf hundruð dollara. í uppátektarsemi hafði hann beðið um reiðufé í bankanum, bara til að sjá hvernig svo mikið fé liti út. Það hafði ekki verið tiltakanlega dásamlegt en undrunina á andliti bílasalans, þegar Johnny þrýsti tólf hundrað dala seðlum í hönd hans, var dásamlegt að sjá. En þessir aurar veittu honum enga vellíðan, frekar einhvers konar óþægindi og hann minntist grundvallarreglu móður sinnar: Ógæfa fylgir fundnu fé. „Eitt og hálft far er allt í lagi,“ sagði hann við leigubílstjórann. „Ef við bara skiljum hvor annan," sagði leigu- bílstjórinn léttari í máli. „Ég kom svona fljótt af því að ég var kallaður yfir að Riverside og enginn vildi kannast við það þegar ég kom þangað." „Er það svo?“ spurði Johnny áhugalaus. Dimm hús þutu framhjá fyrir utan. Hann hafði unnið fimm hundruð dollara og ekkert svipað því hafði hent hann fyrr. Þessi draugalykt af brennandi gúmmíi- tilfinningin af að vera að endurlifa eitthvað sem hafði hent hann þegar hann var lítill - og tilfinning- in af að óheppni myndi vega upp á móti heppninni var enn með honum. „Já, þessar fyllibyttur hringja og skipta svo um skoðun," sagði leigubílstjórinn. „Fjárans fyllibytt- ur, ég þoli þær ekki. Þær hringja og ákveða svo, fjandinn eigi það, ég fæ mér nokkra bjóra í viðbót. Eða þær drekka upp peningana fyrir farinu meðan þær bíða og þegar ég kem inn og hrópa „Hver bað um leigubíl?" vilja þær ekki gefa sig fram.“ „Já,“ sagði Johnny. Vinstra megin við þá flaut Penobscot-áin hjá, dökk og olíukennd. Og svo veikindi Söru og að hún skyldi segjast elska hann, ófan á allt annað. Hann hafði líklega aðeins náð henni á veiku andartaki en Guð - ef hún hafði nú meint þetta! Hann hafði verið bálskotinn í henni næstum síðan á fyrsta stefnumótinu þeirra. I því fólst heppni kvöldsins, ekki í að vinna þessa pen- inga. En það var hjólið sem hugur hans hvarflaði að aftur og aftur og hrjáði hann. í myrkrinu sá hann það enn snúast fyrir sér og fyrir eyrum sér heyrði hann hægt tikka-tikka-tikka hljóð bendilsins sem hrasaði yfir prjónana, eins og eitthvað sem heyrist í óþægilegum draumi. Ógæfafylgirfundnu fé. 40 VIKAN 9.tBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.