Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 70

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 70
TEXTI: KRISTJAN LOGASON — | ff LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON urssonar veröa í bili teknir upp nýir stjórnarhættir á Aðalstöö- inni og enginn nýr útvarpsstjóri ráöinn. Til að fá svar við því hvort þá yröi ekki allsherjar ringulreið á stöðinni kvaddi ég til spjalls þá Pétur Valgeirs- son og Ólaf Þórðarson. Um- ræðuefnið er framtíðarstefna og stjórnun Aðalstöðvarinnar. Tónlistarstefnu Aðalstöðv- arinnar hefur ekki verið breytt en það kom þó í hlut Ásgeirs Tómassonar að fríska aðeins upp á tónlistina. Áðalstöðin 70 VIKAN 9. TBL.1991 Ihuga margra eru páskarnir tákn um vorið og breytt veðurfar. Brúnin léttist eftir síðasta hretið sem kemur um páskana og menn hugsa með gleði til sumarsins. Síðasta hret vetrarins gekk yfir Aðal- stöðina þegar Helgi Pétursson hætti sem útvarpsstjóri og sneri sér að störfum í forsætisráðherra. Af því tilefni lögðust Aðalstöðvarmenn undir feld yfir páskana og hug- uðu að framtíðinni. Mánudag- inn 8. apríl skriðu svo undan feldinum menn með nýja dagskrá handa Aðalstöðinni og felur hún í sér nokkrar breytingar. Þó eru menn ekki fyllilega komnir undan feldin- um því við og við er skotist þar undir aftur til að huga sumardagskrá stöðvarinnar. Með brotthvarfi Helga Pét- hefur frá upphafi verið þekkt fyrir að spila mjög rólega og notalega tónlist og því verður ekki hætt. Meginuppistaða tónlistarinnar hefur verið lög frá 1950 og fram til dagsins í dag. „Viö kappkostum náttúrlega að spila góða tónlist og lög sem fólk vill heyra því við erum að spila fyrir fólkið en ekki fyrir okkur. Það sem við vorum að spila af þessum lög- um. voru rólegri lögin en núna erum við að spila hraðari lög frá þessum tíma. Yfirbragðið er orðið frísklegra og við erum að reyna að passa okkur á því að fara ekki yfir markið. Spila ekki of brjálað. Halda okkur við góðu tónlistina." Pétur: „Ég fæ mikla og góða svörun frá þeim aldurshóp sem hefur mjög gaman af þessari tónlist - sem við myndum kannski kalla eldri tónlist. Það eru hlustendur sem við viljum ekki missa, hlustendur sem hafa verið dyggir stuðningsmenn stöðv- arinnar." Aðalstöðin er í stanslausri endurskoðun eins og allar út- varpsstöðvar eiga að vera. Reynt er af fremsta megni að lagfæra, breyta og bæta svo dagskráin verði sem best úr garði gerð. Ólafur: „Við leggjum mikla áherslu á að dagskrárgerðar- menn, sem hér vinna, séu vel máii farnir. Þaö eru ekki allir sem hafa þá kosti en fólki er ekki hent út heldur er það að- stoðað við að bæta sig. Annað sem skortir hjá fólki er einnig reynt að laga. Ekki hefur verið fylgt þeirri stefnu, sem verið hefur hjá öðrum, hvort sem er hjá Ríkisútvarpinu eða þess- um svokölluðu frjálsu stöðv- um, að ef einhver er ekki góð- ur þá er honum hent út. Við viljum ekki vinna svoleiðis." Þrátt fyrir vinsældir Rásar tvö telja Aðalstöðvarmenn að þeir hafi einna mesta hlustun á kvöldin og kemur það vafa- laust til af öllum þeim talmáls- þáttum sem þá eru á dag- skránni. Til þess að bæta morgunút- varpið og gefa Ólafi Þórðar meira svigrúm, þar sem fyrir- liggjandi var að hann yrði eins konar verkstjóri á staðnum, stakk hann upp á því við Ólaf Laufdal að ráðin yrði til stöðv- arinnar Hrafnhildur Halldórs- dóttir sem nýkomin er heim úr fjölmiðlanámi. Þetta var gert gagngert til þess að létta á Ólafi svo hann hefði meiri tíma í daglegt amstur stöðvarinnar. Frh. á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.