Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 23

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 23
ÞORGERÐUR TRAUSTADÓTTIR SKRIFAR: Þaö er óneitanlega eitt og annað sem ég hef átt erfitt með að venja mig við eftir að ég flutti í þéttbýlið. Eitt af því er þaö óstand sem ríkir í útvarpsmálum. Þar æpir nú hver stöðin á aðra og það er því miður harla lítið vit í flestu því sem verið er aö senda út á öldum Ijósvakans. Ég man þá tíð meðan við Ásgeir bjuggum enn fyrir norð- an og Rikisútvarpið var eitt við völd. Þá var hver maður ánægður með sígilda tónleika fyrir hádegi, hádegisfréttir, blessaða útvarpssöguna, mið- degisstund með Carl Jularbo, kvöldfréttir og hinn sívinsæla endurminningaþátt Ég man þá tíð. Svona litu nú sýnishornin úr dagskránni út þá, glænýjar heimsfréttir og þjóðlegur fróð- leikur í bland. Oft kom það svo fyrir að lítið sem ekkert heyrðist í útvarp- inu nema skruðningar. Þannig gat það verið dögum saman. Það var svo sem ekki verið að kvarta yfir því þótt ekki væri hægt að heyra nema einn og einn tón á stangli frá blessuð- um karlinum honum James Last, krakkarnir héngu þá ekki iðjulausir yfir útvarpinu á meðan. En svo var það um svipað leyti og við Ásgeir fórum að ræða það að flytja suður að ósköpin dundu yfir. Raunar var það nú Ríkisútvarpið sjálft, þessi stoð og stytta íslenskrar menningar, sem reið á vaðið og opnaði nýja stöð. í henni glumdi bítlagarg daginn út og daginn inn og það litla sem sagt var hefði betur verið látið ósagt. Það segi ég og skrifa og er tilbúin að standa við þau orð mín hvar sem er! Fleiri riðu á vaðið og stofn- uðu útvarpsstöðvar, bæði kristilegar og ókristilegar, en allar alveg spriklandi frjálsar. Á tímabili var ekkert sjálfsagð- ara en að eiga útvarpsstöð. Það var svona álíka mikið mál og að eiga heitan pott úti í garði. En svo fóru þær nú blessunarlega að fara á haus- inn hver af annarri. Það versta var bara að það virtust alltaf tvær skjóta upp kollinum fyrir hverja eina sem varð fallítt. Ég hefði nú svo sem ekkert verið að mynda mér sérstakar skoðanir á öllu þessu frjáls- ræði í útsendingarmálum ef það hefði ekki beinlinis ruðst inn á mitt heimili. Við vorum þá flutt suður, við Ásgeir, og kom- MEÐAN „GUFAN" VAROGHÉT in í blokkina i Breiðholtinu þar sem við höfum búið æ siðan. Þetta er ágætis húsnæði en maður er náttúrlega ekki sjálfs sín herra að öllu leyti þegar maður er í sambýli með öðru fólki. Það segir sig sjálft. En það var einmitt þarna i blokkinni sem fór að bera á svefnleysi hjá honum Ásgeiri. Hann þurfti iðulega að fara fram á nóttunni og kom ekki aftur undir sængina fyrr en eft- ir dúk og disk. Svo svaf hann náttúrlega meira eða minna allan daginn. Ég spurði hann auðvitað hverju þetta sætti. „Ég á hálferfitt með svefn, Tobba mín, og mér þykir betra að skreppa aðeins fram heldur en að liggja andvaka f rúm- inu,“ svaraði hann þá. Ég sárvorkenndi vesalings manninum því sjálf sef ég eins og skorinn hrútur og veit ekki af mér alla liðlanga nóttina. Ég spurði hann þess vegna hvort hann vildi ekki að ég kæmi með honum fram þegar svona stæði á og hitaði handa hon- um kakó. Heitt kakó hefur nefnilega róandi áhrif á líkam- ann. Það veldur líka hægða- teppu en það er önnur saga. „Ha, nei, nei, alls ekki kakó fyrir mig, ég hef enga lyst þeg- ar ég er andvaka," sagði Ás- geir þá og var óvenju hrað- mæltur. „Sof þú bara, góöa mín, ég sé um mig.“ Svo var það einu sinni sem oftar að ég rumskaði við að Ásgeir staulaðist fram. Hann er nefnilega náttblindur og rambar á borð og stóla ef myrkrið er mjög svart. Síðan sofnaði ég aftur og vissi ekki af mér fyrr en undir morgun. Þeg- ar ég vaknaði sá ég að Ásgeir var ekki í rúminu sínu. Mér brá ónotalega við, klukkan orðin fimm og maðurinn enn frammi. Ég dreif mig i náttsloppinn, sem hann hafði gefið mér um þar síðustu jól, og snaraðist fram. Hvað haldið þið að ég hafi séð nema hann Ásgeir op- inmynntan fyrir framan sjón- varpið! Og það sem spriklaði á skerminum - það er ekki fyrir sómakæra konu að lýsa því i heiðvirðu blaði. Þetta hafði hann þá verið að bauka, andvökusjúklingurinn. Það hafði alveg farið fram hjá mér að búið væri að tengja svokallað „gervihnattasjón- varp“ í blokkina okkar. Það þýðir að hægt er að horfa á hinar og þessar útlenskar stöðvar allan sólarhringinn án þess að gera nokkurt hlé þar á. Og þvílíkar þokkastöðvar! Það er ekki til það siðleysi sem ekki er sýnt í smæstu smá- atriðum á skerminum. Á þetta hafði Ásgeir verið að glápa. Hann hafði meira að segja rifið sig upp um miðjar nætur, mað- urinn, ef hann vissi af ein- hverju „krassandi" á dag- skránni. Ég mætti á næsta húsfund sem haldinn var eftir þetta og krafðist þess að hnötturinn yrði tekinn úr sambandi. Marg- ar konur í blokkinni studdu til- lögu mínaog greiddu henni at- kvæði. En þá risu upp á aftur- lappirnar nokkrir kallskunkar sem ætluðu hreint vitlausir að verða. þeir sögðu að það kæmi ekki til nokkurra mála að loka kapalkerfinu, það væri bara hneisa. Ég hefði getað bent á þá sem hæst létu, áður en þeir tóku til máls, þvi þeir voru allir með kolsvarta bauga undir augunum. 9. TBL. 1991 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.