Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 34
Fyrir framan Höfða, sem í hugum margra telst til merki- legri sögu- staöa. ísland upp í hugann og þótti sú hugmynd afbragö. Þessu næst hélt Silvester glaður í bragði til skrifstofu þeirra yfirvalda sem sjá um svona mál og fór þess á leit að leyfi yrði veitt fyrir giftingunni. Slíkt leyfi þurfti hann að fá til þess að þau væru löglega gift samkvæmt hollenskum regl- um. FÉKK LEYFI f ÞRIÐJU TILRAUN Þetta reyndist ekki eins auð- velt og Silvester hafði ætlað í upphafi því embættismaður- inn, sem hann leitaði til, trúði honum ekki og spurði hvort hann væri ekki með öllum mjalla að ætla aö gifta sig á ▲ Eftirvæntingarglampi í augum unga fólksins frá Hollandi þegar beöið er eftir vígslu hjá borgar- fógeta. ÁÁ Athöfnln gekk fljótt fyrir sig, en um tíma var útlit fyrir að ekkert yrði af henni vegna úreltra forms- atriða ... ► A ferð sinni um borg- ina þótti brúðhjónunum nauðsynlegt að koma við í hinu fræga húsi Höfða. 34 VIKAN 9. TBL. 1991 Brúðhjónin höfðu mikla ánægju af þvi að skoða sig um í Árbæjarsafni. Hér stíga þau út úr kirkjunni þar. íslandi - þar væri ekkert ann- að en snjór, frosthörkur og ill- viðri. í þriðju tilraun tókst hon- um loks að sannfæra yfirvaldið um að hann væri ekki vitstola og að þeim hjónaleysunum væri fúlasta alvara með fyrir- ætlan sinni. Að leyfinu fengnu lá fyrir að snúa sér til næstu ferðaskrif- stofu sem seldi ferðir til fyrir- heitna landsins. Það er örugg- lega ekki algengt að beðið sé um að fá keypta ferð og gift- ingu í einum pakka og borga hann á staðnum. Svo var þó ( þetta sinn og þegar öllum þessum óvenjulegu útrétting- um var lokið héldu þau á vit norðursins og innsiglunar á sambandi sínu. AÐEINS HEILBRIGT FÓLK GIFT Á ÍSLANDI? Hér gistu Silvester og Erika á Hótel Holti í góðu yfirlæti, fóru útsýnisferð til Gullfoss og Geysis og leigðu bílaleigubíl til að skoða borgina og nágrenni hennar. Tæplega viku eftir að þau komu til landsins átti at- höfnin að fara fram. Til aö vera örugg um að dagurinn gengi snurðulaust fyrir sig ákváðu þau að ganga frá öllum forms- atriðum í tíma. Þegar til kom var það ekki svo vitlaus hugmynd því ís- lenskt skriffinnskukerfi gerir ekki ráð fyrir að útlendingar komi hingað til lands til að láta gifta sig. Þetta tók því nokkuð á taugarnar og náði sá skjálfti hámarki þegar parinu var sagt að þau yrðu að fá staðfestingu læknis á því að þau væru bæði heilbrigð. Stórri spurn- ingu skaut upp í hugann: Get- ur aðeins fullhraust fólk gift sig á Islandi? - Samkvæmt regl- unum er það svo. Unga hjúkrunarkonan harð- neitaði að gangast undir læknisskoðun, frekar vildi hún hætta við allt saman. Því vildi starfsfólk hótelsins ekki una því allt er þar gert til að við- skiptavinurinn sé ánægður. Kallaður var til læknir sem er góður viðskiptavinur hótelsins og var hann fenginn til að tala við parið. í viðtali hans við þau kom í Ijós að um ævagamlar reglur er að ræða, reglur sem voru í góðu gildi á tímum far- sóttanna en er ekki lengur framfylgt þar sem gildi þeirra er að litlu orðið. Gaf læknirinn út vottorö og þar með var mál- ið leyst. Giftingin fór fram daginn eft- ir hjá Borgardómaraembætt- inu í Reykjavík að viðstöddum blaðamanni Vikunnar og bíl- stjóra frá Hótel Holti. Athöfnin gekk fjótt fyrir sig og skömmu síðar voru þau nýbökuðu kom- in á fulla ferð í gljáandi glæsi- vagni Hótel Holts. Ekið var vítt og breitt um borgina og stutt viðdvöl höfð á ýmsum þekkt- um stöðum - við Höfða, í Ár- bæjarsafni og víðar. Það voru því sæl hjón sem héldu heim á leið, gift á íslenska vísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.